Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 12

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 12
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Mín spá er að á þessari öld muni Íslend- ingar sækja mestan auð sinn til norður- slóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkis- þjónustan hefur gert. Hlýnun sjávar mun leiða til þess að lengra fram á öldinni kunna ný, víðfeðm búsvæði nytjategunda að skapast langt norður í höfum þegar ísþekjan bráðnar. Þar verða Íslendingar að standa fast á sínum hlut. Ekki er ólíklegt að stofnarnir sem breiðast norður um séu íslenskrar ættar, eða afleggjarar úr flökkustofnum sem við eigum þegar umsaminn hlut í. Siglingar um Norður-Íshafið aukast ár frá ári vegna minnkandi hafíss og aukins áhuga Asíuríkja og norðurskautsríkja á að nýta siglingaleiðina til að stytta flutn- ingaleiðir milli hafna við Norður-Atlants- haf og Kyrrahaf. Þar er til lengri tíma horft til miðleiðarinnar, þvert yfir pólinn, sem er stysta leiðin milli Asíu og Evrópu. Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólitískt vægi Íslands gagn- vart Asíu, Ameríku og Evrópu. Hún mun líka krefjast þess að Ísland verður ein af mikilvægum umskipunarhöfnum fyrir flutningana yfir pólinn. Það leiddi til efnahagslegra stakkaskipta á Íslandi, og Norðurlandi sérstaklega. Fyrst í tíma er þó uppbygging þjón- ustu á Íslandi við þau þrjú vinnslusvæði sem líklegt er að verði komin í fram- leiðslu í kringum 2025. Þau eru horn- punktar svæðis sem ég hef skilgreint sem íslenska orkuþríhyrninginn og nær frá Norðaustur-Grænlandi til Jan Mayen, og suður til Íslands. Á þessum og næsta áratug verða mikil umsvif í rannsókn- um og tilraunaborunum. Slík útgerð er flókin, kostar hundruð milljarða og þarfnast mikillar þjónustu. Síðustu ár hef ég unnið dyggilega að því að ná upp samstöðu með Grænlendingum og Norð- mönnum um að langskynsamlegast er að vinna með Íslendingum að því að byggja upp þjónustu við vinnslusvæðin í orku- þríhyrningnum hér á Íslandi. Það eitt mun gjörbreyta efnahag Íslands, útrýma atvinnuleysi og skapa meiri auð fyrir þjóðina en hún hefur áður þekkt. Norðurslóðir eru framtíð Íslands NORÐURSLÓÐIR Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ➜ Vegna legu landsins mun miðleiðin auka gríðarlega pólítískt vægi Íslands gagnvart Asíu, Amer- íku og Evrópu. Mikilvægi orðaraðarinnar Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gaf ekki mikið fyrir hugmyndir um einhvers konar skemmri skírn í stjórnarskrármálinu. Hún taldi tilboð meirihlutans um ein- hvers konar sátt núna koma of seint og sagði í samtali við Ríkisútvarpið um helgina að svo væri. Sérstaklega „þegar vilji okkar framsóknar- manna hefur nánast verið skýr allt þetta kjörtímabil, að ná sátt um breytingar á núverandi stjórnarskrá“. Mögulega átti Vigdís við að vilji flokksins hefði verið skýr nánast allt kjörtímabilið, en það sem út kom var að viljinn hefði nánast verið skýr. Þessu hafa allir, og þar með talinn sá er hér ritar, margoft orðið fyrir en þetta sýnir okkur hve mikilvægt er að orðaröðin sé rétt. Seinþreyttur til vandræða Sveinn Ingi Lýðsson er formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness. Að auki bloggar hann á Eyjunni. Þar segist hann vera áhugamaður um samfélag og þjóðmál en ekki liggur honum þó hátt rómur. Í gær skrifaði hann færslu um leiðara Morgunblaðsins, þar sem hann kvartar meðal annars yfir „LÍÚ-klíkunni“, en síðasta færsla þar á undan er frá 12. apríl 2012. Þar kvartar hann yfir „útgerðar- aðlinum“. Naggað um náttúruvernd Íslensk þjóð virðist þeim einkennum búin að skipta sér rækilega í tvo flokka í hverju málinu á fætur öðru. Nýjasta málið í þeim flokknum virð- ist vera frumvarp til laga um náttúru- vernd. Þar skiptist fólk í fylkingar; önnur telur að með því sé réttur almennings til umferðar takmark- aður um of, en hin að hann sé svo rúmur í frumvarpinu að það gangi á eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Það er ýmist í ökkla eða eyra í íslenskri umræðuhefð. kolbeinn@frettabladid.is B enedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mán- uðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurs- sakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm. Örfá dæmi eru um að páfar hafi látið af embætti. Síðast gerðist það fyrir tæpum sex hundruð árum. Páfar, sem trúaðir telja sérlega sendiboða almættisins hér á jörð, hafa hingað til ekki látið ellihrumleika aftra sér. Sumir gátu varla lyft hendi til að veifa. Benedikt sextándi segist hins vegar telja að heilsubrestur sökum elli aftri honum frá því að vera sá kirkjunnar þjónn sem þörf sé á um þessar mundir. Ekki sé nóg að andinn sé sterkur, holdið þurfi að vera það líka. Um mánaðamótin tekur hann því aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. Ýmsar sögusagnir eru um mögulegar aðrar ástæður þess að páfinn kýs að hverfa úr embætti. Hann er til dæmis sagður hafa mætt óvæntu mótlæti innan kirkjunnar við umbætur sem hann vildi koma á í kjölfar umræðu um kynferðisbrot kaþólskra presta. Kann þar eitthvað að vera til í að hann hafi skort styrk til að taka slaginn og ákvörðun um að hætta sé því góðra gjalda verð. Svona svo fremi sem gott hljótist af. En um leið hlýtur að læðast að manni sá grunur að með ákvörðun sinni sé Benedikt sextándi páfi að fórna sér fyrir stofnunina sem hann hefur þjónað. Spjótin beinast nefnilega í auknum mæli að honum sjálfum í tengslum við glæpi kirkjunnar í að hylma yfir og færa til í starfi barnaníðinga í hennar röðum. Í nýrri heimildarmynd, Mea Maxima Culpa, sem aðallega fjallar um glæpi bandarísks prests sem níddist á heyrnar- lausum drengjum í tvo áratugi, kemur fram að Joseph Ratzinger, þá kardínáli, hafi stýrt umsjá kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar á heimsvísu. Embættinu hafi hann sinnt frá 2001 til 2005 þegar hann varð páfi. Hans fyrsta verk í embætti hafi verið að senda biskupum bréf um að samkvæmt reglum kirkjunnar mættu afbrot innan hennar raða ekki verða opinber. Og þegar biskupar í Bandaríkjunum vildu fá heimild til að svipta barnaníðinga hempunni var þeim neitað um hana. Meiri manndómur væri í að kaþólska kirkjan viðurkenndi mis- tök sín og glæpi og sæi til þess að sagan fengi ekki endurtekið sig. Stofnunin virðist hins vegar hafa vaxið yfir höfuð mann- gæskunni sem trúin boðar. Sé páfinn að hverfa úr embætti til þess að forða kirkjunni frá erfiðri umræðu tengdri hans persónu er enn verið að verja stofnunina, á kostnað manngæskunnar. Hér hefur síðustu misseri átt sér stað vitundarvakning í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum og viðbrögð við þeim. Vonandi færast hlutir líka til betri vegar hjá stærstu kirkju- stofnun heims. Öðrum kosti verður hún áfram víti til varnaðar um hvernig ekki skuli bregðast við. Að fórna sér fyrir stofnunina: Skuggi er yfir brotthvarfi páfa Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.