Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 5. maí2011 15 Sigurjón Aðalsteinsson skrifar Jóhönnu forsætisráðherra um sjávarútvegsmál: Ovinir, sem hægt er að sam- eina þjóðina gegn, tryggja líf ríkisstj ór narinnar s -Tel að það sé að gerast með árásum á útgerðarmenn - Eg hélt að þessi stjórn- unarstíll væri liðin tíð - Því miður hefur sú ekki orðið raunin M Qrcin Sigurjón Aðalsteinsson, nemi Sæl Jóhanna! Sigurjón Aðalsteinsson, heiti ég, Vestmannaeyingur sem hef starfað við sjávarútveg nánast alla mína starfsævi. Ég hef m.a. verið á sjó, unnið í afurðalánadeild í banka, á skrifstofu hjá útgerð, á fiskmarkaði erlendis og 13 ár á höfuðborgar- svæðinu, hjá Fiskistofu en sl. ár hef ég verið í námi. Vil fá þig í heimsókn I þessu bréfi langar mig að byija á því að skora á þig sem leiðtoga þjóðarinnar að reyna að þiggja eða rétta út sáttarhönd í málefnum sjáv- arútvegsins og óska eftir því í leið- inni að þú heimsækir okkur í Vest- mannaeyjum til að útskýra þín sjón- armið í sjávarútvegsmálum og hlusta á aðra. Og það án þess að steyta hnefann framan í okkur úr að mér finnst öruggri fjarlægð. Einnig mun ég beina að þér nokkrum spumingum um strand- veiðar, og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og hafa átt að bæta hag almennings, og fjölga ný- liðum í greininni, s.s. skötusels- frumvarpið, makrílinn o.fl. Fari svo að þú treystir þér ekki til að svara beiðninni um að heimsækja okkur Eyjamenn, eða ákveður að hundsa að svara, þá kalla ég eftir viðbrögðum frá forsvarsmönnum Samfylkingarinnar í Vestmanna- eyjum, þ.e. að þeir annaðhvort hlut- ist til um komu þína eða þá svari fyrir þína hönd. Þögn landsbyggðarfélaganna, bæði Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, er reyndar æpandi þegar kemur að því að verja okkur Eyja- menn fyrir endalausum áróðri rikis- stjómarinnar og sérstaklega þínum. Munu hafa slæm áhrif á sjávarbyggðir Mér verður tíðrætt um slæm áhrif á Vestmannaeyjar í þessu opna bréfi, en aðgerðir ríkisstjómarinnar í sjáv- arútvegsmálum munu ekki síður hafa slæm áhrif á aðrar sterkar sjáv- arbyggðir eins og Grindavík, Akur- eyri og fleiri. Ég, ásamt mörgum Eyjamönnum, fagnaði því í haust þegar ríkis- stjómin ásamt aðildarfélögum náði samkomulagi um að fara svokallaða samningaleið í sjávarútvegsmálum. Eftir að samkomulag hafði náðst hjá svo breiðum hópi um að fara samningaleiðina er það með öllu óskiljanlegt að fámennur hópur skuli setjast bak við luktar dyr og breyta þeim tillögum sem þar komu fram, eitthvað sem setur sjávarútveg í algjöra óvissu. Samstaða Eyjamanna í því að reyna ná sátt og reyna að koma í veg fyrir harðvítugar árásir á atvinnulíf- ið í bænum, kom einnig berlega í ljós þegar fyrst var kynnt fymingar- leið. Þá var haldinn opinn fundur í Vestmannaeyjum og á hann mættu rúmlega 450 manns sem einróma mótmæltu fyrningarleiðinni. Ef sama hlutfall höfuðborgarbúa hefði mætt til að mótmæla hefði þurft rúmlega 20 þúsund manns, sem lík- lega hefði verið talið nægjanlegt til að endurspegla vilja þjóðarinnar. Að ég best veit þá treysti sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjamason, sér ekki til að mæta á þennan fund. Stríðsyfirlýsingar ríkis- stjórnar I orðræðunni hjá ríkisstjóminni, um stríðsyfirlýsingar útgerðarmanna gegn launþegum landsins, gleymist alltaf að tala um fólkið í sjávar- byggðunum sem þráir ekkert heitara en að fá að starfa í friði og vinna sína vinnu heiðarlega eins og það hefur gert alla tíð. I þessum hóp em skipstjómar- menn, landverkafólk, synir og dætur og vinir og ættingjar útgerðar- manna, en þennan hóp leggið þið í einelti, þegar orðaflaumurinn er sem mestur. Slíkur málflutningur er langt í frá í kristilegum anda og þá um leið alls ekki á þeim nótum sem vænlegast er til að sameina fólk og fá það til að flykkjast að baki ríkisstjómarinnar til að glíma við kreppuna. Að meirihluta þjóðarinnar sé í nöp við útgerðarmenn, skýrist fyrst og fremst af röngum og afvegaleiðandi málflutningi sem ríkisstjómin gripur til þegar öll sund önnur em lokuð. A meðan til em einhverjir óvinir sem hægt er að sameina þjóðina gegn þá er líf ríkisstjórnarinnar tryggt. Það tel ég að sé að gerast með árásum á útgerðarmenn. Ég hélt að þessi stjómunarstíll væri liðin tíð, en því miður hefur sú ekki orðið raunin. Alið á hatri gegn útgerðar- mönnum Varðandi þetta, þá langar mig að spyrja þig einnar spumingar, en það er hvað þú teljir hátt hlutfall út- gerðarmanna óheiðarlegt fólk. Einnig langar mig að vita hvað margir útgerðarmenn em til skoðun- ar hjá sérstökum saksóknara, vegna þeirra þátttöku í misferli í að- draganda hmnsins. Það sem ég held að ríkisstjóm þín, Jóhanna, átti sig ekki á, er að með því að ala á hatri í garð útgerðar- innar emð þið í leiðinni að reka fleyg á milli höfuðborgarbúa og landsbyggðarfólks, en slíkt ættuð þið að hafa getað lesið út úr síðustu Icesave kosningu. Eftir að ríkisstjómin hefur brotið lög, sett sig upp á móti sjálfsögðum lýðræðislegum rétti fólks til að fá að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu o.fl. þá efast maður reyndar um hæfi hennar til að lesa leikinn rétt. í hatursáróðri ykkar í ríkisstjóm- inni virðist gleymast að nefna að nokkur hundruð einstaklingsút- gerðir í smábátakerfinu standa höll- um fæti, en hjá þeim eins og stórút- gerðinni hafa lánin hækkað um 100% eða svo. Utgerðarmenn í smábátakerfinu ættu því samkvæmt öllu að vera á svarta listanum og fá sinn skerf af hatursáróðri ríkis- stjómarinnar. Sumir fóru glannalega Ég er langt í frá að réttlæta gjörðir sumra útgerða sem fóm glannalega í aðdraganda hmnsins en það þýðir ekki að hægt sé að gefa skotleyfi á einn hóp fólks, sem hefur í lang- flestum tilvikum stritað alla sína ævi, sjávarbyggðum sínum til heilla og þá um leið þjóðinni allri. Þó svo ég, foreldrar mínir og bróðir eigum engan kvóta þá tökum við því mjög illa þegar verið er að rægja útgerðina og það á við meginþorra minna vina og ættingja. Ég trúi því að það sama eigi við í öðmm sterkum sjávarbyggðum, þ.e. á þeim stöðum sem þið forvígis- menn ríkisstjómarinnar hafið forð- ast að heimsækja vegna þeirra fyrirætlana sem þið hafið í hyggju að koma í framkvæmd á kostnað þeirra. Að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótann finnst mér umræða á villigötum. Hvað eigum við að kjósa um? Þó svo samanburðurinn sé ekki fallegur þá finnst mér þetta álíka og ætla að bjóða upp á þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort krabbameins- sjúklingar eigi að fá lyfja- eða geislameðferð. Verið sjálfum ykkur sam- kvæm Síðan verðið þið náttúrulega að vera samkvæm sjálfum ykkur um at- kvæðagreiðslur. Það þýðir ekki að stökkva fram og bjóða upp á at- kvæðagreiðslu á meðal þjóðarinnar í einu málefni meðan þið hamist gegn því í öðrum málefnum. Sjávarútvegur er líflína Eyjamanna og er því ekki skrýtið að þeir séu áhyggjufullir um að skrýtnar og illa ígrundaðar breytingatillögur verði að veruleika eins og að taka frá 10 til 15% aflans í potta til að bjarga öðrum. Ég spyr mig, hvemig verður það framkvæmt? Auðvitað með því að taka það frá einum og rétta það öðrum sem bitnar á þeim sem standa styrkum fótum í dag. Einhvers konar Hróa hattar aðferð. Ef sú er raunin er viðbúið að Vest- mannaeyjar verði fyrir mikilli skerðingu, þú leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál. Reyndar er stór munur á aðferð Hróa hattar til að rétta kjör almenn- ings og ykkar í ríkisstjórninni. Ykkar aðferð býður upp á glundroða og ójafnræði. Hefur ekkert með bættan hag almennings að gera, en það útskýri ég með eftirfarandi dæmum: Skötuselsfrumvarpið. Þeir sem höfðu áunnið sér aflareynslu og keypt heimildir, misstu hluta af þeim í uppboð sem gaf útgerðar- mönnum sem höfðu selt frá sér og útgerðum sem hafa farið illa að ráði sínu tækifæri til að komast inn aftur. Strandveiðikerfið. Það átti að fjölga nýliðum, eitthvað sem mis- tókst hrapallega. Varðandi strand- veiðikerfið mun ég beina nokkrum spurningum til þín hér á eftir, spumingum sem enginn úr stjómar- liðinu hefur náð að svara. Frjálsar veiðar á rækju. Utgerðar- fyrirtæki sem hafði fengið lán; takið eftir, hjá Byggðastofnun, fyrir kvót- anum, var svipt þeim rétti með einu pennastriki. Eitthvað sem gefur öðrum útgerðum tækifæri til að sækja í þær veiðar. Auðvitað mun þetta hafa í för með sér gjaldþrot hjá handhafa kvótans með tilheyrandi hörmungum, ekki bara fyrir bæjar- félagið heldur okkur þjóðina, ef ég les leikinn rétt. Breytingar á makrflveiðum. Upp- sjávarskipin, sem höfðu með æmum tilkostnaði skapað veiðireynslu á makríl, voru með aðstoð ríkis- stjómarinnar svipt þeim rétti að hluta, þegar frystitogurum var af- hent á silfurfati veiðiréttur, m.a. Guðmundi Kristjánssyni, Rifi, sem af mörgum í ríkisstjóminni er talinn tákngervingur hins illa útgerðar- manns. Þessar breytingar höfðu í för með sér tilflutning frá Vestmannaeyjum að andvirði um 1200 milljóna. I þessari breytingu felst reyndar hámark hræsninnar. Fyrir nokkrum vikum svaraði stjórnarþingmaður mér því í tölvupósti, hvers vegna veríð væri að þrengja framsalsrétt til dæmis. Svarið var orðrétt: „til að koma í veg fyrir að útgerðarmenn eins og hinn vinalausi (líklega átt við Guðmund Kristjánsson) komist yfir sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum og flytji þaðan óheft aflamark. Breytingar þjóna ekki þjóð- arhagsmunum Að ofantöldu get ég ekki með nokkm móti séð að breytingar sem „í þessu bréfi langar mig að byrja á því að skora á þig sem leiðtoga þjóðarinnar að reyna að þiggja eða rétta út sáttarhönd í málefnum sjávarútvegsins“ farið hefur verið í þjóni þjóðar- hagsmunum á nokkum hátt og tel ég það hámark ósvffninnar að reyna að telja almenningi trú um annað. í öllum tilvikum, hvað varðar ofan- greindar breytingar, hefur tilfærslan verið úr einum vasa í þann næsta, innan greinarinnar, frá útgerðum til útgerða. Ef þú hefur aðra sögu að segja um þessar breytingar þá þætti mér vænt um að fá staðfestar tölur um hvað þær hafa gert mikið til að auka nýliðun í greininni og hversu miklu þær hafa skilað sér til almennings. Mátti litlu muna Það munaði litlu að björgunar- aðgerðir sem átti að fara í á Flateyri fyrir skemmstu fæm illa þegar tveir útgerðarmenn, sem hafa frekar vont orðspor og hafa brotið lög um fiskveiðistjórn, ætluðu að leggja fram kvóta með því skilyrði að þeir fengju byggðarkvóta í staðinn. Slíkar uppákomur eiga eftir að verða tíðar, gangi það eftir að ríkið úthluti út og suður eftir geðþótta og eftir því hversu slæm staðan sé í sjávarbyggðum á hverjum tíma. Ef þú kemur til Eyja færðu eflaust á þig margar spumingar en hér em nokkrar sem enginn úr stjórnar- liðinu hefur treyst sér til að svara, heldur bent á skýrslur og hafið bláa hafið. Þessar spumingar snúast um strandveiðikerfið, sem átti svo mikið að fjölga nýliðum. 1. Hver hefur nýliðunin verið í strandveiðikerfinu? Eftir því sem ég kemst næst, með því að viða að mér opinbemm upp- lýsingum, mjög lítil. 2. Hver hafa gæðin á fiskinum verið? Samkvæmt upplýsingum frá fisk- mörkuðum mun verri en ef landað er af kvótabát. 3. Hvert fór allur fiskurinn sem átti að halda uppi vinnslu á þeim stöðum sem honum var landað á? Ég veit ekkki betur en stór hluti aflans hafi farið á markað og verið seldur þaðan út og suður. 4. Hver er afkoma útgerðarmanna sem stundað hafa strandveiðar? í viðræðum mínum við marga út- gerðarmenn í strandveiðikerfinu, afar bágborin. 5. Hafa ekki fyrrverandi útgerðar- menn, sem hafa selt frá sér kvóta, komið inn í þetta nýja kerfi? 6. Til að drýgja þann afla sem má koma með að landi á hverjum degi, hefur verðminnsta aflanum verið kastað fyrir borð, er eitthvað hæft í því? 7. Sagt er að brask sé byrjað í þessu nýja kerfi, að fyrrverandi útgerðar- menn leigi báta sína okurverði? Þetta læt ég nægja í bili og bíð eftir svari. Bestu kveðjur, Sigurjón Aðalsteinsson, nemi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.