Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 23

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 23
Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011 23 íþróttir Handbolti: Annar flokkur í góðum málum Annar flokkur karla sótti Gróttu 2 heim á Seltjamanesið síðastliðinn sunnudag. Eyjapeyjar hafa spilað vel það sem af er veturs, þótt í liðið vanti tvo sterka leikmenn, þá Einar Gauta Ólafsson, sem er meiddur og Birki Má Guðbjöms- son, sem var lánaður í Fjölni fram að áramótum. Liðið leikur í 2. deild en á þó möguleika á að komast í úrslitakeppni íslands- mótsins í vor. Strákamir vora sterkari á Seltjamamesinu, voru 13:18 yfir í hálfleik og unnu að iokum 32:36. ÍBV er í öðru sæti 2. deildar með 10 stig eftir sex leiki en Afturelding er efst með 12 stig eftir sjö leiki. Þess má geta að strákarnir spila í bikarnum gegn HK á morgun, föstudag klukkan 17:00 eða á undan leik B- liðs ÍBV og HK í meistaraflokki. Fjórði flokkur karla lék gegn FH og KR um helgina. B-liðið tapaði 24:15 eftir að staðan var 12:6 í hálfleik, A-liðið tapaði líka, 29:19 en staðan í hálfleik var 16:11. Daginn eftir lék A-liðið svo gegn KR og tapaði í jöfnum leik, 23:21 en Eyjapeyjar vora yfir í hálfleik 9:11. B-liðið tapaði hins vegar stórt fyrir Stjömunni, 33:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:11. Fjórði flokkur kvenna lék gegn FH á laugardag og vann 17:19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 6:10. Stelpumar töpuðu hins vegar illa fyrir Fram daginn eftir 25:14 en staðan í hálfleik var 13:8. Fótbolti: Styrktarmót fyrir Steingrím Föstudaginn 30. desember hyggst smíðaklúbburinn „Þumalputtar“, ásamt ÍBV-íþróttafélagi, halda styrktarmót í knattspyrnu fyrir markahrókinn Steingrím Jóhann- esson. Öll innkoma af mótinu rennur óskipt til Steingríms og fjölskyldu en Steingrímur berst við krabbamein. Við hvetjum fyrirtæki, félög og vinahópa að taka þátt og styðja þétt við bakið á markahróknum. Mótið verður í Eimskipshöllinni og verður vænt- anlega keppt á tveimur völlum, sem eru !4 af keppnisstærð knattspymuvalla. Mótið er bæði fyrir konur og karla. Tekið er við skráningum á netfangið odi@eyjar.is en mótsgjald er að lágmarki 10 þúsund krónur á lið. Fyrsta skóflustunga að nýrri stúku við Hásteinsvöll var tekin á laugardaginn. Það var Eyjólfur Guðjónsson, útgerðar- maður, sem tók fyrstu skófiu- stunguna en Eyjólfur var einn þeirra sem söfnuðu fé í fram- kvæmdina. Knattspyrna: Stórleikur vetrarins - Erlingur Richardsson, þjálfari HK segist ætla að spila með ÍBV þrátt fyrir fréttir um annað. - HK á að vinna segir hann SPILAR gegn lærisveinum sínum. Erlingur Richardsson, þjálfari HK og leikmaður B-liðs ÍBV er í þeirri sérstöku stöðu að spila gegn lærisveinum sínum í HK í bikarkeppninni. Á morgun, föstudag, mun B-lið ÍBV taka á móti HK í 8-liða úr- slitum Eimskipsbikarsins. HK er í dag eitt af bestu liðum Islands í handboltanum enda er liðið í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum. Það eru fyrrum þjálfarar IBV, þeir Erlingur B. Richardsson og Kristinn Guðmundsson, sem stýra liði HK en Erlingur er jafn- framt leikmaður B-liðsins. Leikur liðanna fer fram í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar og hefst klukkan 19:00. Það er vissara fyrir áhorfendur að mæta tímanlega til leiks enda var fúllt á síðasta leik B-liðsins þegar þeir tóku á móti B-liði HK í 16 liða úrslitum keppninnar. Þá vora áhorf- endabekkir famir að fyllast hálftíma fyrir leik og sjaldan verið jafn mikill áiugi fyrir einum handboltaleik í Eyjum. Þá unnu Eyjamenn 24:19 en búast má við að róðurinn verði öllu erfíðari gegn aðalliðinu á morgun. „Auðvitað spila ég“ Ekki er hægt að segja að leið HK haft verið þymum stráð það sem af er í keppninni. Fyrst lögðu þeir Fjölni að velli 13:36 og síðan Stjömuna 24:33. Fyrst nú mæta þeir liði sem hugsanlega veitir þeim ein- hverja mótspyrnu, B-liði ÍBV. Kristinn Guðmundsson, annar þjálf- ari HK, gaf það út í vikunni að Erlingur B. Richardsson myndi ekki fá leyfi til að spila með B-liðinu á móti HK en samkvæmt heimildum Frétta mun Erlingur ekki taka upp á því núna að hlusta á ráðleggingar Kristins og því má búast við að hann spili gegn lærisveinum sínum. „Auðvitað spila ég á föstudaginn. Eg á reyndar við smávægileg meiðsli að stríða en ég reyni auðvit- að að vera með. Ég held að þetta hafi nú verið í gríni hjá Kidda enda skemmtilegur drengur," sagði Erlingur. HK spilar næst í deildinni gegn FH á útivelli en Erlingur segir að það eigi ekki að hafa áhrif á leikinn. „Þetta er kannski ekki heppilegasti undirbúningurinn en við þurfum að spila þennan leik. Leikurinn átti upphaflega að fara fram um síðustu helgi en þá var Daði Páls ennþá meiddur þannig að það var ákveðið að spila þarna. Desembermánuður er frekar stremb- inn, bæði er þétt spilað og svo eru margir leikmenn í prófum á þessum tíma.“ Fagnar, hvernig sem fer En með hvoru liðinu heldurðu? „Það má kannski orða þetta sem svo að ég eigi eftir að fagna, hvemig sem leikurinn fer. En ætli ég geti ekki bara sagt upp störfum sem þjálfari HK ef B-liðið vinnur og ein- beitt mér að því að spila í undan- úrslitum með þeim. En HK á auð- vitað að vinna þennan leik. Ég hef hins vegar sagt við strákana að það þýði ekkert að mæta með hangandi hendi á móti B-liði ÍBV því þá verði þeim refsað illilega. Ég hef líka sagt við þá að ef þeir vinna ekki þetta lið, þá eigi þeir einfaldlega ekkert erindi í undanúrslit." Eru leikmenn eitthvað farnir að skjóta á þig fyrir leikinn? „Ég held að ég sé sá sem er að skjóta mest. Ég er búinn að kynda vel undir og er búinn að gefa svo mikið færi á mér að strákamir mæta ör- ugglega með boxhanskana til að þagga niður í þjálfaranum. Það var nú líka að hluta til viljandi gert hjá mér til að halda þeim á tánum. Ég sagði líka við Óla Bjarka, einn besta mann deildarinnar, að ef hann næði að fitta sig framhjá mér einu sinni, þá væri það mjög gott. En hann færi bara einu sinni framhjá mér, það yrði séð til þess,“ sagði Erlingur hlæjandi að lokum. 1. deild karla: ÍBV - Stjarnan Allt í einum hnút í 1. deildinni - Eyjamenn töpuðu þriðja leiknum sínum af síðustu fjórum um síðustu helgi - ÍR stal toppsætinu og aðeins tvö stig skilja efstu fjögur liðin að Eyjamenn töpuðu illa fyrir Stjörnunni á heimavelli á laugar- daginn. Reyndar var munurinn ekki nema tvö mörk í leikslok en spilamennska liðsins í fyrri hálfleik er með því lélegasta sem sést hefur um langt skeið hjá IBV. Eftir frábæra byrjun á Islands- mótinu, þar sem IBV vann alla leiki sína í 1. umferð, hefur liðið aðeins unnið einn leik í 2. umferð en síðasti leikur umferðarinnar verður á laugardaginn. Sama var uppi á teningnum í fyrra, þegar liðið byrjaði vel en missti svo flugið í 2. umferð og vann þá aðeins einn leik. Um leikinn á laugardaginn má segja að hálfleikimir tveir hafi verið eins og svart og hvítt. Leikmenn ÍBV vora algjörlega á hælunum í fyrri hálfleik, bæði í vöm og sókn. í sóknarleiknum vantaði einhvem til að taka af skarið en þeir sem gerðu það, áttu einfaldlega ekki nógu góðan dag. Amar Pétursson, þjálf- ari ÍBV, skipti út mönnum en eldcert virtist virka og þegar upp var staðið var munurinn heil níu mörk í hálfleik, 8:17. Það er eitthvað sem ekki á að bjóða stuðningsmönnum ÍBV-liðsins upp á enda áttu þeir BRYNJAR Karl Óskarsson átti góða innkomu af bekknum hjá ÍBV en það dugði ekki til. erfitt með að trúa sínum eigin augum. En hálfleiksræða Amars þjálfara hefur hitt í mark því smátt og smátt söxuðu Eyjamenn á forskotið. Þegar um sjö mínútur vora eftir, var munurinn kominn í þijú mörk, 22:25 en þá fóra tvær sóknir í röð forgörðum hjá ÍBV á meðan Stjaman bætti við tveimur mörkum og tryggði sér um leið sig- urinn. Þrátt fyrir ágætan seinni hálfleik, þá var leikur Eyjaliðsins slakur í heildina. Á meðan önnur lið í 1. deildinni era að bæta sig, virðist Eyjaliðið vera á niðurleið. ÍBV liðið er hins vegar vel mannað, með sterka og reynslumikla leikmenn og unga og efnilega inn á milli. Leikmenn liðsins verða að hrista þennan hroll úr sér en síðasti leikur 2. umferðar er gegn Fjölni í Grafar- voginum. Fyrirfram hefði ÍBV átt þar tvö öragg stig en miðað við spilamennsku liðsins, þá þurfa Eyja- menn að vanda sig veralega til að hafa sigur. Fyrsti leikur 3. umferðar verður svo á heimavelli gegn ÍR en í þeim leik kemur í ljós hvort leik- menn ÍBV hafi það sem til þarf til að komast upp í úrvalsdeild. Eftir IR leikinn verður svo tæplega tveggja mánaða hlé á íslandsmótinu. 1. deild karla ÍR 9 6 2 1 262:234 14 Stjaman 9 6 1 2 262:237 13 ÍBV 9 6 0 3 262:239 12 Víkingur 9 5 0 4 231:213 10 Selfoss 9 2 1 6 249:252 5 Fjölnir 9 0 0 9 181:272 0 íþróttir Handbolti: Ester leik- maður mánaðarins Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV, var valin leikmaður mán- aðarins í Nl deild kvenna en valið var kunngert í íslenska boltanum, íþróttaþætti á RÚV. Ester hefur farið fyrir liði ÍBV og verið besti leikmaður liðsins, sérstaklega í sókninni þar sem hún skoraði að meðaltali rúmlega átta mörk í leik í nóvember. Hafrún Kristjáns- dóttir sagði í umsögn um Ester að hún hafi tekið miklum framförum í velur. Til þessa hafi hún verið góður varamaður en nú sé hún búin að breytast í lykilmann hjá ÍBV. „Vel valið,“ bætti Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Sport.is við. Ekki dæmt eftir upptöku Aganefnd Handknattleikssam- bands íslands úrskurðaði að ekki væri hægt að dæma brot Davíðs Þórs Óskarssonar eftir mynd- bandsupptöku. Forsaga málsins er sú að í fréttum Stöðvar 2 var atvik sýnt úr leik ÍBV og Selfoss þar sem Davíð Þór virtist slá leik- mann Selfoss viljandi í andlitið. í kjölfarið sendi stjóm HSI erindi til aganefndar og óskaði eftir þvf að nefndin tækið málið fyrir eftir myndbandsupptökunni. Aga- nefnd er hins vegar ekki leyfdegt nema í undantekningartilfellum að dæma eftir upptökum. Þá sé ekki hægt að meta það á upp- tökunni hversu alvarlegt brotið var, þótt það virki alvarlegt. Þá lék leikmaður Selfoss áfram og kláraði leikinn. Málið var því látið niður falla. Körfubolti: Bikarleikur á laugardag Á laugardaginn leikur meist- araflokkur ÍBV í körfbolta í 32ja liða úrslitum Powerade-bikar- keppninnar. Eyjamenn sátu yfir í 64 liða úrslitum en í 32 liða úr- slitum bætast við úrvalsdeildar- liðin. ÍBV mætir þó ekki liði úr úrvalsdeildinni að þessu sinni, því liðið tekur á móti Þór frá Akureyri á laugardaginn klukkan 12:00. Framundan Föstudagur 9. desember Kl. 19:00 ÍBV 2-HK Eimskipsbikar karla, handbolti. Kl. 17:00 ÍBV-HK 2. flokkur, bikar, handbolti. Kl. ??:?? HK-ÍBV 3. flokkur, bikar, handbolti. Kl. 20:00 Breiðablik-ÍBV 2. flokkur karla, knattspyma. Laugardagur 10. desember Kl. 12:00 IBV-Þór Akureyri Poweradebikarinn, körfubolti. Kl. 13:00 Fjölnir-ÍBV 1. deild karla, handbolti. Kl. 11:00 Breiðablik 2-ÍBV 2. flokkur karla, fótbolti. Kl. 12:30 IBV-Framl 4. flokkur karla, AB, handbolti. Kl. 15:00 Afturelding-ÍBV 2. flokkur karla, handbolti. Sunnudagur 11. desember Kl. 11:00 Breiðablik 2-ÍB V 4. flokkur karla, ABC, fótbolti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.