Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 8. desember 2011 Framkvæmda- og hafnarráð fundar: Gjaldskrá og fjárhags- áætlun 2012 Ólafur Þ. Snorrason, fram- kvæmdastjóri, kynnti gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2012 á síðasta fundi fram- kvæmda- og hafnarráðs. Farið var yfir forsendur á breytingum á gjaldskrá hafnar- innar. Aflagjald er óbreytt 1,28%. Fram kom að almenn hækkun er 5,3% sem er breyting á verðlagi frá október 2010 til október 2011. Ráðið samþykkir gjaldskrána og miðað er við að hún taki gildi frá 1. janúar 2012. Ráðið fór yfir drög að fjárhags- áætlun Hafnarsjóðs fyrir árið 2012 og samþykkti að vísa þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn 8. desember nk. HAFA STAÐIÐ STRÖNGU. Brynhildur Helgadóttir, Guðrún Ágústa Viðarsdóttir, Erla verslunarstjóri, Aldís Grímsdóttir, Kristbjörg Sveinsdóttir og Borgar Jónsteinsson rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Eymundsson. Bruninn í Drífanda og Eymundsson - Ný búð á fimm dögum Draumurinn að opna aftur í Drífanda -Allir sem ég talaði við reiðubúnir að hjálpa, segir Erla verslunarstjóri ÍBV til hjálpar Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í handbolta voru meðal þeirra sem komu og hjálpuðu til við hreinsunina. EFTA vill upplýsingar Fýrir framkvæmda- og hafnarráði lá bréf frá fjármálaráðuneytinu dags. 18. nóvember 2011, vegna síðari upplýsingabeiðni eftirlits- stofnunar EFTA vegna endur- byggingar á upptökumannvirkj- um Vestmannaeyjahafnar. Óskað er eftir svari Vestmannaeyjabæjar fyrir 16. desember nk. Fram kom að óskað hefur verið eftir fresti til að svara bréfinu til 15. janúar 2012. Framkvæmdastjóra var falið að svara bréfinu. Vildu kaupa malbikun- arstöðina Gröfuþjónusta Brinks óskaði eftir afstöðu framkvæmda- og hafnar- ráðs til kaupa fyrirtækisins á hús- næði malbikunarstöðvarinnar að Hlíðarvegi 4. Ráðið vísaði til samþykktar frá síðasta fundi þar sem ákveðið var að rífa húsnæði malbikunarstöðv- arinnar en áformað er að skipu- leggja svæðið með tilliti til bættr- ar aðkomu að svæðinu undir Skiphellum. Nýr bíll fyrir hafnarverði Andrés Þ. Sigurðsson kynnti til- lögur um endurnýjun á bifreið hafnarvarða og sölu á núverandi bifreið. Ráðið samþykkti að fela fram- kvæmdastjóra að festa kaup á nýrri bifreið til nota fyrir hafn- arverði hjá Vestmannaeyjahöfn. Jafnframt að selja um leið núverandi bifreið. Verslun Eymundsson, sem eyði- lagðist í bruna 30. nóvember þegar Drífandi brann, opnaði verslun í húsnæði við hliðina á Tvistinum við Faxastíg á mánudag. Fimm dögum eftir brunann. Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri, sagði að ótrúlega vel hefði gengið að koma nýju versluninni fyrir enda hefði hún mætt velvilja allra þeirra sem hún hefur leitið til. „Við erum að koma okkur fyrir og ég ætla að vera héma tímabundið. Draumurinn er að opna nýja búð í Drífanda um sjómannahelgina en þá eru tvö ár síðan við opnuðum þar fyrst. Það skiptir miklu máli að hafa miðbæinn fallegan ekki síst núna þegar við leggjum áherslu á fjölgun ferðamanna um Landeyjahöfn. Við emm að plana sumarið og það þýðir ekki annað en að byggja þetta upp,“ sagði Erla og er engu að síður ánægð með hvemig til hefur tekist að koma búðinni upp á nýja staðnum. „Hér er fullt af fólki sem hefur lagt nótt við dag við að koma versluninni í stand. Það hafa allir sem ég hef talað við verið reiðubúnir til að Mikill eldur kom upp í Drífanda- húsinu þann 30. nóvember og olli tjóni sem hleypur á tugum milljóna króna. Hótel Eyjar var með rekstur í húsinu, tíu íbúðir til leigu ásamt setustofu í glerhýsi á efstu hæð og Eymundsson rak glæsilega rit- fangaverslun á fyrstu hæð hússins. Þröstur Johnsen, eigandi Drífanda og Hótels Eyja, sagði stóran hluta hússins vera ónýtan, þegar hann var spurður út í stöðu mála. „Nú er verið meta hvað hægt er að gera og hvort þurfi að endurbyggja allt eða hluta hússins. Þetta er virkilega óþægileg staða og vonandi kemur niðurstaða sem allra fyrst. Allt bendir til þess að Eymundsson vilji fara sem fyrst inn aftur og til að uppfylla þær kröfur þarf þetta að ganga hratt og vel fyrir sig. Það sama gildir gagnvart öðmm rekstri, markaðssetning á hóteli hjálpa og það er auðvitað ómetan- legt. Verslunin er orðin mjög flott hjá okkur við ætlum að vera með tvö tekur mörg ár og því lengri tími sem reksturinn liggur niðri, því erfiðara er að fara af stað aftur. Auk þess er húsið eins og flakandi sár í borð og stóla þar fólk getur sest niður og skoðað tímaritin,“ sagði Erla og vonast eftir að geta flutt miðbænum og mikilvægt að koma í veg fyrir frekara tjón því burðar- bitar em famir og glerhúsið er illa farið. Þetta em verkefni sem þarf að aftur í gamla húsnæðið í byijun sumars. leysa og því fyrr sem menn komast að niðurstöðu um uppbyggingu því betra,“ sagði Þröstur. Þröstur Johnsen eigandi Drífanda og Hótel Eyja: Því fyrr sem uppbygging hefst, því betra ÞRÖSTUR segir stóran hluta hússins vera ónýtan.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.