Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 25

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 25
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2013 | SKOÐUN | 17 20% afsláttur á boddýhlutum og ljósum Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is | stilling@stilling.is Fyrirmyndar fyrirtæki 2012 50% afsláttur af boddý- hlutum sem skemmst hafa ALLIR BODDÝHLUTIR OG LJÓS ERU AFGREIDD Á KLETTHÁLSI 5 Rannsóknir Hjarta verndar sýna að forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum skila árangri. Upp úr 1960 dró úr lífslíkum karla og kvenna á Íslandi. Aðalástæðan fyrir því var ótíma- bær dauðsföll vegna kransæða- stíflu. Þessari þróun tókst að snúa við með sameiginlegu átaki fag- fólks, leikmanna og stjórnmála- manna. Árangurinn endurspeglast í þeirri staðreynd að dauðsföllum fækkaði um áttatíu prósent vegna kransæðastíflu hjá fólki yngra en sjötíu og fimm ára milli áranna 1981 og 2006. Lífslíkur Íslendinga eru í dag með þeim bestu í heimi. Næstu þrjá áratugi mun einstak- lingum eldri en sextíu og fimm ára fjölga úr fjörutíu þúsundum í tæplega níutíu þúsund árið 2042. Þessi fjölgun aldraðra undir strikar hversu brýnt það er að vinna enn markvissar að því að seinka eða koma í veg fyrir æðasjúkdóma og afleiðingar þeirra, hjartaáföll og heilaáföll. Langflest ótímabær dauðsföll á Íslandi (fyrir 75 ára aldur) hafa orðið vegna hjarta- og æðasjúk- dóma. Þetta þýðir að sjúkdómur- inn hefur færst yfir á efri ár. Fyrir- byggjandi aðferðir til að seinka þróuninni og jafnvel koma í veg fyrir afleiðingar sjúkdómsins eru mjög mikilvægar því meira en sex- tíu prósent af öldruðum lifa áföllin af. Það að lifa af áfall er yfirleitt ekki án afleiðinga. Allt að helm- ingur af þeim sem lifa hjartaáföll af mun þróa með sér hjartabilun sem er alvarlegur sjúkdómur, en honum fylgja verulega skert lífs- gæði, óþægindi og þjáningar. Þögul hjartaáföll Nýlega sýndi Öldrunarrannsókn Hjartaverndar að umtalsverður hluti 67–93 ára einstaklinga bar merki um skemmdir í hjartavöðva. Fyrir hvern einstakling sem fengið hafði hjartaáfall sem hafði verið greint og meðhöndlað fundust nærri tveir aðrir sem höfðu einnig fengið hjarta- áfall en höfðu ekki hugmynd um það. Hjartaáfallið hafði farið fram hjá þeim. Þeim einstaklingum sem höfðu fengið þessi þöglu hjartaáföll farnaðist verr en þeim sem engin áföll höfðu fengið. Þannig höfðu um 30% þeirra sem höfðu fengið hjarta- áfall látist sex árum eftir að rann- sóknin var gerð. Dánar tíðnin var hins vegar um 17% hjá þeim sem ekki höfðu fengið hjartaáfall. Þessi rannsókn sannar hversu ófyrirsjá- anlegir hjarta- og æðasjúkdómar geta verið og hve greining þeirra og forvarnir geta verið flóknar. Rannsóknarstöð Hjartaverndar og Hjartaheill hafa aukið samvinnu sína til muna og lýstu yfir form- legu samstarfi í forvörnum þann 9. janúar síðastliðinn. Þetta leiðir til þess að þekking sú sem rann sóknir Hjartaverndar skapa munu koma fyrr og með markvissari hætti til almennings og stjórnvalda. Þessari samvinnu ber að fagna enda er hér stigið stórt skref í þágu forvarna hjarta- og æðasjúkdóma. Með ómtækni má greina byrjunar stig æðakölkunar löngu áður en hjarta- og æðasjúkdómar gera vart við sig. Ómtæki Hjarta- verndar er úr sér gengið og hefur Hjartaheill ákveðið að styrkja kaup ómtækis með höfðinglegri gjöf, eða 5,5 milljónum króna. Hjartabrauð Landssamband bakarameistara og Hjartavernd hafa tekið höndum saman um að auka neyslu þjóðar- innar á hollara brauðmeti. Mark- miðið með samvinnunni er að vekja athygli almennings á hollustu heil- korna í brauðmeti og mikilvægi þess að minnka salt- og sykurneyslu. Samkomulagið felur í sér að hand- verksbakarar hafa hannað hjarta- brauð, sem er alfarið bakað úr heil- möluðu korni og inniheldur lítið salt og sykur. Hjartabrauðið er úr fín- möluðu heilkorni og inniheldur öll hollustuefni kornsins, trefjar, stein- efni, vítamín og andoxunarefni, og er milt á bragðið. Þetta sérstaka hjartabrauð hefur verið til sölu í bakaríum síðan í sept- ember síðastliðnum. Sextíu krónur af hverju seldu hjartabrauði renna til söfnunar fyrir ómtæki Hjarta- verndar. Þann 9. janúar síðast- liðinn afhentu bakarar ávísun upp á 1.032.000 krónur. Þessar fjárhæð- ir frá Hjartaheill og handverks- bökurum skipta sköpum í baráttu Hjartaverndar gegn hjarta- og æða- sjúkdómum. Hjartabrauðið verður áfram til sölu í öllum handverksbakaríum landsins enda heldur sameigin- legt átak Hjartaverndar og bakara áfram. Þetta er í fyrsta skipti sem Hjartavernd gefur leyfi til að nota merki sitt á vöru en það er gert að vel íhuguðu máli hjá stjórn Hjarta- verndar. Vísindarannsóknir hafa leitt í ljós að rífleg neysla á grófu korni virðist geta haft áhrif til að minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem sykursýki og hjartasjúk- dómum. Gróft mjöl er gott fyrir meltinguna og veitir meiri seddu- tilfinningu en hvítt hveiti og annað fínt mjöl. Í dag leikur enginn vafi á því að hollt mataræði og reyklaust og streitulítið líferni ásamt því að hreyfa sig er besta forvörnin gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Stjórn og starfsfólk Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar vill nota tækifærið og þakka lands mönnum hjartanlega fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemina, en án hans væru forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum ekki á því sigi sem þær eru í dag. Hafið bestu þakkir. Gunnar Sigurðsson, prófessor og stjórnarformaður Hjartaverndar Karl Andersen, prófessor og situr í stjórn Hjartaverndar Laufey Steingrímsdóttir, prófessor og situr í stjórn Hjartaverndar Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir Hjartaverndar Hjartabrauð gefur hjartaauð Það mun hafa verið Matthías Johannes- sen sem svaraði spurn- ingu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tví- hyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi ótta- tilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemis- hyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemis- rök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinn- inga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetn- ingum. Þær eru afar handhæg- ar, því þær verða hvorki sann- aðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og til- finningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tæki- færi fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórn mál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita. Mannsandinn eða hjartað Þessi tvíhyggja kemur í annarri myndbirtingu fram hjá Kristi, þegar hann svar- aði: „Gjaldið keisar- anum það sem keisar- ans er, en guði það sem guðs er.“ Þessi setning er lykillinn að þróunar- sögu Vestursins og sem greinir það kyrfilega frá Austrinu, og þá er ég ekki að tala um átta- mörk kalda stríðsins. Skýrast kom þetta fram í því að Drottinn kristinna manna var bæði mannsson og Guðsson. Þetta segir að veraldleg hugsun átti að vega salt við yfirskilvit- legar tilfinningar. Þetta samlífi var oft brösugt í gegnum tíðina. Það skiptust á friður og ófrið- ur. Lokahnykkinn í veraldar- væðingu kristindómsins tók svo þýski munkurinn Lúther. Í nútíma vestur evrópsku sam- félagi er komið á nokkuð gott jafnvægi milli áhrifa veraldar- og trúarhyggju. Það heyrist jafnvel stundum að veraldarhyggjan sé allt að kæfa. Í flestum íslömskum ríkjum er þessu öfugt farið. Þar sem kennisetningar kóransins ríkja hefur trúar- og tilfinn- ingasviðið kæft alla veraldlega skynsemi. Þess vegna hefur þróun í átt að meiri velferð og almennri velmegun ekki átt sér stað í þeim löndum, svo ekki sé minnst á jafnrétti og frelsi. Hjartað og guð almáttugur auka ekki endilega á veraldlega vel- ferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar. Fullveldisrán sem framtíðarsýn Þessi átök milli heilans og hjartans, hugsunar og tilfinn- inga, geisa nú hér á landi. Tvær átakafylkingar skírskota til andstæðra hughrifa í baráttu um skoðanir landsmanna um aðildina að ESB. Annars vegar eru það þeir sem reyna að beita rökum skyn- seminnar fyrir því að aukin velferð okkar og velgengni í framtíð sé háð því að við verð- um aðilar að ESB. Reynt er að leggja skynsemis mat á kosti og vankanta. Nýta sér m.a. reynslu annarra þjóða. Hins vegar eru það þeir sem skír- skota með málflutningi sínum til óttans, til hjartans. Í átök- unum um uppkastið 1908 var sagt að aðferð andstæðinga þess væri að „vekja upp drauga, skapa grýlur, – þyrla upp ryki og reyna á allar lundir að vekja hræðslu og tortryggni … ásamt gömlu vopnunum: skrökinu, hártogunum og blekkingum.“ Í átökunum nú er búin til hroll- vekja þar sem flest eftirsóknar- verð gæði hérlendis verða færð útlendingum. Þjóðinni er sagt að niðurstaða úr samningavið- ræðunum sé fyrir fram ákveðin og hún sé ekki glæsileg; íslensk- ur landbúnaður leggist af, fiski- miðin afhent útlendingum og þjóðin verði rænd fullveldinu, sjálfu fjöregginu. Slík fram- tíðarsýn vekur að sjálfsögðu ótta og geðshræringu, eins og að er stefnt. Gagnvart þessari nístandi ógnvekju á tilfinninga- snautt skynsemistal undir högg að sækja. Á vængjum óttans ESB-AÐILD Þröstur Ólafsson hagfræðingur ➜ Hjartað og guð almátt- ugur auka ekki endilega á veraldlega velferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar. ➜ Þessar fjárhæðir frá Hjartaheill og hand- verksbökurum skipta sköpum í baráttu Hjartaverndar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. HEILBRIGÐIS- MÁL AF NETINU Rætin kvenfyrirlitning Katrín hefur verið ráðherra í fjögur ár, þingmaður jafn lengi, varafor- maður VG í tíu ár og var á sínum tíma varaborgarfulltrúi í fjögur ár. Hún hefur því margvíslega reynslu af pólitík, fyrir utan önnur störf hennar. En þetta smættar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra niður í að hún sé „gluggaskraut“. Fyrirgefið, en þetta er ekki fyndið. Þetta er bara ógeðsleg kvenfyrirlitning. Nú ætti að vísu öllum að vera sama um ámátlegar tilraunir Davíðs Oddssonar til að niðurlægja andstæðinga sína í pólitík með ömurlegum fimmaurabröndurum. Hann er jú löngu kominn fram yfir síðasta söludag. En hann er nú samt sá maður sem fjöldi sjálfstæðismanna lítur enn á sem leiðtoga lífs síns. http://blog.pressan.is/illugi Illugi Jökulsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.