Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 Minning: Eyjamaður vikunnar: Karl Jónsson f.l2.des,1919 - d.l.maí 2011 Næstkomandi laugardag verður til moldar borinn frá Landakirkju, vinur minn og vel- gerðamaður, Karl Jónsson, löngum kenndur við Dali og eða Háagarð hér í bæ. Karl ólst upp á fjölmennu heimili og hóf ungur að árum vinnu, m.a. að færa bæjarbúum nýmjólk kvölds og morgna, er hann bar á sjálfum sér í litlum mjólkurbrúsum. Hann lærði rakara- og hárskeraiðn hér heima, en flutti til Reykjavíkur og starfaði við iðn sína þar allt til hann flutti aftur til Eyja um miðjan sjöunda áratuginn. Hér stofnaði hann herrafataverslunina Alföt og rak hana allt til 1973 við góðan orðstír. 1973 verða vatnaskil hjá honum í starfi eins og svo mörgum öðrum og hann gerist lögregluþjónn og síðar varðstjóri til 1989. En vinnusemin var honum í blóð borin og hann gerðist húsvörður Hamars- skóla, en síðustu starfsárin var hann „dósent“ í móttöku Endurvinnsl- unnar. Kynni okkar Kalla hófust fyrir hálfri öld, er ég ungur nemi við Kennaraskóla Islands leitaði rakara í Reykjavík. Hafandi frétt af Eyja- mönnum sem ráku rakarastofu á Vesturgötunni, þar sem antíkbúðin Fríða frænka er nú til húsa. Hitti ég þar á einn helsta „samkomustað“ Eyjaskeggja þeirra tíma. Stofuna ráku þeir félagar Kalli og Halli (Haraldur Kristjánsson frá Heiðarbrún) og þar starfaði einnig Guðlaugur Kristófersson. Naut ég þar þegar vinaþels og spillti ekki fyrir að hafa átt heima í Baldurs- haga og Halli hafði verið í sveit hjá föðurömmu minni. Þegar Kalli var fluttur til Eyja vann ég oft hjá honum í verslun hans og var þar tíðum glatt á hjalla, þvf margir ráku þar inn nefið í spjall og sprell. Kalli var einn af þessum lífsglöðu samferðamönnum, sem naut sam- vista og gleðskapar ekki hvað síst sér yngri. Tíminn í Suðurey og tómstunda- búskapurinn á Breiðabakka er eftir- minnilegur og þá ekki síður 45 ára samstarf og samgleði meðal góðra félaga í Akóges. Það er ljúft að minnast græsku- lauss gríns og gleðskapar góðs drengs, sem nú er allur. Samúðarkveðjur til Stellu og annarra vina og vandamanna. Minningin lifir. Hermann Einarsson Úr bloggheimum: Gísli Hjartarson um snóker: Flott einvígi Þetta var svakalega flott einvígi um titilinn. Jú, jú, Higgins hafði sigur en Judd Trump klárlega sigurveg- ari mótsins ef svo má að orði komast. Aðeins 21 árs kom hann skemmti- lega á óvart í mótinu, komst í úrslit og var yfir eftir fyrri dag í úrslita- leiknum en missti svo flugið. Trump er einstaklega sóknarþenkj- andi spilari og ótrúlega gaman að sjá hann spila. Hann stóðst ekki Higgins snúning í dag en gerir það kannski síðar. Meira að segja Higgins sagði að það hefði verið gaman að fylgjast með hinum 21 árs gamla Bristol búa, Trump, spila. Hlakka til að sjá til hans í fram- tíðinni. Fylgist nokkuð vel með þessu móti á Eurosport og þama var mikið um augnakonfekt í spila- mennskunni. http://fosterinn. blog. is Hvar eru taktarnir? Eyjamaður vikunnar er Haraldur Geir Hlöðversson. Um helgina verður sannkallað risamót í blaki eins og fjallað er um á íþróttasíðu blaðsins í dag. Blakhefð er eitthvað sem hefur ekki verið í Eyjum síðustu ár en á árum áður áttu Eyjamenn hið þokkaleg- asta blaklið. Meira að segja eignuðust Eyjamenn landsliðsmann í íþróttinni. Sá hefur nú tekið fram skóna á ný og ætlar að keppa fyrir hönd IBV á Oldungamótinu í blaki sem hófst í dag. Haraldur Geir Hlöðversson heitir kappinn og hann er Eyjamaður vikunnar. Nafn: Haraldur Geir Hlöðversson. Fæðingarstaður: Saltabergi Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Hjödda, krakkahrúgan, tveir hundar og kötturinn Túliníus. Draumabíllinn: Vel skóaður alvöru pickup undir pallhýsið, tilbúinn á fjallið. Uppáhaldsmatur: Lundi a la Salto med tilbehör eins og pabbi sagði, verður seint toppað. Versti matur: Man ekki eftir að hafa fengið vondan mat. Uppáhalds vefsíða: Armwrestling.com Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: T.d. Deep Purple, Pink Floyd , Guðmundur Ingólfs, KK, Maggi Eiríks og fl. Aðaláhugamál: Vestmannaeyjar, íþróttir, veiðar, fjallasport. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Það hefði verið gaman að kíkja á Gunnsa á Hlíðaraenda. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Bjamarey er náttúrulega með allan pakkann en þar fyrir utan er Þórsmörkin og nágrenni hennar algjör snilld. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Sóley og afastrákarnir Isak og Bóas eru náttúrulega í uppáhaldi og svo slær hjartað með ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Get varla sagt það en er að æfa indoor rowing og fyrir keppni í sjómann í New York í sumar. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir, dýralífsþættir og vísindi. Af hverju ákvaðstu að fara í blak á sínum tíma: Komst ekki hjá því þegar ég fór í Menntaskólann á Laugarvatni í den tid. Hefur verið gaman að rifja upp gamla takta á æfingum í vetur: Samveran og hreyfingin frábær en gömlu taktamir, „hvar em þeir“? Hvað er það sem gerir blak svona skemmtilegt: Utheimtir ekki svo mikla tæknikunnáttu til þess að hafa gaman af leiknum. Stefnið þið á sigur í ykkar deild um helgina: Að sjálfsögðu er alltaf stefnt á sigur. Ætlið þið að halda áfram næsta vetur: Ég gæti vel trúað því ef maður verður á fótum! Eitthvað að lokum: Mig langar að bjóða alla blakara velkomna til Eyja og um leið færa blakdeild Þróttar bestu þakkir fyrir móts- haldið. Matgazðingur vikunnar: Tekur áskorun Gunnu í Verkó Ég tek áskorun Gunnu vinkonu minnar í Verkó. Ég œtla að gefa uppskriftir að kjúklingarétti og súkkulaði pecanböku sem hafa verið vinsœlar meðal mínsfólks. Kjúklingaréttur 4 kjúklingabringur Kryddlögur: Ca. 1/3 engifer, ferskt, meðalstórt 2 rif hvítlaukur 1 glas Lemon Grass 110 grömm (frá Thai Choice) ekki nota vökvann 1-2 tsk. fljótandi hunang 1 dl sesamolía 1 dl soyasósa Fyrst er engifer og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og tætt. Því næst er Lemon Grass, hunangi, sesamolíu og soyasósu bætt í og hrært saman smá stund og látið liggja í krydd- leginu. Skerið bringumar í 3-4 bita eftir því hversu stórar þær eru og leggið í kryddlöginn. Best er að láta bringumar liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, því lengur því betra. Það er t.d. upplagt að gera þetta kvöldið áður. Kjúklingurinn er léttsteiktur á pönnu og síðan settur í smurt eld- fast mót. Hellið restinni af krydd- leginum á pönnuna og sjóðið í smá stund og hellið yftr bringumar. Gott er að setja álpappír yfir mótið. Bakað í 20 mínútur við 180°C. Skraut: 1 chilli Ferskur koríander eftir smekk. Skorið örsmátt og sett yftr kjúk- Matgæðingur vikunnar er Hildur Oddgeirsdóttir. linginn þegar hann kemur úr ofn- inum. Sósa (Dressing): 3/4 - 1 glas mangó chutney, frá Sharevood 1-1 1/2 ds. sýrður rjómi 1 rif hvítlaukur Örlítið karrý Þessu er hrært saman. Sósan verður miklu betri ef hún er útbúin kvöldið áður. Auk hennar er gott að hafa með réttinum hrísgrjón og snittubrauð. Súkkulaði pecanbaka Botn: 2 dl pecanhnetur 1 dl púðursykur 1/4 tsk. kanill 2 msk. smjör (lint) 4 dl hveiti 2egg Fylling: 60 g suðusúkkulaði 120 g smjör 2 dl sykur 3 egg 60 g síróp 3 dl pecanhnetur (mylja þær aðeins) 1-2 dl súkkulaðirúsínur dökkar Lýsing: Setjið pecanhnetur, púðursykur og kanil í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið smjöri, hveiti og eggjum út í, deigið á að vera svolítið blautt. Þrýstið deiginu í 24 cm smurt eldfast form þannig að deigið nái vel upp á kantana. Pecanhnetum og súkkulaðirúsínum stráð ofan á deigið. Bræðið saman í vatnsbaði súkkulaði, smjör og síróp. Þeytið eggin og sykurinn vel saman og setjið súkkulaðiblönduna saman við. Þessu er hellt yftr hnet- umar og rúsínumar. Bakað við 160°C á blæstri í 30 til 40 mínútur. Berið bökuna fram volga með ís eða þeyttum rjóma. Ég ætla að halda boitanum innan fjölskyldunar og Hafnarfjarðar og skora á son minn Birgi Hrafn og sambýliskonu hans Guðbjörgu Birnu að vera nœstu matgæðinga Frétta. Það er alltaf spennandi og skemmtilegt aðfara í matarboð til þeirra. Eyjamönnum sendi ég bestu kveðjur og vona að karla og kvennaliðum IBV gangi vel áfót- boltavellinum í sumar. Kirkjur bozjarins: Landakirkja Fimmtudagur 5. maí Kl. 10. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla virka daga. Einnig bakvakt í síma 488 1508. Fram til fimmtudags- kvölds 5. maí er sr. Karl V. Matthíasson að leysa af vegna prestastefnu. Kl. 20. Æftng hjá Kór Landakirkju. Laugardagur 7. maí Kl. 14. Útför Karls Jónssonar. Sunnudagur 8. maí Kl. 11. Messa á mæðradegi. Kirkjudagur Oddfellow systra sem lesa úr Ritningunni. Þema: Drottinn er minn hirðir. Altarisganga. Kór Landakirkju. Organisti Guðmundur H. Guðjónsson. Prestur sr. Kristján Bjömsson. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 5. maí Kl. 17:00 Þann fimmta, fimmta klukkan fimm verður loka Krakkafjörið í vetur. Kl. 20:00. Brauðsbrotning, Gestir frá MCI biblíuskólanum. Sunnudagur 8. maí Kl. 13:00 Samkoma með vinum okkar úr MCI biblíuskólanum sem taka þátt í samkomunni. Mánudagur 9. maí Kl. 20:00 Kvennasamvera, sú síðasta í vetur. Verið hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardaginn 7. maí Samkoman hefst kl. 11.00 með Biblíufræðslu fyrir böm og full- orðna. Bama og ungmennastarf í höndum Ericu Do Carmo. Einnig verður biblíufræðsla fyrir fullorðna. Efnið er aðgengilegt öllum á vef kirkjunnar á www.adventistar.is undir fræðsluefni/Biblíulexia. Guðsþjónusta kl. 12.00. Bein útsending frá aðventkirkjunni í Reykjavík. Manfred Lemke prédikar þar. Allir hjartanlega velkomnir. Sími hjá safnaðarpresti er 8662800, netfang thora@adventistar.is.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.