Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Qupperneq 7

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Qupperneq 7
Fréttir / Fimmtudagur 21. júlí 2011 7 Gréta Grétarsdóttir, formaður Félags kaupsýslumanna, skrifar um Löngulág: Bæjaryfirvöld líti á aðra kosti -Stuðli að frekari uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu Skipulagsmál við Löngulág eru lfk- lega eitt stærsta og mikilvægasta verkefni bæjaryfirvalda síðustu misseri. Einfaldlega vegna þess að svæðið sem um ræðir er gríðarlega stórt og mun skipta miklu máli um framtíðaruppbyggingu í Vest- mannaeyjum hvað verður byggt á svæðinu, ef eitthvað. Næstu áratugir eru undir í þeim efnum. Grein Gunnlaugs Grettissonar for- manns umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu Fréttum varpar ljósi á afstöðu hans og meirihluta ráðsins í þessum efnum. Þar skal byggt versl- unarhúsnæði, eina spurningin er hversu stórt það á að vera. Hann setur fram þrjá kosti, að ekkert verði byggt, takmörkuð bygging versl- unarhúsnæðis eða leyfa byggingu fyrir umsóknunum sem komnar eru. Fjórar tillögur hafa verið ræddar og allar snúa þær að sama hlutnum. Verslunarhúsnæði á svæðinu. Hvers vegna er ekki meira undir? Hvers vegna er bæjarbúum ekki gert kleift að velja á milli verslunarsvæðis, íbúðasvæðis eða útivistarsvæðis? Eina sem bæjarbúar fá að tjá sig um er hversu stórt verslunarhúsnæðið á að vera. Er það allt lýðræðið sem Gunnlaugur vill standa fyrir? Til að átta sig á því hvað er undir í þessum efnum er gott að átta sig á umfangi verslunar í Vestmannaeyj- um í dag. Alls eru rúmlega 6.800 fermetrar undir verslunar og þjón- usturými í Eyjum. Umsóknirnar sem Gunnlaugur minnist á í grein sinni nema byggingu á 5500 fer- metrum til viðbótar. Það er því rétt að staldra við og spyrja sig að því hvort slíkt ferlíki er nauðsynlegt miðað við íbúafjölda og hvort slfkt eigi að vera forgangsatriði á verð- mætasta byggingasvæði bæjarins í dag. Eins er rétt að benda Gunnlaugi á að meðlimir í Félagi kaupsýslu- manna í Vestmannaeyjum eru í sam- keppni á hverjum degi og óttast ekki slíkt. Eins og kemur fram í athuga- semdum félagsins, sem Gunnlaugur hefur undir höndum, er óttast um afdrif miðbæjarins sem bæjaryfir- völd hafa á undanfömum ámm lagt umtalsverða fjármuni í. Búið er að blása lífi í miðbæinn með sam- eiginlegu átaki einkaaðila og bæjaryfirvalda. Miðbærinn okkar er farinn að standa undir nafni. Félagið hvetur bæjaryfirvöld til að líta á aðra kosti en þennan með slíka byggingu í huga og stuðla að frekari uppbyggingu á miðbæjarsvæðinu. Ekki gera sömu skipulagsmistök og mörg önnur sveitarfélög hafa gert með byggingu stórra verslun- armiðstöðva í úthverfum bæjarins. Vítin em til að varast þau. Við vonumst eftir málefnalegri umræðu um þessi mál og að sem flestir taki þátt í þeirri umræðu. Gréta Grétarsdóttir Formaður Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum ■ n'‘laíLhinr | * j .“fw'*8**'*a- LANGALÁG þar sem malarvöllurinn er. -Ekki gera sömu skipulagsmistök og mörg önnur sveitarfélög hafa gert með byggingu stórra verslunarmiðstöðva í úthverfum bæjarins. Vítin eru til að varast þau, segir Gréta, formaður Kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum. Starfsfólk Volcano kann að skemmta sér Á sunnudagskvöldið var slegið upp starfsmannagleði á Volcano Café sem lialdin var út um víðan völl á Heimaey. Fyrst var haldið að Lyngfelli þar sem Ása og Palli voru tilbúin með hesta fyrir þá sem vildu fara í útreiðartúr. Auk þess buðu eigendur Volcano, Gummi og Vala upp á heilsudrykki. Þaðan var haldið upp á Helgafellsvöll þar sem farið var í leiki og áfram voru heilsu- drykkir í boði. Þar sýndu sumir ótrúlega takta og færni. Þegar fólk hafði reynt með sér á Helgafellsvelli var haldið niður á Volcano þar sem beið veisluborð og enn meira af heilsudrykkjum. Líka var farið í leiki og þrautir og á eftir var stiginn dans. Lella fékk við það tækifæri mynd af frægum manni sem er í miklu uppáhaldi hjá henni og ætlar að gista hjá henni á þjóðhátíð. Það var komið fram á mánudags- morgun áður cn gleðinni lauk en eitt- hvað var úthaldið misjafnt eins og gengur. NÝKOMNAR úr útreiðartúr með bros út að eyrum. Iris Eir, Lísbet Kjartans og Þóra Fríða. KNÁIR KNAPAR Henný, Þóra og Anton sýndu snilldartakta á FLOTTIR Biggi, Örvar og Darri með hollustudrykki. . . ,§m w*~ DANSAÐ fram á rauðanótt Þegar leið á kvöldið var dansinn stiginn af miklum móð. PLANKAÐ Vala og Gummi tóku plankið alvarlega.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.