Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 9 vsv KAFFISAMSÆTI Vinnslustöðvarinnar hf. í tilefni af sumarkomu vilja stjórnendur Vinnslustöðvarinnar bjóða öllu starfsfólki sínu til sjós og lands sem og öllu því fólki sem að nýliðinni vertíð kom,ásamt fjölskyldum til árlegs kaffisamsætis í Akóges 8. maí n.k. kl. 15.00-17.00. Barnalæknir Tryggvi Helgason, barnalæknir, verður með móttöku á Heilbrigðisstofnuninni fimmtudaginn 12. maí. Tímabókanir eru á opnunartíma afgreiðslu, sími 481-1955 Bæklunarlæknir er væntanlegur 26. maí Augnlæknir er væntanlegur 30. maí Tímabókanir verða auglýstar síðar Afleysingastaða móttökuritara á Heilbrigðisstofnuninni Starfsmaður óskast til afleysinga fyrir móttökurritara á Heilbrigðisstofnuninni tímabilið frá 15. júní til 30. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 60% starf, megin- verkefni eru símavarsla og afgreiðsla við móttöku á heilsu- gæslu. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Nánari upplýsingar veitir Guðný Bogadóttir í síma 481- 1955 eða ípóstfang gbhiv@eyjar.is Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum VETRARLOK ÍBV- íþróttafélags Laugardaginn 14. maí verður veturinn gerður upp hjá ÍBV-Íþróttafélagi. Allir þeir sem hafa komið að starfi IBV í vetur eru boðnir velkomnir í Höllina. Húsið opnað kl. 19.30 og hefst borðhald stund- víslega kl. 20.00. Miðar á skemmtunina munu liggja frammi á skrifstofu ÍBV í Týsheimilinu. ÍBV-Íþróttafélag ibvsport.is Halló, halló húsmæður Nú er hver að verða síðastur að fá sæti í okkar frábæru orlofsferð sem farin verður helgina 27.-29. maí nk. Farið verður á Hótel Geysi og gist þar í tvær nætur. Góð afslöppun í frábæru umhverfi í skemmtilegum félagsskap. Þið sem ekki viljið missa af þessu, skráið ykkur fyrir 8. maí nk. Ágústa 891-9606, Erla 661-3837, Lína 897-7524 og Elva 866-6720 Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari' Faxastíg 2a Sími: 481 1612 ISAMVERKI GLERVERKSMIÐJA Hljóðvarnargler Dregur úr hljóðmengun. www.samverk.is samverk@samverk.is Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. ki. 11.00 mán. kl. 20.30 sporafundur mið. kl. 20.30 / fim. kl. 20.30 fös. kl. 21.30 / Opinn 11. spors hugleiðslufundur lau. kl. 20.30 Opinn fundur Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 STIMPIAR ♦rasar gerðir og litir EYJASÝM EYJAPREHT • FRÉTTIR • FJÖLSÝN • #yjifréttlr.l« Strandvegi 47 | s. 481-1300 Málþing um virkni og vellíðan í Vestmannaeyjum 18 mánuðir eru liðnir síðan haldið var málþing í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni; „Byggjum betra samfélag - valdefling í verki. “ Að þinginu stóðu félags- og tryggingamálaráðuneytið, Hlutverkasetur, Rauði Krossinn og Starfsorka, starfsendurhæfmg Vestmannaeyja. Margt gott hefur gerst síðan þá, en ljóst er að betur skal ef duga má. Þann 11. maí kl. 11.00 - 13.00 verður málþing fyrir fagfólk og leiðbeinendur um virkni og virknimiðstöð í Vestmannaeyjum. Þingið verður haldið í Alþýðuhúsinu. Mikilvægi virkni hefur verið mikið í umræðunni undanfama mánuði og því hefur verið hóað saman góðu fólki með þekkingu til að ræða mikilvægi virkni og þátttöku, á heilsu, vellíðan og á sam- félagið í heild sinni. Þátttökugestir munu einnig taka þátt í hópa- vinnu og skoða hvort hægt sé að efla virkni þeirra sem ekki eru í námi eða vinnu eða hafa ekki getu eða tækifæri til að sinna hlutverkum sem hafa þýðingu og gildi fyrir þá. Hvemig væri það best gert, hvemig og hvar nálgumst við þessa einstaklinga? Dagskrá: 11.00 Elín Ebba Ásmundsdóttir, dósent. Háskólinn á Akureyri og skipuleggjandi - Virknimiðstöð, samstarf og hugmyndir 11.30 Guðrún Gísladóttir, verkefnastjóri Skagastaða - Virkniúrrœði, samstarf ýmissa aðila d Vesturlandi. 12.00 Mikilvœgi hreyfingar í virkni 12.20 Auðna Oddsdóttir og Bergþór Grétar Böðvarsson, Hlutverkasetrið - Reynsla notenda 12.40 Umræður og hópavinna 13.15 Fundarslit Þann 11. maí kl. 20.00 - 22.00 verður fræðslu- og kynningarfundur fyrir aðstandendur og verður það haldið í Alþýðuhúsinu. Hlutverkasetur, Velferðarráðuneyti og Starfsorka, Starfsendur- hæfing Vestmannaeyja bjóða aðstandendum einstaklinga með geðraskanir að koma á fræðslu- og kynningarfund. Elín Ebba Ásmundsdóttir kemur og heldur fræðsluerindi og með henni koma notendur og starfsmenn Hlutverkaseturs. Að auki verður fræðslu- erindi um meðvirkni og stuðning við aðstandendur. Þann 12. maí kl. 10:30 - 12:00 verður málþing fyrir atvinnurekendur og starfsmannastjóra og verður það haldið í Alþýðuhúsinu. Hvað gerir þú þegar starfsmaður veikist, slasast, hœttir að mœta í vinnuna eða mœtingin verður stopul? Hægt er að grípa til margvíslegra ráðstafana til að koma til móts við einstakling sem veikist, hvort sem er líkamlega eða andlega. Á undanfömum mánuðum hafa Starfsendurhæfingarsjóður, sjúkra- sjóðir stéttarfélaga og starfsendurhæfingastöðvar þróað með sér samstarf með það að markmiði að stuðla að þvf að starfsmenn geti haldið þeirri virkni á vinnumarkaði sem vinnugeta leyfir. Sérstök áhersla er lögð á það að koma snemma að málum og koma í veg fyrir að vinnusamband einstaklinga rofni vegna veikinda eða slysa. Dagskrá: 09.30 Elín Ebba Ásmundsdóttir, dósent. Háskólinn á Akureyri og skipuleggjandi - Mikilvœgi virkni í atvinnu 10.00 Hanna Bjömsdóttir, ráðgjafi VIRK - Fjarvera og fjarvistastefna 10.20 Guðrún Erlingsdóttir - / vinnu í veikindum 10.40 Fríða Hrönn Halldórsdóttir, AMS fulltrúi - AMS - virkni á vinnumarkaði 11.00 Auðna Oddsdóttir og Bergþór Grétar Böðvarsson, Hlutverkasetrið - Reynsla notenda 11.20 Umræður og hópastörf 12.00 Fundarslit Þann 12. maí frá kl. 13 - 15 verður svo fræðslu- og kynn- ingarfundur fyrir notendur geðþjúnustu í Alþýðuhúsinu. Nú blásum við til sóknar á ný og bjóðum upp á fræðslu- og kynn- ingarfund fyrir þá einstaklinga sem vilja hafa áhrif á þá þjónustu sem er og verður í boði í Vestmannaeyjum. Elín Ebba Ásmundsdóttir kemur og heldur fræðsluerindi og með henni koma notendur og starfsmenn Hlutverkaseturs. Að auki verður rætt um sjálfshjálparhópa, mikilvægi virknimiðstöðvar og atvinnuþátttöku þrátt fyrir veikindi. Húsnœði óskast ísfélagið óskar eftir a.m.k. 4-5 herbergja ibúð eða húsi til leigu frá og með 1. júní nk. í eitt ár eða lengur fyrir hjón með 3 börn. Leiguskipti á parhúsi ó höfuðborgarsvœðinu koma til greina. Vinsamlecjast hafið samband við Helgu hjá Isfélaginu, sími: 488 1105. ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA HF. Sími 4881100 • Pósthólf 380 • 902 Vestmannaeyjum STOFNAÐ 1901

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.