Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011 ENGIN sjúkraflugvél er í Eyjum. Því er sinnt frá Akureyri og þegar ekki gefur til flugs er gripið til þyrlu. Bæjarstjóri um HV - Draga á úr þjónustu og öryggi okkar Eyjamanna -Lögð niður í því formi sem við þekkjum - Fjársvelta á forræðið í burtu Verður útibú frá Selfossi -Þjónusta við sykursjúka, hjarta- og offítusjúklinga dregst saman - Mönnun legudeilda er minni - Þurfum bráða- og skurðþjónustu „Ég hef miklar áhyggjur af þróun mála á Heilbrigðisstofnun okkar Eyjamanna. Hvað sem líður full- yrðingum um að þjónustan við okkur sé og verði sú sama og hingað til þá liggur fyrir að á síðustu ámm hefur orðið mikil breyting þar á,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um stöðu Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyjum (HV). „Stærsta breytingin er sú að skurð- stofan er nú lokuð í sex vikur svo fæðandi konur hafa þurft að fara til Reykjavíkur til að ala böm sín. Þá hefur verið dregið mikið úr göngu- deildarstarfsemi og eitthvað úr þjón- ustu heilsugæslulækna. Þjónusta á göngudeildum sykursjúkra, hjarta- og offitusjúklinga hefur einnig dreg- ist saman. Mönnun legudeilda er minni og áfram má telja. Mín skoð- un er hreinlega sú að það sé verið að draga úr þjónustu og öryggi okkar Eyjamanna og í raun að fjársvelta forræði stofnunarinnar í burtu frá okkur enda stefnt að því að leggja hana niður í því formi sem við höfum þekkt hana og reka hana sem útibú frá Selfossi." Elliði segir að sér hugnist það illa. „Ég er reyndar orðinn verulega argur yfir því að ríkið klifar sí og æ á kostum sammna stofnana og hag- kvæmni stærðarinnar. Þar á bæ ættu menn samt að þekkja að flestar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna fram á annan raunvemleika, þ.e. kostnaður hefur aukist við sam- einingar. Ef stjómarráðið er ekki meðvitað um þetta ættu þeir ef til vill að lesa rit útgefið af Fjármálaráðuneytinu í desember 2008 sem ber heitið „Sameining ríkisstofnana“. Þar segir: „...sameiningar og aðrar meiriháttar breytingar skila sjaldan þeim árangri sem vonast er eftir eða Páll Scheving: Hér verði skurðstofa „Ég legg áherslu á að hér sé öflug heilsugæsla og tel mikil- vægt að við sjúkrahúsið sé skurðstofa sem sé partur af þeirri grunnþjónustu sem hér hefur verið. Lega samfélagsins býður ekki upp á annað og því skiptir miklu máli að þessi þjónusta sé til staðar,“ sagði Páll Scheving þegar hann var spurður út í stöðu Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja. í undir 15% tilvika." Beiðni mín og krafa er því sú að við fáum áfram að hafa forræði Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og að þjónustan verði bætt en ekki dregið úr henni.“ Þessu til stuðnings bendir Elliði á að rekstrargjöld stofnunarinnar lækkuðu um 17% milli áranna 2008 og 2010. „Fjárveitingar til hennar lækkuðu svo um 62,2 milljónir í fjárlögum 2011. Áætluð hagræð- ingarkrafa ásamt uppsöfnuðum halla er núna um 40 milljónir króna. Ég hef upplýsingar um að meðal þess sem ráðuneytið hefur nú lagt til og vinni að sé að vaktalína lyflæknis í Eyjum verði lögð niður. Ef satt reynist þá verður þar með grund- vellinum kippt undan stöðu lyf- læknis við sjúkrahúsið okkar en hér hefur verið sérfræðilæknir í lyf- lækningum í meira en 30 ár. Sá læknir sér meðal annars um að greina og meðhöndla bráðatilfelli Frá velferðarráðuneytinu - Að gefnu tilefni: Um Heilbrigðisstofnun Vm Velferðarráðuneytið vill koma á framfæri leiðréttingum vegna frétta Eyjafrétta og ummæla bæjarstjórans í Vestmanna- eyjum þess efnis að til standi að loka starfsemi heilbrigðisstofn- unarinnar í bænum. Ráðuneytið vill koma því á framfæri að engin áform eru uppi um slíkt né er gert ráð fyrir að breytingar verði á þjónustu- stigi við íbúa Vestmannaeyja. Heilbrigðisstofnunin í Vest- mannaeyjum er lítil stofnun að umfangi en gegnir mikilvægu öryggishlutverki á staðnum. Lega eyjanna gerir meiri kröf- ur til viðbúnaðar á staðnum en almennt gengur og gerist á stofnunum af sambærilegri stærð. Sem fyrr verður því rekin á stofnuninni sama þjónusta og áður, þar með talið skurðstofa. bæði hjá fullorðnum og bömum og er mikilvægur bakhjarl fyrir heilsu- gæsluna. Allt þetta er svo gert undir yfirlýstu markmiði velferðarráð- herra um að bæta eigi aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að sérfræði- læknisþjónustu." Elliði bendir á landfræðilega legu Vestmanneyja og til þess þurfi að taka tillit. „Vestmannaeyjar eru einnig næststærsti þéttbýliskjami á Islandi utan höfuðborgarsvæðisins og þjónustan verður að vera í sam- ræmi við það. Við þurfum bæði bráðaþjónustu eins og skurðstofu og öfluga sérfræðilæknaþjónustu auk hinnar sjálfsögðu kröfu um öfluga heilsugæslu. Eina leiðin til að tryggja nauðsyn- lega sérfræðilæknisþjónustu er að hér sé aðstaða til þess að sinna henni og tækifæri fyrir sérfræðilækna að starfa í stærstu sérgreinunum, lyf- lækningum og skurðlækningum. Ég deili því á engan hátt draumum heilbrigðisyfirvalda um að hafa aðeins tvö deildarskipt sjúkrahús starfandi í landinu (Landspítalann og Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri). Slíkt gengur ekki upp. Samfélagið í Eyjum hefur alla tíð staðið með sinni stofnun og á erfiðum tímum sem núna skiptir miklu að við höldum því áfram. Mér finnst illa vegið að samfélagi sem leggur mikið til hins sameiginlega rekstrar ríkisins. Þeir sem um þetta véla ættu ef til vill að horfa til þess að við greiðum 421 milljón á næsta fisk- veiðiári í sértækan landsbyggðar- skatt sem þeir kalla veiðileyfagjald. Það ætti að hjálpa þeim að taka ákvörðun um að efla frekar þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar í Eyjum en að vega að henni,“ sagði Elliði að endingu. Jól með Presley: Frestað um viku Jól með Elvis á Prófastinum verða 16. og 17. desember en ekki 8. og 9. desember eins og fyrirhugað var. Brynjólfur Sigurðsson, mat- reiðslumaður, sagði að fólk hefði verið búið að gera ráðstafanir þá helgi og því hefði verið ákveðið að færa Jól með Elvis til um eina helgi. „Þetta kvöld hefur vakið mikla lukku á höfuðborgarsvæð- inu og lítil fyrirtæki og sauma- klúbbar verið að panta þetta út um allar trissur. Fólk er orðið þreytt á þessum hefðbundnu jólahlaðborðum enda eru þau svolítið stöðnuð og fólk er að borða hangikjöt og svipaðan mat um jólin, “ sagði Brynjólfur. Matseðillinn hjá Brynjólfi samanstendur af 12 uppáhalds- réttum Elvis og má þar nefna brauðhleif fylltan með beikoni o.fl., hjúpaðar kjúklingalundir, smjörsteikta samloku með fyll- ingu, kjöthleif, grilluð svínarif, kryddlegna kalkúnabringu, lambalæri og fleiri gómsæta aðal- og eftirrétti. „Við verðum með Hawaii tón- leika Elvis Presley á stórum skjá og svo stíga eftirhermur á stokk og skemmta gestrum. Fólk hefur verið mjög ánægt með matinn og skemmtunina," sagði Brynjólfur og vonast eftir að sjá sem flesta á Jólum með Elvis 16. og 17. desember. Stafkirkjan býður á tón- leika Tónlistarhjónin Kitty Kovács, píanóleikari, og Balázs Stan- kowsky, fiðluleikari verða með tónleika í Stafkirkjunni á sunnu- daginn ki. 17.00. Það er Stafkirkjan sem heldur tónleikana og býður bæjarbúum að koma, frítt. Þau leika sígild verk, m.a. Ave Maria, og íslensk þekkt tónverk sem tengjast að- ventunni og jólum og eru allir hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Stjóm Stafkirkjunnar ÉfgefandL Eyjnsýn ehf. 480278-054!) - Vestnmmmeyjum. Ritstjóri: Ómar Garflarsson. BlaOamenntGuObjörgSignrgeirsdóttirog.lnlius Ingason. Ábyrgðarmenn: ÓmarGarðars- son & Gísli Valtj sson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetnr ritBtjórnar: Strandvegi 47. Símai: 4811300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frcttir@eyjafrettir.is. Veffang: bttp/Avww.eyjafrettir.is FítÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i liskrift og einnig í lausasölu n Kletti, Tristinnm, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, I'lughafnarversluninni, Krónunni, lsjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðaxböfn.. FRÉTTTR eru prentaðar i 2000 eintökmn. ERÉTTER eru aðilar að Samtiikum biejar- og héraðsfréttablaða. Eftirpreuhm, bljóðritun, notkun 1 jósmynda og annað er óbeimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.