Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 1
 Viðgerðir og smurstöð (Íí -Sími 481 3235 BRAGGINN Réttingar og sprautun Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 48 i 1535 38. árg. I 49. tbl. I Vestmannaeyjum 8. desember 2011 I Verð kr. 350 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is SNJÓR hefur legið yfir í tæpan hálfan mánuð og frostið farið upp í fimm gráður. Þetta kunna krakkarnir að meta og fjölmenna á Stakkó. Skandia fékk gat á stefnið - Hélt áfram að dæla - Gert við gatið í Skipalyftunni - Dæling eilífðar- verkefni, segir skipstjórinn - Þekkir vel aðstæður við Suðurströndina Skandia lenti í hremmingum þegar hún var við dýpkun í Landeyjarhöfn á laugardagsmorgun. Skipið var á leið inn í höfnina þegar það fékk á sig brot bakborðsmegin með þeim afleiðingum að það kastaðist á hafn- argarðinn og gat kom á stefni skipsins, stjómborðsmegin. Guðmundur Kr. Guðmundsson, skipstjóri, hefur verið um borð í Skandiu síðan í ágúst en hefur mikla reynslu af sjómennsku. Hann byrj- aði til sjós 1962 og réri frá Homa- firði og þekkir því suðurströndina vel. „Það er viðbúið að eitthvað svona gerist þegar allt er reynt til að opna höfnina,11 sagði Guðmundur þegar hann var spurður út í atvikið en viðgerð á Skandiu fór fram á sunnudag og mánudag. „Við vomm búnir að vera að alla nóttina og vomm að dæla inni í höfninni þegar við fengum brotið á okkar og hún kastaðist austur undan brotinu og upp á utanverðan garðinn. Við náðum ekki að bakka en höggið sem við fengum á okkur var ekki mikið,“ sagði Guðmundur og þegar hann var spurður út í veðrið sagði hann það hafa verið þokkalegt. „Það vom 2,8 metrar á duflinu en það er ekkert að marka því það getur brotið á við höfnina þó það sé lítil alda.“ Eruð þið að setja ykkur í stórhœttu? „Við teljum svo ekki vera en við vitum ekki fyrr en brotin koma og það er ekki neinn fyrirvari á þeim. Við vomm að lóna okkur inn þegar það komu þrjú brot í röð og við lent- um uppi í garðinum." Er mikil pressa á ykkur? „Nei, við reynum að gera þetta með skynsemi að leiðarljósi, það þýðir ekkert annað.“ Það hafði gengið ágœtlega að dœla? „Við vomm við dælingu mestallan fimmtudaginn en fómm aðeins inn í Eyjum vegna smávægilegrar bilun- ar. Við vomm svo að allan föstu- daginn en svo gerðist þetta klukkan 07.00 á laugardagsmorgun. Þá vomm við búnir að dæla alla nóttina en í heildina vomm við búnir að dæla um 17.000 rúmmetmm. Við héldum svo áfram fram yfir hádegi á laugardag," sagði Guðmundur og þegar kom til tals að þá væri lítið eftir af 20 þúsund rúmmetrum sagðist hann telja að magnið væri miklu meira. 30.000 til 40.000 rúmmetrar „Ég held að þetta séu á milli 30 og 40 þúsund rúmmetrar eins og ég sló á þetta. Svo ef það kemur kvika þá kemur þetta eins og skot aftur. Dýpið var orðið ágætt um tíma og við sáum fram á að geta opnað en þá gerði brælu og höfnin lokaðist. Það var allt við innsiglinguna en fínt fyrir innan. Við fómm út í það að dæla utan frá og grafa okkur inn en sandurinn er á fullri ferð og hefst ekki undan ef það gerir veður,“ sagði Guðmundur og var því næst spurður hvort gosefni úr Eyjafalla- jökli settu enn strik í reikninginn. „Þetta er bara sandur og nóg af honum, öll Suðurströndin frá Homafirði til Þorlákshafnar. Það þarf að finna einhverja betri lausn en þetta. Um leið og gerir sunnanátt og brælir þá lokast höfnin," sagði Guð- mundur og ekki annað að heyra á honum en þetta væri eilífðarverk- efni. Sjá myndir á bls. 6. ^jærra veiðigjald: Utgerðir í Eyjum borga mest Veiðigjald á næsta fiskveiðiári verður um 9,1 milljarður króna og hækkar úr 9,46 krónum á þorsk- ígildiskíló í 19,21 krónu. Þetta kom fram í svari Jóns Bjamasonar, sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars K. Guð- finnssonar á Alþingi á föstudag. Morgunblaðið fjallaði um málið á mánudag og þar kemur fram að hlutfall af reiknaðri framlegð hækki úr 13,3% f 27%. Samkvæmt svari ráðherrans var veiðigjaldið á síðasta yfirstand- andi fiskveiðiári rúmlega þrír milljarðar en verður rúmir níu milljarðar í svari sjávarútvegsráðherra kom fram að útgerðir í Vestmanna- eyjum greiða hæsta veiðigjaldið á yfirstandandi fiskveiðiári eða rúmlega 423 milljónir króna. I öðm sæti er Reykjavík með tæp- lega 389 milljónir og útgerðir í Grindavík greiða 221 milljón króna. Haft er eftir Einari K. Guðfmns- syni að í raun sé veiðigjaldið landsbyggðarskattur og eðlileg krafa sé að það skili sér aftur til landsbyggðarinnar með einhverj- um hætti. Mælt á föstudag Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Þorlákshafnar fram til mánudags. Ekki hefur verið siglt þangað síðan mánudaginn 7. nóvember. „Núna eru Skandia og Perlan við dýpkun og róið að því öllum árum að opna höfnina á næstu dögum,“ sagði Gunnlaugur Grettisson, rekstarstjóri Eimskips. „Mæling á dýpi í og við höfnina fer fram á föstudag og þá kemur í ljós hvort hægt er að opna höfn- ina. Um leið og það er hægt verður áætlun Herjólfs færð til Landeyjahafnar." Veðurspá er hagstæð fyrir Landeyjahöfn. OC EIMSKIP FLYTJANDI KEMUR jólapBkkunum tTl skila | www.flytjandi.is | slmi 525 7090 | VIÐ ERUM ÞJÓNUSTUAÐILI TOYOTA í EYJUM SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BILAVIÐGEÐIR VIÐ ERUM A MOTI STRAUMI...! VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI FLATIR21 S. 481 -1216 GSM.864-4616 Hámarksstærð pakka er 0,5 x 0,5 x 0,5 m og hámarksþyngd 45 kg. EIMSKIP

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.