Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 11.03.2010, Síða 11
Frcttir / Fimmtudagur 11. mars 2010 11 Skóiahomið - Allt sem ég raunverulega þurfti að læra - Lærði ég í leikskólanum Af mörgu er að taka þegar fjallað er um það starf sem fram fer í leik- skólum í dag. Það sem lærist er eitthvað sem einstaklingurinn býr að alla sína ævi. Heilræði Robert Fuglhum segja meira en margar rit- gerðir eða bækur. I skrifum okkar þessa vikuna þá langar okkur að deila þessum heil- ræðum með ykkur; Mest af því sem ég raunverulega þarf að vita um hvemig á að lifa, hvað að gera og hvemig að vera, lærði ég í leik- skólanum. Viskan er ekki efst í menntapíramídanum heldur í sand- kassanum í leikskólanum. Þetta er það sem ég lærði: Deildu öllu. Vertu sanngjam. Ekki berja fólk. Settu hluti aftur þar sem þú fannst þá. Taktu til eftir sjálfan þig. Ekki taka hluti sem þú átt ekki. Biddu afsökunar þegar þú meiðir einhvem. Þvoðu þér um hendumar áður en þú borðar. Sturtaðu niður. Heitar kökur og köld mjólk gera þér gott. Lifðu lífinu í jafnvægi. Lærðu eitthvað og hugsaðu eitt- hvað og teiknaðu og málaðu og syngdu og dansaðu og leiktu þér og starfaðu eitthvað alla daga. Fáðu þér blund síðdegis alla daga. Þegar þú ferð út í heiminn, varaðu þig á umferðinni, haltu í höndina á ein- hverjum og haldið hópinn. Vertu vakandi fyrir furðuverkum. Mundu eftir litla fræinu í plastmálinu, rótin fer niður en plantan upp og enginn veit í raun og veru hvemig eða af hverju, en svona emm við öll. Gullfiskar, hamstrar, hvítar mýs og líka jafnvel litla fræið í plast- málinu - þau deyja öll. Einnig við. Og mundu svo eftir bókinni um Dick og Jane og fyrsta orðinu sem þú lærðir, sem var mikilvægast allra: Sjáðu. Allt sem þú þarft að vita er einhvers staðar í þessu. Gullna reglan og kærleikurinn og frumatriði hreinlætis. Vistfræði og stjórnmál og heilbrigt lífemi. Hugsaðu þér hversu miklu betri heimurinn væri ef við öll, allur heimurinn, fengi kökur og mjólk klukkan þrjú á hverjum degi og legði sig síðan í smátíma með tepp- in ofan á sér. Eða að við öll hefðum þá grundvallarreglu að setja alltaf hluti aftur þar sem við fundum þá og alltaf að þnfa eftir okkur. Og það er ennþá rétt, sama hve gamall þú ert, að þegar þú ferð út í hinn stóra heim er best að haldast í hendur og halda hópinn. Með kveðjufrá leikskólanum Sóla. Eyjamaðurinn Sigurður Guðgeirs slær í gegn með Suzushii í Kringlunni Fékk hæstu einkunn í Gestgjafanum í nýjasta hefti Gestgjafans fær veitingastaðurinn Suzushii í Kringlunni, sem eins og nafnið bendir til einbeitir sér að sushi-rétt- um, hæstu einkunn veitingastaða í þessum geira í Reykjavík. Suzushii er nýr veitingastaður, var opnaður á öskudaginn og eigendur hans em Eyjamaðurinn Sigurður Guðgeirs- son og Ásta Sveinsdóttir, kona hans. Viðtökumar hafa verið mjög góðar og algjör sprenging varð eftir að dómurinn birtist í Gestgjafanum. „Viðtökumar hafa verið vægast sagt góðar og allt vitlaust að gera eftir að umsögnin kom í Gest- gjafanum, sagði Sigurður. „Það segja allir að svona stað hafí vantað á Stjörnutorgið hér á þriðju hæðinni í Kringlunni. Það þyrfti eitthvað ferskt á móti öllu brauðinu og brasaða matnum sem hér er í boði.“ Sigurður og Ásta kona hans, sem á ættir að rekja til Eyja, amma hennar, Ásta S. Hannesdóttir, er frá Hæli, em í þessu á fullu en í allt eru sjö starfsmenn á Suzushii í fullu starfi. Fá þeir sérstakt hrós í Gestgjafanum. „Þau standa sig rosalega vel. Það þarf að læra að búa til sushi og ég vil fá óreynt fólk sem ég síðan móta eins og leir og það hefur skilað sér.“ Sigurður er, eins og áður hefur komið fram, Eyjamaður, foreldrar hans eru Guðgeir Matthíasson og Lovísa Sigurðardóttir. Hann fór í kokkanám 1995 og útskrifaðist í Perlunni 1999. „Þá tók við eitt ár á Holtinu. Meðan ég var þar kom til mín maðúr og spurði hvort ég hefði áhuga á að læra að útbúa sushi. Það var ekkert vinsælt á þessum tíma, var svona á kantinum en niðurstað- an varð sú að ég fór til Kaup- mannahafnar og byrjaði hjá Isao Suzuki. Þá varð ekki aftur snúið og hann var meistari minn í tvö ár,“ sagði Sigurður sem sneri heim til að boða fagnaðarerindið. Og honum hefur orðið talsvert ágengt. „Eg varð yfirkokkur á veitinga- staðnum Stick and Sushi og hef verið með námskeið í sushigerð í heimahúsum, hjá Mími sfmennt- SIGURÐUR að störfum - Sushigerð er mikil handavinnna. unarstöð og einu sinni skrapp ég út í Eyjar og var með námskeið hjá Visku. Það nýjasta eru námskeið í Veisluturninum hjá Sigga Gísla. Þau byrjuðu í haust og er alltaf fullt. Auk þess hef ég verið ráðgjafi fyrir veitingastaði í þessum geira.“ Sigurður segir það útheimta miklu vinnu að reka veitingastað. „Það þýðir ekki að skella sér í jakkafötin og kaupa stóran jeppa. Þetta er púl og eins og með rekstur á öllum fyrirtækjum þá þarftu að vinna. Ég hræðist það ekki, er Eyjamaður og kann það,“ sagði Sigurður sem er bjartsýnn á framtíðina. „Það er ekki hægt annað, miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið á þeim þremur vikum síðan við opnuðum." í Gestgjafanum eru tilgrcind _ níu atriði þar sem segir m.a. I alla staði frábær, sérstaklega ferskur og fallega skorinn, allt ferskt og gott, starfsfólk er sagt mjög hæft og með bros á vör. „Frábær viðbót við sushimenn- inguna hér á landi. Þarna eru fagmenn- og konur á ferð,“ segir í lokorðum úttektarinnar og einkunnin er níu af tíu mögulegum í einkunn. Það eru til nokkrar tegundir af sushi. Hráefnið er m.a. hrís- grjón, þang og hrár fiskur og er það borið fram með soya sósu, wasabi sem er sterk japönsk piparrót og engifer. Framkvæmda- og hafnarráð: Boðar hreins- unarátak Framkvæmda- og hafnarráð sam- þykkti á síðasta fundi sínuni að ráðast í hreinsunarátak á hafnar- svæði og nágrenni fyrir lok apríl. Lóðarhöfum á hafnarsvæði verður sent bréf þar að lútandi ekki seinna en fyrstu vikuna í apríl. Forstöðumanni Vestmanna- eyjahafnar var falið að sjá um framgang málsins. Þá fjallaði ráðið um umferðar- mál á Básaskersbryggju við af- greiðslu Herjólfs. Vísað er til örtraðar sem myndast vegna bílaumferðar milli Herjólfs og Bása í tengslum við komu og brottför Herjólfs. Ráðið sam- þykkti að loka fyrir umferð ökutækja milli afgreiðslu Herj- ólfs og norðurhliðar Bása til reynslu en nú er verið að vinna að tillögum að deiliskipulagi á hafn- arsvæðinu. 5 milljónir í malbik- unarstöð Ragnar Þór Baldvinsson fór yfir stöðu mála varðandi lagfæringar í malbikunarstöð á fundinum. Lagði hann fram tilboð í raf- magnsketil að upphæð 1700 þúsund án virðisauka. Fram kom hjá Ragnari að tilboð Skipalyft- unnar ehf. í viðgerð á þurrkara stendur óbreytt. Ráðið samþykkti að festa kaup á Fulton rafskautakatli EP 72. Einnig fól ráðið Ragnari að halda áfram með endurbætur sem fyrir- hugaðar voru á stöðinni, sem eru lagfæring á þurrktromlu o.fi. Áætlaður heildarkostnaður við nýjan rafskautaketil og þurrkara eru 5 milljónir króna. Friðrik á að stýra Á fundinum gerði Friðrik Björg- vinsson, verkefnisstjóri, fór yfir stöðu endurbóta á upptökuman- nvirkjum Vestmannaeyjahafnar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fundargerð stýrihóps var lögð fram og áætlun um framhald verksins. í fundargerð ráðsins kemur fram að Siglingastofnun hefur samþykkt að taka að sér umsjón með ákveðnum verkþátt- um. I Ijósi umfangs verksins sam- þykkti ráðið að óska eftir því að Friðrik Björgvinsson færist að mestu leyti yfir á verkefnið til ársloka 2010.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.