Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.05.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 5. maí 2011 Fræðslu og menningarráð: Kennslustofa verður þjónustuhús Fræðslu- og menningarráð gerir ekki athugasemdir við samþykkt bæjarráðs vegna flutnings á annarri af tveimur lausum skóla- stofum við Barnaskólann. í fund- argerð segir að það muni ekki hafa stórfelld áhrif á skólastarf GRV. Bæjarráð hafði áður fallist á álit tæknideildar Vestmannaeyja- bæjar um að þjónustuhús í Herjólfsdal (gamli golfskálinn) væri ónýtt og ekki verjandi að leggja fé til endurbóta. Lagt var til að húsið yrði rifið og jafnframt bent á þann möguleika að flytja lausar kennslustofur sem í dag eru við Bamaskólann og nýta í Herjólfsdal. Úthlutun kennslu- stunda til skólastarfs Fjöldi nemenda við Grannskóla Vestmannaeyja skólaárið 2011- 2012 er 581 sem er nánast sami fjöldi og á núverandi skólaári. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði fram tillögu að úthlutun kennslustunda fyrir skólaárið á síðasta fundi fræðslu- og menningarráðs. Lagt var til að heildarfjöldi kennslustunda yrði 1241 stund sem er sami kennslu- stundafjöldi og á núverandi skóla- ári að frádregnum 20 kennslu- stundum sem var úthlutað tíma- bundið í ár vegna gæðastarfs í skóla. Til viðbótar er úthlutun til bókasafnsstarfa samtals 52,3 dagvinnustundir á viku og 26 yfirvinnustundir vegna gæslu í frímínútum og hádegishléi. Til- lagan hafði verið lögð fyrir skólastjóra GRV sem er sam- þykkur henni. Fræðslu- og menn- ingarráð samþykkti ofangreinda tillögu. Sextán börn á biðlista Sextán böm, sem verða orðin 18 mánaða og eldri fyrir 1. septem- ber 2011, eru á biðlista eftir leik- skólaplássi. Þetta kom fram á síðasta fundi fræðslu- og menn- ingarráðs en á þessu ári hefur 42 börnum verið úthlutað leik- skólaplássi. I fundargerð segir að stefnt sé að því að skoða næstu úthlutun í maí/júní en ráðið telur mikilvægt að finna öllum börnum, sem ná 18 mánaða aldurs- mörkunum fyrir 1. september nk., pláss á leikskóla. Framkvæmda- stjóra og fræðslufulltrúa, ásamt leikskólastjórum, var falið að taka saman hugsanlegar leiðir í þeim efnum. Fjölga þarf dagforeldrum Fjölga þarf dagforeldrum þar sem fjórir af sjö starfandi dagforeldr- um munu hætta störfum. I fund- argerð fræðslu- og menningarráðs kemur fram að nú era sjö dag- foreldrar starfandi með samanlagt 31 bam en þegar þessir fjórir hætta störfum standa eftir pláss fyrir einungis 15 börn. Ráðið telur mikilvægt að íjölga dagforeldram til að mæta þeirri þörf sem skapast og hefur þegar verið auglýst eftir dagforeldram. Tómas Þór sem fæddist heilum 14 vikum fyrir tímann en braggast vel: Eyjapeyinn í sinni fyrstu heimsókn til Vestmannaeyja Tómas Þór, sonur Þórdísar Þórðardóttur og Harðar Más Þorvaldssonar vó aðeins rétt rúmar þrjár merkur við fæðingu en hann fæddist 14 vikum fyrir tímann, þann 7. september 2010. Tómas Þór býr ásamt foreldrum sínum og systrum, Auði Kristu og Andreu Hrönn, í Þýskalandi en fjölskyldan var nýlega í heimsókn á Islandi. Tómas Þór, sem var í sinni fyrstu Islandsferð, kom auðvitað til Eyja enda búa afi og amma á staðnum. Litli strákurinn er nú allur að bragg- ast en fyrstu mánuðirnir voru honum erfiðir þar sem hann þurfti að dvelja á sjúkrahúsi og gangast undir stórar læknisaðgerðir. Þórdís var í viðtali við Fréttir þann 17. febrúar sl. en þá var Tómas Þór á leið í aðgerð og því forvitnilegt að vita hvemig gengið hefur síðan. „Það hefur ekkert komið upp eftir síðustu aðgerðina sem fór fram 23. febrúar en þá var hann búinn að vera rúma viku á sjúkrahúsi. Hann fékk sýkingu í þarma og þeir gengu út og hann þurfti þar af leiðandi að fara á sýklalyf áður en aðgerðin gat farið MYNDARLEGUR EYJAPEYI. Þórdís og Tómas Þór saman í Eyjum á dögunum. fram. Hann var í fimm vikur á spít- ala en eftir það hefur þetta komið hægt og rólega og gengur alveg þokkalega. Tómas Þór er farinn að borða mat, það hefur orðið alveg eðlileg þyngdaraukning og hann hefur bætt á sig tveimur kílóum eftir að aðgerðin var gerð og er nú orðinn 4,8 kíló. Þannig að þetta lítur allt vel út,“ sagði Þórdís enda er Tómas Þór athugull, fylgist vel með og brosir sínu breiðasta. Var ekki gott að komast heim? „Jú það var alveg frábært og gott að komast aðeins til Eyja. Fjölskyldan var í fríi í tvær vikur, veðrið var ekki upp á það besta og brjáluð snjókoma þegar við fórum til baka til Þýskalands á sunnudag. Andrea Hrönn var heldur óheppin og datt á skíðum fyrir norðan og er í gifsi og lætur mömmu sína hafa svolítið fyrir sér. En hér er blíðuveður og við bara bjartsýn á framhaldið,“sagði Þórdís þegar Fréttir náðu tali af henni þar sem hún sinnti búi og bömum í Þýskalandi. Innanfélagsmót SJOVE á laugardaginn: Vel heppnað mót í ágætu veðri Sjóve var með innanfélagsmót á laugardag og mótið tókst vel í ágætis veðri. Aflahæsti bátur mótsins var Mardís VE með 328.80 kfló og meðalafli á stöng 109,6 kfló. Sigurður Einar Gíslason var aflahæsti karl með 124,45 kfló og aflahæsta kona var Sonja Andrés- dóttir með 41,70 kíló. Einar Birgir Einarsson veiddi flesta fiska en þeir vora 66 og Sigurður Einar Gíslason var með flestar tegundir eða 6. Sigtryggur Þrastarson veiddi stærsta fiskinn sem var þorskur og vó 13,9 kíló. Ríkharður Jón Stefánsson var með stærstu ýsuna, 2,05 kfló, Hallur Einarsson stærsta ufsann 2,0 kfló og Ævar Þórisson var með stærsta karfann, 1,55 kíló og stærstu lönguna 3,65 kíló. Sigurður Einar Gíslason var með stærsta steinbítinn 1,15 kfló, Einar Birgir Einarsson stærstu keiluna 5.05 kíló, Sonja Andrésdóttir stærstu lýsuna 0,60 kfló og Ríkarður Jón Stefánsson með var með stærsta Jóhann og Sigtryggur skoða KÁTIR VORU KARLAR. Pétur Eyjólfsson, Ríkharður Stefánsson og aflann. Ævar Þórisson kátir eftir daginn. Gáfu Sjúkra- húsinu málverk Ættingar, börn og barnabörn Láru Kristínar og Björns Finnbogasonar frá Kirkjulandi gáfu Sjókrahósinu á dögunum málverk eftir Engilbert Gíslason. Gjöfin er gefin til minningar um Láru og Björn. Á myndinni eru þau Alda Jóhanna Jóhannsdóttir og Jóhann Ingi Óskarsson ásamt Gunnari Kr. Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Sjókrahóssins, sem veitti gjöfinni viðtöku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.