Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 30

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 30
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 TEIKNINGAR Sýningu Ingólfs mátti bæði líta á sem eina heild og fjórskipta, segir gagnrýnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MYNDLIST ★★★★★ Teikningar Ingólfur Arnarsson HAFNARBORG „Á maður að sjá eitthvað í þessu?,“ segir gestur á sýningu Ingólfs Arnarssonar stundarhátt stand- andi fyrir framan eina af teikn- ingum hans á sýningunni. Undir- ritaður útskýrir í stuttu máli hvernig verkin eru unnin. Gestur- inn heldur áfram að skoða sýn- inguna. Aðrir gestir koma inn og spyrja svipaðra spurninga. Gestur inn sem fékk stuttu kynn- inguna endursegir kynninguna í eyru nýju gestanna. Kannski eru þessi verk ekkert svo óaðgengileg, hugsa ég með mér, ef menn fá smá leiðsögn. Ingólfur hefur frá því ég kynnt- ist list hans fyrst unnið teikningar eins og þær sem má sjá í Hafnar- borg. Þær eru allar í sömu stærð, A5 eða þar um bil, álíka að stærð og hjarta, andlit eða hönd, eins og Ingólfur hefur sjálfur lýst verk- unum. Þær eru allar unnar með hörð- um blýanti á löngum tíma. Þetta er þéttofið net blýantsstrika á hvít blöð sem fest eru beint á vegginn þannig að þykkt blaðsins er það eina sem lyftir þeim frá veggn- um. Myndirnar eru allar í sama ljósgráa tóninum og munurinn á milli mynda er við fyrstu sýn lít- ill en þegar maður gengur á milli myndanna og horfir á hverja þeirra í smá tíma, fer munur að koma í ljós, þó hann sé vissu- lega meira blæbrigðamunur en hitt. Smátt og smátt fer maður að skynja hvert verk eins og hljóm- fall, að nýr hljómur sé lagður niður frá einni mynd til þeirrar næstu, þar til ákveðinni mettun er náð. Skuggar og form fara að birtast og maður rekur sig með augunum eftir innri heimi hverrar teikn- ingar. Þetta eru á vissan hátt krefjandi verk fyrir áhorfandann, og þau þarfnast nokkurrar einbeitingar og næðis. Hægt er að njóta hverrar og einnar teikningar fyrir sig eins og segir hér að framan, en einnig upp- lifa sýninguna sem innsetningu í rými, enda hugsar lista maðurinn jafnan mikið um rýmið sem heild og samspil þess við verkin. Það má sem sagt líta á sýn- inguna bæði sem eina heild og fjór- skipta. Veggurinn á móti dyrunum er einn hlutinn, en þar eru nokkrar teikningar stakar og um leið eru það nýjustu verkin. Á veggnum á móti eru hins vegar tveir hópar eldri teikninga, 40 teikningar alls. Báðir þeir hópar eru með teikning- ar hengdar upp í tveimur láréttum röðum, en sá vinstri er með teikn- ingar hengdar upp beint fyrir ofan hverja aðra, en sá til hægri er með 20 teikningar sem raðað er upp í misvíxl. Þessar þrír hópar teikn- inga fá því allar sinn takt. Fjórða elementið er svo ljós- mynd sem listamaðurinn hengir upp rétt við innganginn í salinn, en myndin er af fremur óhrjáleg- um gróðri í moldarbeði sem flæðir upp á gangstétt. Þessi mynd er í þó nokkurri mótsögn við regluna í öðrum verkum sýningarinnar og því uppbrot. Á svona sýningu fer hver mis- fella í vegg og hver eining salar- ins að skipta máli og spila með verkunum, hvort sem manni líkar það betur eða verr. Ristir, hurðir, ljós, gólfefni og innstungur ýkjast einhvern veginn upp í þessu sam- hengi og hljóð sem berst að utan sömuleiðis. Þannig varð hljóðið úr sýningu á efri hæðinni ósjálfrátt hluti af upplifun á sýningu Ingólfs. En þarna kemur ljósmyndin til sögunnar og límir saman eða dreg- ur til sín þá truflun sem mögulega gæti haft of mikil áhrif. Margir tala um minimalisma í sömu andrá og verk Ingólfs eru nefnd en ég hef aldrei horft á þau sem slík. Þau eru meira abstrakt expressionísk, enda lýtur mini- malisminn svokallaður öðrum lög- málum. Þóroddur Bjarnason NIÐURSTAÐA: Nostursamlega unnin sýning á teikningum sem búa yfir innra hljómfalli og ytri takti þegar þær eru saman komnar í rými. Hljómfagrar teikningar Skólaþing epli.is Norðlingaskóla Miðvikudaginn 20. feb Dagskrá: Kl. 13:30 - Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna Kl. 14:00 - Abdul Chohan frá ESSA Academy Kl. 15:00 - iPad vinnustofur Nánari dagskrá á: epli.is/skolar UPPLÝSINGAR & SKRÁNING: annarosa@annarosa.is eða í síma 662 8328. Verð 4.900 kr. Námskeið með ÖNNU RÓSU grasalækni um áhrifamátt íslenskra lækningajurta Fjallað er um hvernig grasalæknar vinna og hvað sjúkdóma er algengt að þeir fáist við. Farið er yfir áhrifamátt nokkurra algengra lækningajurta sem auðvelt er að finna og tína. Fjallað verður m.a. um aðalbláber, krækiber, burnirót, fjallagrös, vallhumal, ætihvönn, maríustakk, mjaðjurt, blóðberg, birki, túnfífil, klóelftingu og haugarfa. Einnig verða gefin dæmi um einfaldar uppskriftir og aðferðir við vinnslu úr jurtum. www.heilsuhusid.is MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.