Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 4

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 4
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 234,3378 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,05 129,67 199,64 200,62 172,22 173,18 23,085 23,221 23,207 23,343 20,342 20,462 1,3717 1,3797 196,7 197,88 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 18.02.2013 STJÓRNMÁL Ellefu hæstaréttar- lögmenn skora á Alþingi að vanda betur til undirbúnings við gerð nýrrar stjórnarskrár lýðveldis- ins. Þeir telja varhugavert að gera þær grundvallarbreytingar á stjórnskipun ríkisins sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. „Samþykkt núverandi frum- varps, með þeim breytingar- tillögum sem fyrir liggja, hefði í för með sér mjög róttækar breyt- ingar á íslenskri stjórnskipun. Ekki hefur farið fram ítarleg greining á mögulegum afleið- ingum þess að frumvarpið verði samþykkt. Sú takmarkaða skoð- un sem farið hefur fram bendir eindregið til þess að í frumvarp- inu felist margvíslegar hættur fyrir lýðræðislegt þjóðskipu- lag,“ segir meðal annars í áskor- uninni sem hæstaréttarlögmenn- irnir Berglind Svavarsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Jakob R. Möller, Karl Axelsson, Kristinn Hallgrímsson, Ragnar H. Hall, Reimar Pétursson, Sigurður G. Guðjónsson, Þorsteinn Einars- son, Þórdís Bjarnadóttir og Þór- unn Guðmundsdóttir skrifuðu undir. „Til þess að Alþingi rísi undir stjórnskipulegu hlutverki sínu er þinginu skylt að taka sjálf- stæða afstöðu til frumvarpsins. Tryggja verður vandaðan undir- búning og breiða samstöðu áður en ný stjórnarskrá lýðveldisins er samþykkt. Töluvert vantar á að þessi skilyrði séu uppfyllt,“ segja lögmennirnir. - þeb Ellefu hæstaréttarlögmenn skora á þingið að vanda betur til stjórnarskrár: Telja stjórnarskrárbreytingar varhugaverðar ALÞINGI Lögmennirnir segja þrennt sérlega mikilvægt, vönduð vinnubrögð, að nýta þekkingu hins vísasta fólks og gera breytingar í eins mikilli sátt og mögulegt er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veðurspá Fimmtudagur 3-10 m/s. SUÐLÆGAR ÁTTIR Mjög litlar breytingar í veðrinu næstu daga. Suðlægar áttir verða ríkjandi og það verður milt í veðri næstu vikuna. Rigning með köflum um sunnan og vestan til en annars yfirleitt úrkomulaust. 5° 6 m/s 7° 8 m/s 7° 8 m/s 9° 12 m/s Á morgun 5-13 m/s, hvassast SV-til. Gildistími korta er um hádegi 8° 5° 6° 6° 5° Alicante Basel Berlín 16° 5° 2° Billund Frankfurt Friedrichshafen 1° 4° 3° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 1° 1° 20° London Mallorca New York 9° 17° 7° Orlando Ósló París 25° -4° 7° San Francisco Stokkhólmur 11° -1° 5° 7 m/s 6° 5 m/s 6° 5 m/s 5° 4 m/s 5° 5 m/s 6° 5 m/s 4 8 m/s 8° 5° 6° 6° 5° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Vilja herða eftirlit 1ÞÝSKALAND Þýsk stjórnvöld vilja herða eftirlit með kjötframleiðslu og boða jafnframt hærri sektir fyrir að brjóta reglur. Þetta á að gera til að koma í veg fyrir vöru- svik á borð við þau að selja hrossakjöt sem nautakjöt, eins og framleiðendur hafa orðið uppvísir að undanfarið. Fleiri vörutegundir hefur þurft að fjarlægja úr þýskum versl- unum síðustu daga eftir að prófanir sýndu að í þeim var hrossakjöt. Dæmdur fyrir bangsaárás 2HVÍTA-RÚSSLAND Landamæravörður í Hvíta-Rússlandi hefur verið dæmd-ur til tveggja ára fangavistar fyrir að hafa ekki hindrað innrás sænskra leikfangabangsa. Brot hans fólst í því að tilkynna ekki um að lítilli flugvél var flogið inn fyrir landamærin síðastliðið sumar, þar sem úr henni var varpað hundruðum bangsa í fallhlífum. Böngsunum fylgdu slagorð til stuðnings mannréttindum. Vélinni flugu tveir starfsmenn sænskrar auglýsingastofu. ESB þjálfar Malíher 3MALI Fulltrúar Evrópu-sambandsins eru byrjaðir að þjálfa stjórnarherinn í Malí. Markmið þjálfunarinnar er að gera stjórnarherinn færan um að hafa nægilega gott eftirlit með öllu landinu, þannig að herskáir hópar íslamista eða túarega geti ekki endurtekið leikinn frá því á síðasta ári, þegar þeir náðu norðurhluta landsins að mestu á sitt vald. Stjórnarherinn í Malí gerði stjórnarbyltingu fyrir tæpu ári, þegar herforingjunum þótti stjórn landsins ekki búa nægilega vel að hernum. FERÐAÞJÓNUSTA Átakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrar- mánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvem- ber og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Gestir sem væntanlegir eru á Hönnunarmars hafa margir hverjir átt í erfiðleikum með að fá gistingu á sama staðnum. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmars, segir von á fjölmörgum erlendum gestum. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæm- andi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíð- ina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast.“ Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin er haldin en Halla segir að hún sé í mars þar sem þá hefur verið minna um að vera og fleiri herbergi laus. Það sé hins vegar að breytast. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuð borgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrar mánuðina aukist mjög undan- farna vetur og verið yfir 80 prósent- um flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrar- gestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. kolbeinn@frettabladid.is kristjan@frettabladid.is Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlega Átak til fjölgunar ferðamönnum yfir vetrarmánuðina hefur gengið vel. Um 30 pró- sentum fleiri ferðamenn komu til landsins í nóvember og desember en árið áður. Nýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. ÍSLAND ALLT ÁRIÐ Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember og desember í fyrra en árið áður. Erfitt hefur reynst að fá gistingu í mars fyrir stærri hópa á sama stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenju- legan hátt með því að fara til Ísland,“ sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. „Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel,“ segja þau skötuhjú að lokum. Afmæli í íslenskum norðurljósum BECKI DAVIES OG PHIL DEY HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.