Reykvíkingur - 20.06.1952, Qupperneq 5

Reykvíkingur - 20.06.1952, Qupperneq 5
Peran i ljósstæðinu yfir snyrtiborðinu á að vera sterk svo að engin misfella verði í andlitssnyrtingunni. En snyrtið yður aldrei við rafmangsljós þegar þér á eftir gangið út í dagsljósinu — eða öfugt. (Mbl. 14. 6.). Ef viO misskiljum þetta ekki, eigum viO m. ö. o. aO snyrta ohkur viO dagsljós áOur en viO göngum lít i rafmangs- IjósiO. Nálega ætíð eru forsetar frjálsra þjóða aldurhnignir menn, sem áhyggj- ur og erfiði hafa markað með djúpum línum í svipmóti. (J. J. í Landvörn, maf). Selfportrait? Þrálátur orðrómur gengur um, að Eden muni láta af utanríkisráðherra- embættinu og gerast náinn samstarfs- maður Churchills. (Mbl. 17. 6.). Norðmenn hafa einnig bent á, að ef tryggja skuli friðinn í framtiðinni, verði að koma í veg fyrir offjölgun fólksins, svo að ekki verði að grípa til jafn viðbjóðslegra fólksfækkunarað- ferða og ófriður er. (Vísir 10. 6.). Þá veit maOur til hvers cr barist. NEÐANJARÐARVERKFALL f HÁLFAN MÁNUÐ. (Þjóðv. 15. 6.). Kyndarar hyrnda marskálks- ins óánœgOir meO kaupiOf 1 Sú villa varð í skákþraut blaðsins í gær, að hvítt peð var á C3, sem átti þar ekki að vera né yfirleitt á borðinu. (Vísir 10. 6.). í rauninni finnast fjölmargar mis- munandi skýringar á orðinu „kokteill". Allur fjöldi manna setur það í sam- band við Axolotl 8., konung í Mexikó, sem átti forkunnarfrfða dóttir, sem hét Coctel. (Mbl. 17. 6.). Já, Eggert er að vísu farinn, og þó ekki, því að hann hefur eftirlátið sinn bezta hluta — sinn innri mann — sem hægt er að finna í hverri bóka- búð á landinu, nefnilega 2. bindi minninga hans, „Lífið og ég“. (Visir, 13. 6.). (^£j REYKVÍKIN GUR Carlsen minkabani A öðrum tug þessarar aldar voru strákarnir Kurt og Carl að alast upp í bænum Lilleröd á Sjálandi. Þeir voru bræðrasynir og léku sér saman. Sá fyrrnefndi vakti seinna mikið um- tal fyrir að hafast við um borð í skipi sínu Flying Enterprise einsamall í óveðri á Atlantshafi löngu eftir að allir aðrir höfðu gefið upp von um að það mundi haldast á floti. Sá síðarnefndi hefur getið sér gott orð fyrir baráttu gegn minkaplágunni á Islandi. Carl Carlsen fæddist í Lilleröd 20. janúar 1908. Faðir hans hafði — þegar hann var unglingur — ekki fengið samþykki foreldra sinna til að gerast sjómaður, eins og hugur hans þráði mest, og gerðist í staðinn múrari. Son- urinn Carl ól í brjósti sömu bernskudrauma, en var að því leyti heppnari hinum eldri Carlsen að hann átti skilningsríkan föður. Því að þegar Carl kom að máli við foreldra sína einn dag er hann var á 16. aldursári og sagði: ,,Nú ætla ég til sjós,“ — þá engum andmælum hreyft. Carl sigldi til margra landa með mönn- um af mörgu þjóðerni. Hann lærði að bjarga sér í þýsku, ensku, frönsku, spænsku — og jafnvel rússnesku. Arið 1929 var hann á skipi með dönskum kyndara sem siglt hafði á ísland. Viðkynningin við kyndara þenn- an vakti hjá honum áhuga fyrir íslandi, og hann ákvað að fara hingað norður. Carl Carlsen kom til íslands í árslok 1929. Á vertíðinni þ ennan sama vetur réri hann á trillu frá Grindavík, og var við heyskap næsta sumar sem kaupamaður hjá Einari í Garðhúsum. Árið 1931 starfaði Carl í verksmiðjunni á Álafossi, og kvæntist um sömu mundir íslenskri konu; þau eiga fimm börn, þrjá syni & tvær dætur. Næstu árin stundaði Carl ýmsa algenga vinnu hér í Reykjavík,1, en fluttist árið 1934 með fjölskyldu sína til Lilleröd, og vann þar að húsbyggingum með föður sínum. Árið 1937 fluttist hann^q var aftur til íslands, og hefur búið hér síðan. Hann er löngu búinn að gera það upp við sig, að hér, og hvergi annarsstaðar, er stað- urinn fyrir hann að eiga heima. Carlsen hefur fengist við sitt af hverju síðan hann settist hér endanlega að, fyrir utan almenna verkamannavinnu, meðal annars verið járnsmiður og pípulagninga- maður og — stýrimaður á skipi. Á siglinga- árum sínum tók hann eitt sinn minna stýri- mannspróf í Kaupmannahöfn, og þetta próf tryggði honum stýrimannsstöðu á danska skipinu Skagen, sem banda- menn höfðu hér við land í flutningum fyrir herinn. Á Skagen var Carlsen 1940— ’42. Seinna, eða veturinn 1944—’5, sigldi hann um skeið á Yamassee, leiguskipi Eimskipafélagsins, en 1. stýrimaður þar var frændi hans og leikbróðir frá Lille- röd, hinn frægi Kurt Carl- sen. — Eftir stríðið tók Carl aftur að stunda ýmsa algenga vinnu. Seinustu árin hefur hann búið hér uppi við Rauðavatn. Það var árið 1942 sem Carlsen fór fyrst að fást við minkaveiðar. En hann sá fljótt að slíkar veiðar gæti enginn stundað með neinum teljandi árangri nema hann nyti við góðra og vel taminna hunda. Hann reyndi mikið til að finna slíka hunda; það var þó ekki fyrr en 1947 sem hann rakst á þann fyrsta er hafði til að bera hið rétta upplag. En þessi hundur tamdist líka mjög vel og lærði á skömmum tíma að skilja það hlutverk sem honum var ætlað við minka- veiðarnar. Og nú fór Carlsen að stunda þær með miklum árangri. Og ári síðar, 1948, var hann ráðinn til þess af landbúnaðarráðu- neytinu að ferðast um landið og vinna að útrýmingu minksins. Hefur hann stundað þetta sem atvinnu síðan. Hundar Carlsens hafa með hverju árinu orðið hæfari til veiðanna. Með aðstoð þeirra er hann búinn að bana samtals 3000 mink- um. (Sjá bls. 12—13). 5

x

Reykvíkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/1090

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.