Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 19
BÍLAR
ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2013
Kínverska bílafyrirtækið Dongfeng hefur gert Fisker Automotive tilboð í 85%
eignarhlut í kaliforníska tvinnbílaframleiðandanum. Hljómar það upp á 350
milljónir dollara, eða 45 milljarða króna. Fleiri hafa reyndar boðið í fyrirtækið
en talið er að tilboð Dongfeng sé það besta. Fisker framleiðir sportbíla sem
ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni en hefur ekki framleitt einn einasta
bíl síðastliðna sjö mánuði þar sem birgir Fisker á rafgeymum, A123 Systems,
fór á kúpuna. Leitar Fisker nú hófanna hjá öðrum framleiðendum rafgeyma.
Bílar Fisker, sem bera nú nafnið Fisker Karma, eru engin smásmíði. Þeir vega
2,4 tonn en eyða samt aðeins 4,5 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri. Þeir
kosta 100.000 dollara stykkið eða um 13 milljónir króna. Um 2.000 Fisker
Karma-bílar hafa verið afhentir eigendum sínum til þessa.
KAUPA KÍNVERJAR FISKER?
HEMLAHLUTIR Í JEPPA
Vagnhöfði 7 – sími 517 5000
Ef rýnt er í sölutölur nýrra bíla það sem af er ári á vef Umferðarstofu sést glögglega að jepplingar eiga sem stendur upp á pallborðið hjá landanum.
Salan eftir janúarmánuð og fram til 15. þessa mánað-
ar er 681 bíll og því byrjar salan ekki af miklum krafti.
Það gerir hún sjaldnast á fyrstu mánuðum hvers árs
og sala til bílaleiga er líklega ekki hafin. Hún vó hátt
að helmingi sölunnar í fyrra. Hins vegar er hlutfalls-
leg sala á jepplingum líklega í sögulegu hámarki, því af
tíu söluhæstu einstöku bílgerðunum eru fimm þeirra
jepplingar.
Honda CR-V söluhæstur allra bílgerða
Söluhæsti bíllinn hingað til er jepplingurinn
Honda CR-V sem selst hefur í 54 eintökum.
Toyota Yaris-fólksbíllinn hefur selst í 51
eintaki en í þriðja sæti er aftur jepp-
lingur, Chevrolet Captiva, sem
41 hafa keypt. Volks-
wagen Golf hafa 32 kaupendur krækt sér í en síðan kemur
einn jepplingurinn enn, Kia Sportage með 29 bíla. Fleiri
jepplingar ná hátt á þessum lista, Nissan Qashqai í 7.-8.
sæti með 23 bíla og Suzuki Grand Vitara í því 10. með 16
bíla selda. Hyundai Santa Fe er líka ofarlega með 12 bíla
og Volkswagen Tiguan einnig 12.
Volkswagen og Toyota áfram söluhæst
Af öllum bílum seldum á árinu eru 283 þeirra jepp-
lingar eða jeppar, eða 41,5%. Jepplingarnir eru 226 en
jepparnir 57. Söluhæstu jepparnir eru Toyota Land
Cruiser 11 bílar, Dodge Durango 10, Mitsubishi Pajero 7,
Suzuki Jimny 6, Land Rover Discovery 5, BMW X5 4 og
Audi Q7 4 bílar. Söluhæsta einstaka bílamerkið það sem
af er ári er Volkswagen með 95 selda bíla og Toyota fylgir
fast á eftir með 94 bíla. Þessi tvö merki voru langsölu-
hæst hér á landi í fyrra og því engin breyting þar á nú í ár.
Í næstu sætum eru Chevrolet 77, Honda 60, Kia 56, Suzuki
32, Nissan 26, Hyundai 25 og Ford og Renault með 23 selda
bíla hvort.
Ár jepplinganna?
Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa
50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í
Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf
kom fyrst á markað í desember árið 2010.
Eigendur Nissan Leaf-bíla hafa ekið þeim samtals
260 milljónir kílómetra, sem er lengra en
vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur
eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km.
50.000 Nissan Leaf seldir
Fisker Karma