Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 19 I íslandsmót öldunga í blaki í Vestmannaeyjum Von á eitt þúsund keppendum - Held að mótið verði lyftistöng og efli blakáhugann í Eyjum, segir Sigurlaugur Ingólfsson, formaður blakdeildar Þróttar sem heldur mótið í samstarfi við ÍBV-íþróttafélag. Blaksamband íslands hcldur ís- landsmót öldunga í Vestmanna- eyjum um helgina. IBV og blak- deild Þróttar í Reykjavík hafa umsjón með mótinu en það er nú haldið í fyrsta skipti í Vest- mannaeyjum. Um 1000 keppend- ur eru skráðir til leiks og koma örugglega til með að setja svip á bæinn en keppt er í tveimur aldursflokkum á mótinu, 30 til 50 ára og 50 ára og eldri. Sigurlaugur Ingólfsson, formaður Blakdeildar Þróttar, sagði að upphaflega hafi 126 lið verið skráð til keppni á mótið í Eyjum en eitt þeirra hafi hætt við og nú væru 125 lið skráð til leiks. Það eru jafnmörg lið og kepptu á mótinu í fyrra en þá var metfjöldi á mótinu og yfir 1000 keppendur," sagði Sigurlaugur en þegar hann var spurður um ástæðu þess að mótið er haldið í Eyjum nefndi hann þijár meginástæður. „Okkur fannst spennandi að vera með mót á stað þar sem keppendur geta haldið saman auk þess sem íþróttaaðstaða í Eyjum er frábær. Við þurfum a.m.k. tíu blakvelli og þeir eru allir í kringum Iþróttamið- stöðina, í u.þ.b. fimm mínútna göngufæri frá hvor öðrum. Svo viljum við Þróttarar líka benda á eigið aðstöðuleysi með því að vekja athygli á Eyjum og aðstöðunni þar,“ sagði Sigurlaugur og tók fram að : Sigurgeir Jónasson j % Mynd rt'ww.sigurgeir.is U.‘ ' t - * * “ BLAKLIÐ EYJAMANNA 1978. Efri röð frá vinstri: Ólafur Einarsson, Sigmar Þröstur Óskarsson, Jón Haukur Daníelsson, Björgvin Eyjólfsson, Baldvin Kristjánsson, Ingi Tómas Björnsson, Haraldur Geir Hlöðversson. Fremri röð: Helgi Már Reynisson, Guðni Valtýsson, Leifur Georgsson, Þórarinn Þórhallsson. menn legðu mikið á sig til að fá þessi mót enda mjög góð fjáröflum. „Þróttur og ÍBV höfðu samstarf um að sækja um og félögin höfðu sótt þrisvar um þegar við fengum mótið. Um 1000 keppendur verða á mótinu og eflaust makar og fylgdarlið líka þannig að þetta er fjöldi manns. Það má búast við að meirihluti keppenda og mótsgesta komi á miðviku- deginum til Eyja þar sem mótið hefst á fimmtudagsmorgun og það verður keppt frá 09.00 til 19.00 fimmtudag, föstudag og laugardag og mótinu lýkur með lokahófí á laugar- dagskvöld. Kvenkeppendur erufleiri en karlar á mótinu, er einhver skýring á því? „Eg veit ekki hvað skýrir það en liðin koma frá hefðbundnum íþróttafélögum og virinustöðum, Lansinn er t.d. skipað liði frá Landspítalanum o.s.frv. Þetta er blanda af fólki sem æfði á yngri árum og þeim sem byrja seinna. Það eru til dæmis tólf deildir kvenna en karladeildimar eru átta og skipt eftir styrkleika og meiri keppni í efri deildum en í þeim neðri þar sem reynsluminni keppendur eru. Eg held að mótið verði lyftistöng og efli áhuga fyrir blaki í Eyjum og það er ekki verra. Vestmannaeyingar áttu mjög gott blaklið upp úr 1980 og nokkrir þeirra, þar á meðal Haraldur Geir Hlöðversson, spilaði með landsliðinu. Arið 1982 drógu þeir sig út úr deildarkeppninni vegna ferða- kostnaðar en spiluðu úrslitaleik við Þrótt í bikamum. Fjórir af þeim leik- mönnum ætla að keppa núna og mér skilst að þeir hafi varla snert blak- bolta síðan, en þeir ætla að rifja upp gamla takta um helgina," sagði Sigurlaugur og á auðvitað von á skemmtilegu og líflegu móti um helgina. I Pepsídeild karla: ÍBV - Fram 1:0 Dramatískt sigurmark Markaskorarinn Tryggvi Guðmundsson hefur engu gleymt, með sigurmark í upp- bótartíma - ÍBV spilar þrjá leiki á tíu dögum í upphafi íslandsmótsins Það er óhætt að segja að Eyjamenn hafi farið vel af stað í Islandsmótinu í knattspyrnu sem hófst með leik ÍBV og Fram á Hásteinsvellinum. Þetta var þriðja árið í röð sem þessi lið mætast í fyrstu umferðinni. Til þessa höfðu liðin spilað á Laugardalsvelli og höfðu Fram- arar í bæði skiptin haft betur, 2:0. En nú var komið að sigri hjá IBV en langsóttur var hann. Loka- tölur urðu 1:0 og skoraði Tryggvi Guðmundsson sigurmarkið þegar uppbótartíminn var við það að renna út. Eyjamenn léku ágætlega í leiknum, sérstaklega í síðari hálfleik. Sterkur vindurinn hafði þó allt of mikil áhrif á leikinn til að hægt sé að dæma getu liðanna. En það þarf að sýna baráttu og kraft til að vinna svona vorleiki og þar var ekki komið að tómum kofanum hjá Eyjamönnum. Fremstur í flokki fór aldurs- forsetinn, Tryggvi Guðmundsson sem enn á ný sýndi að markanefið er í góðu lagi þegar hann þefaði uppi nánast vonlaust markfæri í blálokin og skilaði boltanum auðvitað á sinn stað í markið. Næsti leikur verður ekki síður erfiður en á laugardaginn klukkan 16:00 taka Eyjamenn á móti Fylki. Fylkismenn fóru illa að ráði sínu í fyrstu umferðinni gegn Grind- víkingum þegar þeir töpuðu 2:3 eftir að hafa komist í 2:0. Grindvíkingar skoruðu einmitt sigurmarkið í upp- bótartíma og því má búast við Arbæingum sem grenjandi ljónum á laugardaginn. Eftir það er svo útileikur gegn Val næstkomandi miðvikudag þannig að ekki gefst GLEÐII LEIKSLOK. Heimir Hallgrímsson, þjálfari IBV og daninn geðugi Rasmus Christiansen brostu út að eyrum eftir sigurinn gegn Fram. mikill tími á milli leikja til að jafna sig. Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Amór Eyvar Ólafsson, Eiður Aron Sigur- björnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Ian Jeffs, Tonny Mawejje, Andri Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guð- mundsson og Denis Sytnik. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson (kom inn á fyrir Jeffs á 83.), Jordan Connerton (kom inn á fyrir Sytnik á 69.), Kelvin Mellor (kom inn á fyrir Amór á 80.) Mark ÍBV: Tryggvi Guðmundsson á 93. mínútu. Pepsídeild karla Eyjastúlkur unnu B-deildina Kvennalið ÍBV vann B-deiId lengjubikarnsins nokkuð sann- færandi en liðið lék síðasta leikinn um síðustu helgi. Þá spiluðu stelpurnar gegn Þrótti á gervigrasinu í Laugardal en fyrir leikinn hafði IBV unnið alla fjóra leiki sína í keppninni. Lokatölur gegn Þrótti urðu hins vegar 2:2. IBV endaði í efsta sæti deildar- innar með 13 stig en Þróttur varð í öðru sæti með 8. KFS áfram í bikarkeppninni KFS lék opnunarleik knatt- spyrnutímabilsins þegar þeir sóttu Alftanes heim í Valitor bikarkeppninni. Þetta var fyrsti leikur í deild og bikar en Eyjamenn fögnuðu að sjálfsögðu sigri, 0:2 og eru komnir áfram í 2. umferð. Þar taka þeir á móti Árborg á Helgafellsvelli en leikurinn er á sunnudaginn klukkan 14:00. Framundan Laugardagur 7. maí Kl. 16:00 IBV-Fylkir Kl. 13:00 FH-IBV 3. flokkur kvenna Keflavík 1 1 0 0 4-2 3 Pepsídeiid karla. Kl. 13:00 Grindavík-IBV Víkingur 1 1 0 0 2-0 3 Kl. 11:00 ÍA2-ÍBV2 4. flokkur kvenna. Grindavík 1 1 0 0 3-2 3 5. flokkur karla, A- og B-lið. Kl. 14:00 Haukar-ÍBV KR 1 1 0 0 3-2 3 Kl. 14:00 Afturelding-ÍBV2 5. flokkur karla, ABCD. ÍBV 1 1 0 0 1-0 3 3. flokkur kvenna, A-lið. Kl. 9:00 ÍA2-ÍBV Valur 1 1 0 0 1-0 3 Kl. 14:00 Víðir-ÍBV 5. flokkur kvenna, C-lið Breiðablik 1 0 0 1 2-3 0 5. flokkur kvenna A-lið. Kl. 9:00 Álftanes-ÍBV Fylkir 1 0 0 1 2-3 0 Kl. 16:00 Breiðablik-ÍBV 5. flokkur kvenna, AB. FH 1 0 0 1 0-1 0 3. flokkur karla, A- og B-lið. Miðvikudagur 11. maí Fram 1 0 0 1 0-1 0 Sunnudagur 8. maí Kl. 20:00 Valur-ÍBV Stjaman 1 0 0 1 2-4 0 Kl. 14:00 KFS-Árborg Pepsídeild karla. Þór 1 0 0 1 0-2 0 Valitor-bikarkeppni karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.