Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 42

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.2009, Qupperneq 42
42 Fréttir / Fimmtudagur 17. desember 2009 Glæsilegir tónleikar Á fimmtudagskvöldið var slcginn næst síðasti tónninn í stórglæsilegri dagskrá Hallarinnar á aðventu þar sem Jólastjörnur Hallarinnar sungu og léku. Þar voru mættar helstu söngstjörnur þjóðarinnar en Eyjamenn áttu sína fulltrúa sem stóðu sig með prýði. Vel á þriðja hundrað mættu í Höllina og áttu notalega stund sem hófst með söng Helgu Möller sem naut aðstoðar hljómsveitar Eyjamanna þar sem Sæþór Vídó var fremstur meðal jafningja. Næstur á svið var kóngurinn sjálfur, Páll Oskar, skrautlegri en nokkru sinni fyrr og fékk Diddú systir að fylgja með. Um undirleik sáu Monica á hörpuna og strengjakvartett. Páll Oskar sýndi og sannaði að hann er engum líkur, frábær tónlistarmaður sem nýtur þess svo innilega að koma fram. Þau náðu upp frábærri stemmningu og stúlkurnar í Litlu lærisvein- unum undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur settu skemmtilegan svip á tónleikana. Fengu að syngja með í þremur lögum og voru að upplifa eitthvað sem seint mun gleymast. Viðtökur voru frábærar og sagði Diddú ekki annað hægt en að gleðjast yfir á fá þctta tækifæri til að syngja fyrir Vestmannaeyinga. Lagavalið var fjölbreytt en jólalögin fengu sinn sess í dagskránni og náðu trúlega að kveikja örlítinn jóla- anda í hjörtum þeirra sem þarna voru mættir. Jólaverslunin er nú komin í full- an gang og segir Gréta Grétars- dóttir í Eyjavík að nóg sé að gera þessa dagana. Er hún bjartsýn á framhaldið og segir gott hljóð í viðskiptavinum. „Það má kannski segja að við séum hér með allt nema jógúrt,“ sagði Gréta þegar Fréttir litu við hjá henni í vikunni. „Það er fyrst að nefna nátt- sloppa og náttföt sem við eigum í miklu úrvali og á góðu verði. Þá má ekki gleyma skónum sem eru alltaf að koma sterkar inn hjá okkur. Við erum líka með úti- vistar- og íþróttafatnað, bæði úti og inni. Helsta merkið okkar í fatnaði er Trofe, sem einbeitir sér að fötum á konur. I öðrum vöru- flokkum er við með allt fyrir karla og konur, börn og fullorðna og unglingarnir finna líka sitt- hvað hjá okkur.“ SÆBJÖRG, sýnir hér sýnishorn af náttfötum sem Eyjavík býður upp á. Á neðri myndinni er Gréta að aðstoða Hafstein við val á skóm. -E

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.