Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 28

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 28
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 20 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. gas, 6. ullarflóki, 8. nugga, 9. heyskaparamboð, 11. kvað, 12. sljóvga, 14. yfirstéttar, 16. tvíhljóði, 17. gagn, 18. suss, 20. búsmali, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. smæl, 3. öfug röð, 4. flokkur sýkla- lyfja, 5. þvottur, 7. niðurstaða, 10. óvild, 13. of lítið, 15. bakhluti, 16. umfram, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. loft, 6. rú, 8. núa, 9. orf, 11. ku, 12. slæva, 14. aðals, 16. au, 17. nyt, 18. uss, 20. fé, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. on, 4. fúkalyf, 5. tau, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. auk, 19. sú. En kósý hjá þér! Takk! Mér finnst það líka! Aldrei komið hingað áður? Nei... ég var vanur að fara á O´Brians! Ég fann ástina á O´Brians maður! Hún hét Kassandra! ...Og Jeanette! Og Elvira! Og Tove Tut-Tut! Og Gry- Tone! Og nú vilja þær skaða þig? Með alls kyns tækjum og tólum! Pierce, ert þú að stækka? Eiginlega. Þetta fylgir því að vinna í kvikmyndahúsi. Við köllum þetta S.P.U. S.P.U.? Samþjappaðs poppkorns upp- bygging. Auðvitað bragðast þetta öðruvísi en þegar mamma þín gerði þetta. Það var áður en eldur upp- götvaðist!! Vegna þess að ég segi það! Vá... ...Það er gott að vera eldra systkinið! Bíddu þangað til hún verður nógu gömul til að rífast við þig! FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR Sú var tíðin að Íslendingar gumuðu af gestrisni sinni. Íslensk sveitagestrisni var á allra vörum og við stærðum okkur af því að vera höfðingjar heim að sækja. Nú virðist gestrisni okkar vera bundin við það að höfðingjar sæki okkur heim, eða í það minnsta fólk sem getur borgað fyrir greið- ann. Beiningamenn eru hins vegar ekki eins velkomnir. KANNSKI hefur þetta alltaf verið svona. Fræg er sagan af Helgu biskupsfrú í Skál- holti sem á að hafa látið brjóta steinbogann yfir Brúará til að losna við ágang föru- fólks. Það þótti hins vegar níðingsverk og þjóðsaga spannst um það að biskup hefði spáð fyrir um að Helgu yrði refsað fyrir þetta ódæði. Bryti sá er verkið vann var sagður hafa drukknað skömmu síðar í Brúará – og áin því heimt sinn brúar- eyðileggingartoll. SEM betur fer hefur þeim beiningamönn- um íslenskum sem flakka um landið í von um lífsbjörg fækkað umtalsvert. Félags- lega kerfið hefur dregið úr þeirri þörf, þótt vissulega sé enn til fólk sem á sér varla málungi matar. Hins vegar hafa fjarlægðir minnkað og ný samgöngu- tækni gert það að verkum að hingað til lands leita reglulega beininga- menn úr öðrum löndum. Fólk sem getur sér litla sem enga lífsbjörg veitt og leitar á náðir okkar í von um betra líf. OG nú ber svo við að gestrisninni, sem eitt sinn var viðbrugðið, er orðið ábóta- vant. Fólki sem hefur yfirgefið heimahaga, oftar en ekki undir gapandi byssukjöftum, og ferðast oft og tíðum um hálfan hnöttinn mætir ekki manngæska og náunga- kærleikur. Því er holað niður í gistiheimili og við tekur biðin eftir Godot, eða Útlend- ingastofnun, sem virðist enn styðjast við póstskip til að bíða gagna sem nauðsynleg eru til úrvinnslu á framtíð fólks. MARGT hefur verið ritað um aðbúnað flóttafólks hér á landi og enn meira sagt. Þingmenn og ráðherrar hafa tjáð sig um að nú þurfi að bæta úr, starfshópar hafa skilað skýrslum, embættismenn og stjórn- málamenn rifist í fjölmiðlum, bloggarar og athugasemjarar úttalað sig á vefsíðum – en ekkert gerist. Enn holum við fólki niður í gistiheimili suður með sjó, borgum því smánarupphæðir og heimtum að það eyði á réttum stöðum. Eða að það beri ökklabönd líkt og dæmdir menn. NÚ er mál að linni. Það má vel vera að meiri yfirlegu þurfi til að búa til kerfi sem bregst við auknum fjölda flóttafólks og hælisleitanda á skilvirkan og mannúðleg- an hátt. Á meðan það er þróað, sem virðist ætla að reynast stjórnvöldum ofviða, þarf hins vegar einfaldlega að taka upp gest- risni og mannúð og hætta þessum flótta frá mennskunni þegar að flóttamönnum kemur. Á fl ótta frá mennsku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.