Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011 15 Minning - Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið Mig langar til að minnast aðeins fv. tengdaföður míns, Pálma Sigurðs- sonar fv. skipstjóra. Hann var einn af frægum sonum Sigga Munda (Sigurðar Ingimundarsonar) skip- stjóra og útgerðamanns sem alltaf var kenndur við hús sem hann byggði, „Skjaldbreið“, og konu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur. Þrír sona Sigurðar, Júlíus sem var elstur, Kristinn og Pálmi, urðu skipstjórar. Pálmi, sem var yngstur þeirra bræðra, drakk sjómennskuna í sig með móðurmjókinni. Alinn upp á stóru heimili útgerðarmanns og skipstjóra. Kynntist í uppeldinu kvíða konu sjómannsins og áhyggj- um útgerðarmannsins og skipstjór- ans yfír aflabrögðum og velferð manna sinna. Pálmi byijaði sjómemnsku 15 ára með föður sínum. Hann sigldi á m/b Helga með ísfisk til Bretlands í byrjun seinni heimstyrjaldarinnar. Pálmi giftist eftirlifandi konu sinni, Stefaníu Marinósdóttur, 16. desember 1942. Eignuðust þau fjögur böm. Guðbjörgu (Öddu), Sigmar, Pál og Hafþór. Hafþór lést af slysförum aðeins 23 ára, mikill harmdauði foreldra sinna. Pálmi lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1942. Eftir það stýri- maður á ýmsum bátum og togurum út stríðsárin. Þar á meðal á Júpiter með Bjama Ingimarssyn. Þegar Asmundur Friðriksson sigldi hinum glæsilega nýsköpunartogara Elliðaey í höfn í Vestmannaeyjum 1947 réðist Pálmi í áhöfn hans. Enda hafði hann verið með Ás- mundi bæði á Sjöstjömunni og Helga. Pálmi vann sig þar upp í afleysingaskipstjóra og tók svo við skipstjóm á Bjamarey, hinum nýsköpunartogara Vestmannaeyinga 1953, og var með hann í tvö ár. 1956 kaupir hann Hellisey VE 2 sem hann var svo með til 1960, að hann selur hann og kaupir vél- bátinn Smára frá Húsavík sem fékk nafnið Hafþór. Hann missir bátinn upp 18. febrúar 1962 í Beinskóga- fjöm, skammt frá hinni illræmdu Dynskógafjöru sem hýsir töluvert af hrájámi eftir skipsstrand á stríðsámnum seinni. Svona segir Pálmi m.a. frá strandinu í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins 20. feb. 1962: „Eg hrökk þá upp úr svefni og þaut upp á nærklæðunum. Ætlaði ég inn f stýrishús, en þegar ég kom aftur á móts við lúgu, reið brotsjór yfir bátinn og kastaði mér til. Hafnaði ég þá á lúgukappanum. Eg komst ekki í stýrishúsið, en fór upp á stýrishúsþakið til að gera gúmmíbátinn kláran." Þama á nærklæðunum er það hans fyrsta hugsun að sjá um björgun manna sinna. Eftir að skipverjum var bjargað í land urðu þeir að ganga átta klst. til byggða. Eftir þennan atburð var Pálmi með ýmsa báta hér í Eyjum þar til hann hætti sjómennsku sem aðalatvinnu 1964 og fer að vinna við netagerð hér í Eyjum. Hann tók sveinspróf í þeirri iðn og starfaði við hana þar til 1981 að hann byrjar að vinna í Glerborg. Fljótlega eftir „gos“ fluttust hjónin í Holtsbúð í Garðabæ og þar bjuggu þau hjón þar til fyrir tveim ámm að þau fluttu á Hraunbúðir hér í Eyjum. Eg kynntist Pálma að einhverju ráði er ég flutti í kjallarann hjá Palla Helga á Hólagötunni 1968 að mig minnir. Eg hafði að vísu fallið marflatur fyrir dóttur hans níu ámm áður er ég kom á mína fyrstu vertíð hér. Svo ég vissi vel hver maðurinn var. Þó endar næðu ekki saman hjá okkur Öddu þá kom það seinna. Þegar ég bjó á Hólagötunni var ég á ýmsum bátum á togveiðum og hitti því nágranna minn oft. Og þegar ég svo taldi mér trú um að ég væri maður til að stjóma bát, þá leitaði ég til Pálma um ráð. Hann teiknaði inn í kort fyrir mig ýmsar togslóðir hér við Eyjar. Þegar Adda fluttist svo til Eyja um þetta leyti tókum við upp sam- bandið sem slitnað hafði á ámm áður. Það gekk nú ekki upp og ég hvarf úr lífi þessa ágæta fólks. En skildi samt eftir líf hér. Þ.e.a.s dótturina Rósu sem við Adda eignuðumst saman. Árin liðu og ég hélt uppi mínum lifnaðarháttum í miklu sambandi við Bakkus. Svo skeður það að ég dett niður í lest á flutningaskipi og hryggbrotna. Þegar ég er svo að ná mér eftir það liggja leiðir okkar Öddu saman aftur. Eg var nú hálfkvíðinn að hitta þá tilvonandi tengdaföður aftur. En sá kvíði var óþarfur. Pálmi tók mér eiginlega eins og hinum týnda syni. Og ég hafði séð mína sæng útbreidda eftir slysið hvað sjómennsku á fiski- skipum varðaði og íhugaði að fara aftur í Stýrimannaskólann og ná mér í farmannapróf. Pálmi studdi mig af ráð og dáð til þess. Ég lét verða af þessu og ég man að hann lét sig miklu varða hvemig gengi. Og ekki er ég viss hvor var glaðari þegar það tókst. Ekki tókst okkur Öddu að skapa okkur framtíð saman og ég flutti til útlanda og bjó þar í 15 ár. En aldrei slitnaði strengurin milli okkar Pálma og Stefaníu. Og það var venja hjá mér ef ég kom til landsins að kíkja við í Holtsbúðinni. Og mörg vom símtölin og jólakort við hver jól. Og eftir að ég flutti hingað og þau komu til Eyja litu þau alltaf við hjá mér. Og þegar þau vom flutt í nágrenni við mig hér kíktu þau oft við hjá mér í kaffi og spjall. Og eitt var áberandi hjá Pálma: Ef einhver fann einhvers staðar til átti sá sami að leita strax læknis. En að hann færi sjálfur til þeirra, það var dregið fram á síðustu stund. Stundvísi og að standa við orð sín var hans aðalsmerki. Því fengu synir hans að finna fyrir ef þeir mættu ekki á réttum tíma til að „skutla“ þeim gamla í banka eða á fótboltaleik. Því miður áttaði ég mig ekki á því fyrr en of seint að maðurinn var „hafsjór" af fróðleik um siglingar á stríðsámnum seinni. Reglumaður var Pálmi alla tíð. Hann sagði mér einhvem tíma að hann hefði lofað móður sinni að áfengi skyldi hann aldrei hafa um hönd, væri hann með mannaforráð. Ég bið góðan guð að styrkja Stefaníu og böm þeirra.. Ég þakka fyrir mig, Pálmi Sigurðsson. Megi minningin um góðan mann lifa. Olafur Ragnarsson. Ragnar Óskarsson skrifar: Sleðaferð í Herjólfsdal Hjónin Geir Reynisson og Sigþóra Guðmundsdóttir fengu góða hugmynd á dögunum. Þau vilja fá fjölskyldur í Eyjum til að sameinast í sleðaferð í Herj- ólfsdal, þar sem brekkan verður lýst upp og boðið verður upp á létt lög í Dalnum. Geir og Sigþóra gerðu gott betur en að fá hugmyndina, því þau em búin að hrinda henni í framkvæmd og er fjölskyldusleðaferðin næstkom- andi föstudag, milli 16 og fram eftir kvöldi. Ekki er úr vegi að taka með sér hitabrúsa og heitt kakó til að ylja sér í kuldanum. Boðað er til viðburðarins á face- book undir nafninu „Brunum saman í dalnum“ en þar segir m.a. að ef þátttakan verði næg, þá ætti að vera mögulegt að vera lengur og kannski á laugar- deginum, ef veður leyfir. IBV- íþróttafélag, Slökkvilið Vest- mannaeyja, H-hljóð og Vest- mannaeyjabær aðstoða við að gera þetta að vemleika en Geir segir að um sé að ræða tilrauna- verkefni sem megi þróa áfram. „Annars er þetta bara sameigin- legt verkefni allra; enginn einn sem stendur fyrir þessu þannig séð og allar hendur vel þegnar við að koma þessu heim og saman. Svo viljum við bara minna fólk á að mæta til að skemmta sér en ekki mæta til að láta skemmta sér.“ Getur Landsmenn hafa að undanfömu sárlega fundið fyrir niðurskurði á ýmiss konar opinberri þjónustu. Einkum hefur þetta komið fram í heilbrigðisþjónustunni og ýmsum öðmm velferðarmálum. Af skiljan- legum ástæðum er fólk ekki sátt við niðurskurðinn og reynir með ýmsum hætti að telja stjómvöld á að falla frá honum. Stjómvöld hafa á móti bent á að niðurskurðurinn sé ill nauðsyn meðan verið að er koma efnahag Islendinga í eðlilegt horf eftir hmnið. Þama er komið að kjama málsins. Efnahagshranið sem dundi yfir þjóðina í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skildi nefnilega eftir svo alvarlega bresti í íslensku þjóðfélagi að langan tíma tekur að ráða bót þar á. Þrátt fyrir allt hefur þeirri ríkisstjóm sem nú situr tekist betur til við að endurreisa íslenskt efnahagslíf en þeir bjartsýnustu þorðu að vona. Til dæmis þar um em einróma jákvæðar umsagnir erlendra sérfræðistofnana og ein- staklinga sem um fjármál fjalla. Þingmenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks og fjölmargir íylgis- menn þessara flokka um allt land berja hins vegar hausnum við steininn, neita að viðurkenna staðreyndir um mælanlegan bata og sjá eintómt svartnætti framundan. Margir úr þessum hópi em meira að segja þeir sömu og leiddu þjóð- ina í þá kreppu sem hún á nú við að glíma. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að hér á landi sé allt í lagi og að stjómvöld séu haftn yfir gagn- rýni. Það er langur vegur því frá og stundum finnst mér of hægt ganga við að reisa landið úr rústunum. verið? Ég er hins vegar sannfærður um að stjómvöld em á réttri leið og eiga eftir að stýra þjóðinni út úr þeim þrengingum sem hún nú býr við. Hér í Vestmannaeyjum hefur mikið verið rætt um Sjúkrahúsið og niður- skurð þann sem það hefur mátt þola undanfarin ár. Niðurskurðurinn var reyndar einnig mikill í hinu svo- kallaða góðæri þegar Sjálfstæðis- flokkurinn réð ríkjum og kapp- kostaði að færa fjármuni frá al- menningi til hinna ríku en skar jafnframt niður í samfélagslegri þjónustu. Vissulega er niðurskurð- urinn nú alvarlegur en ég held að full ástæða sé til að treysta stjóm- völdum til þess að tryggja okkur þá heilbrigðisþjónustu sem við þurfum og að til framtíðar verði mörkuð sú stefna að bæta hana og auka. Ég held og að full ástæða sé til þess að ætla að núverandi stjómvöld muni kappkosta að nota sanngjaman hluta af skatttekjum í velferðarmál, ekki síst heilbrigðismál. Niðurskurðurinn var reyndar einnig mikill í hinu svokallaða góðæri þegar Sjálfstæðisflokkurinn réð ríkjum og kapp- kostaði að færa fjár- muni frá almenningi til hinna ríku en skar jafnframt niður í sam- félagslegri þjónustu. Og þá er ég kominn að því sem við ættum kannski að íhuga vel, einkum nú þegar svo mikilvægt er að skattfé sé notað sem best í þágu almennings sem um þessar mundir býr vissulega við krappari kjör en oft áður. Við, hvert og eitt, vitum um fjölmarga sem komast hjá því ár eftir ár að greiða skattana sína til samfélagsins. Við sjáum þetta fólk daglega og eigum jafnvel samskipti við það. Það brosir til okkar sínu breiðasta og það tekur gjaman hæst undir þær raddir sem hvað harðast gagnrýna niðurskurðinn nú í kreppunni. Getur verið að þetta fólk beri einhverja ábyrgð á niðurskurðinum? Getur t.d. verið að við hér í Vestmannaeyjum byggjum við betri heilbrigðisþjón- ustu ef allir greiddu sitt til sam- félagsins? Em þetta kannski óþarfa pælingar hjá mér eða jafnvel alvar- legt íhugunarefni? Ragnar Óskarsson Bruninn í Drífanda: Kom upp í þurrkara Lögreglan sendi frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu vegna bmnans í Drífanda í síðustu viku: -Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum þá varð bruni að Bámstíg 2 aðfaranótt 30. nóvem- ber sl. en í húsnæðinu voru Hótel Eyjar og verslun Eymundsson. Töluverður eldur logaði í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn en fljótlega tókst að ráða niður- lögum hans. Töluvert töluvert tjón varð í brananum bæði vegna elds og ekki síður reyks og vatns. Lögreglan naut aðstoðar tækni- deildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu við rannsókn málsins og var niðurstaðan sú að eldurinn hafði kviknað út frá þurrkara. Ráðist á næturvörð Það var í nógu að snúast hjá lög- reglu í vikunni sem leið, eins og fram kemur hér að neðan. Skemmtanahald helgarinnar fór að mestu ágætlega fram en þó var nokkuð um stympingar við og á skemmtistöðum en einungis ein kæra liggur fyrir vegna líkams- árásar. Þá var nokkuð kvartað yfir hávaða í heimahúsum vegna gleðskapar. Líkamsárásin átti sér stað í andyri Hótel Þórshamars að morgni laugardagsins. Þarna höfðu tveir ölvaðir menn ætlað sér inn á hótelið en næturvörður meinaði þeim inngöngu. Við það varð annar mannanna ósáttur og henti bjórflösku í höfuð nætur- varðarins. Fékk hann mar á enni og þá skemmdust gleraugu sem hann var með. Úr urðu átök á milli nætur- varðarins og þess sem henti flöskunni og bárust þau út á götu þar sem lögreglumenn, sem höfðu verið í útkalli á veitinga- staðinn Lundann, skökkuðu leik- inn. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til víman rann af honum. Hann var síðan laus eftir skýrslutöku síð- degis sama dag. Fíkniefni og akstur undir áhrifum Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni. { öðm tilvikinu fannst smáræðis af kannabisefnum við leit í heimahúsi. í hinu tilvikinu var komið með smáræði af am- fetamíni á lögreglustöðina og hafði fundist fyrir utan veitinga- staðinn Lundann. Tveir ökumenn vom stöðvaðir í vikunni vegna gmns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkni- efna. Einn var stöðvaður án rétt- inda og annar fékk sekt fyrir að leggja ólöglega.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.