Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 15

Fréttir - Eyjafréttir - 21.07.2011, Page 15
préttir / Fimmtudagur 21. júií 2011 15 Iþróttir Knattspyrna: 2. flokkur í undanúrslit Annar flokkur karla er kominn í undanúrslit í Valitorbikar- keppninni. Strákamir unnu HK í hörkuleik í Kópavogi á mánu- daginn en lokatölur urðu 1:2 fyrir IBV. Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV yfír á 71. mínútu en HK jafnaði úr vítaspyrnu aðeins fjórum mínútum síðar. En hlut- irnir gerðust hratt því fjórum mínútum síðar kom Bjarki Axelsson ÍB V aftur yfir og þar við sat. Þess má til gamans geta að Bjarki hefur spilað með KFR en KFR. KFS og ÍBV tefla saman sameiginlegu liði í 2. flokki. Afraksturinn er góður því flokkurinn hefur ekki náð betri árangri í mörg herrans ár og liðið er komið í undanúrslit í bikamum eins og áður sagði en er auk þess í efsta sæti B-riðils fslandsmótsins. Knattspyrna Jón Óli valinn bestur Jón Olafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í síðustu viku valinn besti þjálfari fyrri umferðar Pepsídeildar kvenna. Það vom sérfræðingar á vegum KSÍ sem völdu hann bestan en þeir völdu einnig lið fyrri umferðarinnar og þar vom þær Elísa Viðarsdóttir og Bima Berg Haraldsdóttir. Jón Olafur var einnig valinn besti þjálfari fyrri umferðarinnar á vefnum Fótbolti.net og skal engan undra enda hafa nýliðar ÍBV komið mest á óvart í íslands- mótinu. FC Krabbi: Spila heimaleikina á Eyrarbakka Nýjasta íþróttafélag Vestmanna- eyja, FC Krabbi, sem leikur í sunnlensku deildinni í knattspymu, fær ekki að leika heimaleiki sína í Vestmannaeyjum. Félagið fær ekki afnot af einum af fjómm grasvöll- um bæjarins nema gegn 60 þúsund króna gjaldi. FC Krabbi greiðir ennfremur fýrir æfingaaðstöðu á meðan önnur félög gera það ekki. Félagið spilar hins vegar sína heimaleiki á Eyrarbakka, án endur- gjalds. Óskar Guðjón Kjartansson, einn af forsvarsmönnum félagsins, segir það brot á jafnræðisreglu að mismuna íþróttafélögum með þessum hætti. „Við verðum að hafa það í huga að ÍBV, KFS og FC Krabbi em allt áhugamanna- félög en einu þeirra er ekki hleypt inn í húsið nema gegn gjaldtöku. Eg hef bæði verið í viðræðum við Vestmannaeyjabæ og ÍBV-íþrótta- félag, um að fá að spila heimaleik- ina í Eyjum en það hefur skilað litlu. ÍBV-íþróttafélag rekur í raun vellina samkvæmt vallarsamningi við Vestmannaeyjabæ en hjá ÍBV komum við að lokuðum dymm.“ Óskar segir að með framkomu sinni sé ÍBV ekki aðeins að úthýsa FC Krabba heldur einnig að tapa stuðningsmönnum. „Okkar leik- menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir greiða sig inn á völlinn á leikjum ÍBV. Það væri auðveld- lega hægt að leysa þetta, leyfa strákunum spila heimaleikina í Eyjum og um leið fengi ÍBV öfl- uga stuðingsmenn í stúkuna.“ Pepsídeild karla: Staðan, þegar íslandsmótið er hálfnað Svipað gengi og í fyrra - Fyrri umferð íslandsmóts lokið og ÍBV getur náð í 22 stig með sigri á KR. - Vantar herslumuninn til að bæta árangurinn frá því í fyrra. IAN JEFFS er næst markahæsti Ieikmaður ÍBV í sumar ásamt Andra Ólafssynik, fyrirliða með þrjú mörk. Tryggvi Guðmundsson er markahæstur með fjögur. Nú er fyrri umferð Pepsídeildar karla lokið en ÍBV liðið tapaði fyrir Grindavík á útivelli í 11. og síðustu umferðinni. Reyndar eiga Eyja- menn leik til góða, gegn KR á úti- velli 25. ágúst næstkomandi en vesturbæjarliðið situr sem fastast á toppi deildarinnar og miðað við hvemig þeir hafa spilað, er erfitt að sjá að þeir eigi eftir að misstíga sig mikið það sem eftir lifír sumars. Urslitin í leiknum gegn Grindavík voru mikil vonbrigði enda eiga lið sem ætla sér íslandsmeistaratitil að vinna leiki gegn liðum í neðri hlut- anum, í það minnsta ekki að tapa fyrir þeim. I raun eru þrír leikir sem má segja að séu vonbrigði hjá ÍBV í sumar. Strax í 2. umferð tapaði liðið gegn Fylki á heimavelli en Eyjamenn voru ekki enn búnir að ná takti enda þurfti Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins að breyta áherslum eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson fór frá ÍBV skömmu áður en mótið hófst. Leikurinn gegn Þór á Akureyri olli líka vonbrigðum en leiknum lyktaði með 2:1 sigri Þórs, sem hefur verið í botnbaráttunni í sumar. Svo er það leikurinn gegn Grindavík sem tapaðist 2:0 eins og áður sagði. Jákvæðu hlutimir em hins vegar mun fleiri en þeir neikvæðu. Eyjamenn hafa verið fljótir að ná sér eftir slæm töp, unnu t.d. Val á úti- velli eftir slæmt tap á heimavelli gegn Fylki, unnu Keflavík sann- færandi á útivelli og FH á heimavelli eftir erfiðan Evrópuleik og ferðalag í tengslum við hann. IBV er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig en á reyndar leikinn inni gegn KR eins og áður sagði. Eftir 11 umferð- ir í fyrra var liðið í öðm sæti með 23 stig, sama stigafjölda og Breiðablik sem var á toppnum með betri markatölu. Ef IBV vinnur KR á útivelli þá er liðið með 22 stig en markmið sumarsins hjá ÍBV var að gera betur en í fyrra. Ef það á að ganga eftir, þá verða leikmenn að láta hendur standa fram úr ermum, hysja upp um sig sokkana, gyrða sig í brók og spýta í lófa, hvorki meira né minna. Styrkleikar ÍBV felast í góðum vamarleik, ekki ósvipað og í fyrra en sérfræðingar á vegum vefsins Fótbolti.net völdu m.a. Eið Aron Sigurbjörnsson besta vamarmann deildarinnar og Rasmus Christian- sen varð þriðji í valinu. ÍBV hefur fengið á sig níu mörk í tíu leikjum og hafði fengið sama markafjölda á sig í ellefu leikjum í fyrra. Aðeins Valur og KR hafa fengið færri mörk á sig. Liðið vantar hins vegar meiri kraft í fremstu víglínu en leit stendur yfir að framherja og hefur m.a. Garðar Gunnlaugsson verið orðaður við liðið. Tryggvi Guðmundsson er markahæstur í Islandsmótinu hjá ÍBV með fjögur mörk en Andri Ólafsson og Ian Jeffs hafa skorað þrjú. Framherjamir Jordan Conn- erton og Denis Sytnik hafa ekki skorað mark fyrir ÍBV í íslands- mótinu en Connerton er reyndar farinn til síns heima vegna meiðsla. Á sama tíma í fyrra hafði ÍBV skor- að 18 mörk í 11 leikjum en í sumar eru þau 14 í 10 leikjum. Seinni umferð hefst hjá IBV á Laugardalsvelli á sunnudaginn þegar ÍBV mætir Fram, en þaðan hefur ÍBV sjaldnast riðið feitum hesti. Síðast vann ÍBV þar 18. júlí 2004 1:2 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. ÍBV leikur svo aftur á útivelli gegn Fylki en í millitíðinni verður undanúrslita- leikur í bikarkeppninni gegn Þór á Akureyri. Næstu leikir eiga því eftir að segja mikið til um það hvemig seinni hluti tímabilsins á eftir að þróast. Pepsídeild karla KR 10 7 3 0 21:7 24 Valur 11 7 2 2 16:6 23 ÍBV 10 6 1 3 14:9 19 Stjaman 11 5 3 3 20:17 18 FH 11 4 4 3 23:16 16 Breiðablik 11 4 3 4 20:20 15 Fylkir 11 4 3 4 16:20 15 Keflavík 11 4 2 5 14:15 14 Grindavík 11 3 2 6 14:22 11 Þór 11 3 2 6 11:22 11 Víkingur 11 1 4 6 8:15 7 Fram 11 1 3 7 7:15 6 Pepsídeild kvenna: ÍBV - Valur 1:0 Styrkleiki liðsins er sterk vörn og góð markvarsla Kvennalið ÍBV byrjaði síðari umferð Pepsídeildarinnar á að gera jafntefli við Þór/KA á Hásteins- vellinum. IBV vann Akureyringa í fyrstu umferðinni, öllum að óvörum, 0:5 en leikurinn á Hásteinsvellinum var jafn og spenn- andi allan tímann. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum en lokatölur urðu 0:0. ÍBV hefur sýnt það í sumar að liðið getur farið langt á sterkri vöm og frábærri markvörslu. Bima Berg Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, hefur haldið hreinu í sjö leikjum af tíu sem er magnaður árangur. Hún þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum gegn Þór/KA og sýndi um leið að hún er besti markvörður deildarinnar í dag, þrátt fyrir ungan aldur. En góður árangur hennar væri ekki staðreynd ef ÍBV spilaði ekki öflugan varnarleik. Julie Nelson, n-írski varnar- maðurinn hefur reynst ÍBV gulls ígildi og Elísa Viðarsdóttir hefur átt frábæra leiki. Nú er Elínborg Ingvarsdóttir komin í miðvörðinn með Nelson en Elísa hefur spilað sem bakvörður og gert það vel, BIRNA Berg Haraldsdóttir, markvörður IBV. sérstaklega í leiknum á móti Þór/- KA. Sóknarleikur liðsins hefur hins vegar ekki verið í sama gæðaflokki og vamarleikurinn. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að framherja ÍBV skorti meiri áræðni til að komast í færi og klára þau. Það er líka ekkert óeðlilegt að á meðan áhersla er lögð á að spila sterkan vamarleik, þá bitni það á sóknarleiknum. Næsti leikur ÍBV er á þriðjudaginn þegar ÍBV sækir Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn. IBV vann fyrri leik liðanna í deildinni 5:0 en tapaði svo í vítaspymukeppni fyrir þeim í undanúrslitum bikarkeppninnar á Hásteinsvellinum fyrir stuttu. Jón Ólafur, þjálfari verður væntanlega í vandræðum með að manna liðið því fimm leikmenn verða fjarverandi. Þórhildur Ólafsdóttir og Sóley Guð- mundsdóttir em meiddar, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir verða með U-l7 í Sviss og Edda María Birgisdóttir er geng- in í raðir Stjömunnar. Pepsídeild kvenna Stjaman 10 9 0 1 29:7 27 Valur 10 8 1 1 29:8 25 ÍBV 10 6 2 2 18:5 20 Þór/KA 10 6 1 3 20:21 19 Fylkir 10 5 1 4 15:16 16 Breiðablik 10 4 1 5 16:18 13 Afturelding 10 2 2 6 10:23 8 KR 10 1 4 5 7:14 7 Þróttur 10 1 3 6 11:21 6 Grindavík 10 0 1 9 8:30 1 (þróttir 3. deild karla: Jafntefli gegn KV KFS sótti stig á erfiðan útivöll um síðustu helgi þegar liðið gerði l: l jafntefli gegn KV á gervigrasvelli KR-inga í Reykjavík. KV komst yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og allt leit út fyrir að Vestur- bæingar myndu fagna sigri en í uppbótartíma tók doktor Davíð Egilsson sig til og skoraði jöfn- unarmarkið á 93. mínútu. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn þegar strákamir taka á móti Ými og mun leikurinn væntanlega fara fram á Týsvellinum. Knattspyrna Hughes farinn heim Bryan Hughes, enski miðju- maðurinn sem hefur verið í her- búðum ÍBV undanfarnar vikur, er farinn aftur til Englands. Hughes kom til ÍBV til að komast í betri leikæfingu eftir erfið meiðsli en hann átti í erfiðleikum með að vinna sér sæti í byrjunarliði Eyjamanna. Hughes spilaði sjö leiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark úr vítaspyrnu í bikarkeppn- inni en það var jafnframt í eina sinn sem hann var í byrjunar- liðinu. Garðar Gunnlaugsson, framherji sem hefur m.a. spilaði í Búlgaríu, Þýskalandi og Svíþjóð, var í vikunni orðaður við félagið en samkvæmt upplýsingum Frétta em minni líkur en meiri að hann klæðist búningi ÍBV í sumar. Knattspyrna Anton og Kjartan víxla Anton Bjamason, leikmaður ÍBV hefur skipt yfir til KFS. Anton hefur fengið fá tækifæri með IBV í sumar og verið inn og út úr leik- mannahópi liðsins. Hann hefur áður leikið með KFS við góðan orðstír og fagna Hjalti Kristjáns- son og hans menn hjá KFS vænt- anlega komu þessa sterka, örv- fætta leikmanns. En að sama skapi missa þeir annan sterkan leikmann því Kjartan Guðjónsson hefur ákveðið að skipta aftur yfir í ÍBV en Kjartan hefur verið í láni hjá KFS undanfarnar vikur. Kjartan hefur spilað ljóra leiki fyrir KFS og skorað í þeim fjögur mörk. Framundan Laugardagur 23. júlí Kl. 14:00 KFS-Ýmir 3. deild karla. Sunnudagur 24. júlí Kl. 18:00 Fram-ÍBV Pepsídeild karla. Kl. 14:00 ÍR-ÍBV 2. flokkur karla. Þriðjudagur 26. júlí Kl. 17:15 Hvíti riddarinn-KFS 3. deild karla. Kl. 18:00 Afturelding-ÍB V Pepsídeild kvenna. Kl. 16:00 Keflavík-ÍBV 3. flokkur kvenna. Kl. 18:00 Fram-ÍBV 3. flokkur karla. Miðvikudagur 27. júlí Kl. 19:15 Þór-ÍBV Valitor-bikar karla. Kl. 17:00 Keflavík-ÍBV 2. flokkur kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.