Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 34
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26SPORT 19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDA
REYNIR Á Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Haukum hafa tapað þremur leikjum í röð, bæði í deild og bikar. Haukar mæta
Akureyringum á fimmtudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Hvorki hefur gengið
né rekið hjá Haukum að undan-
förnu en eftir frábært gengi liðs-
ins framan af vetri komu skyndi-
lega þrír tapleikir á aðeins átta
dögum. Liðið féll úr leik í bikarn-
um og átta stiga forysta liðsins í
deildinni er skyndilega orðin fjög-
ur stig.
Aron Kristjánsson, þjálfari liðs-
ins, segir að erfitt sé að benda á
bara eina ástæðu fyrir þessu
því margt hjálpist að. Meiðsli og
mannabreytingar vega þungt en
einnig hugarfar leikmanna.
„Þetta mikla forskot sem við
höfðum varð til þess að við sofnuð-
um aðeins á verðinum. Þegar það
kom svo að því að spýta í lófana
var leiðin aðeins lengri en menn
héldu,“ sagði Aron í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Vorum værukærir í desember
Taphrinan hófst þegar erkifjend-
urnir í FH komu á Ásvelli um þar-
síðustu helgi og slógu meistara-
efnin í rot. Síðan tóku við tveir
leikir gegn ÍR, þar af annar í bik-
arnum, sem töpuðust báðir. En
Aron segir að hann hafi séð brota-
löm á sínu liði strax í desember.
„Við vorum orðnir værukærir
þá en munurinn er sá að þá tókst
okkur að klára leikina okkar,“
segir Aron, sem þurfti að skilja
við liðið í janúar á meðan hann
fór með íslenska landsliðið á HM
í Spáni, þar sem hann er einnig
landsliðsþjálfari.
„Eftir HM kem ég heim og liðið
er búið að æfa stíft, sérstaklega
líkamlega. Við notuðum deildar-
bikarinn frekar sem undir búning
fyrir deildina og því var hann
ekki hátt skrifaður hjá okkur. Svo
þegar út í deildina var komið feng-
um við alvöru kjaftshögg gegn
FH,“ segir Aron.
Slæmt að missa Jón Þorbjörn
Nokkuð hefur verið um meiðsli í
herbúðum Hauka en fjarvera Jóns
Þorbjörns Jóhannssonar hefur
haft mikið að segja. Hann er með
brotið rifbein. „Hann hefur verið
okkar jafnbesti maður, bæði í
vörn og sókn. Svo misstum við
líka Stefán Rafn [Sigurmannsson
til Rhein-Neckar Löwen] á sínum
tíma, auk þess sem Elías Már
Halldórsson hefur verið meiddur.
Það hefur kvarnast mikið úr lið-
inu.“
Haukar hafa þó fengið sterkan
„liðsstyrk“ því Sigurbergur
Sveinsson er loksins byrjaður að
spila með liðinu á ný eftir lang-
varandi meiðsli. En hann hefur
ekki fundið sig í fyrstu leikjunum
sínum.
„Það er þétt spilað og lítill tími
til æfinga á milli leikja. Því verður
hann að nota þessa fyrstu leiki til
að koma sér í form. Það er erfitt að
nota deildarleiki til að pússa liðið
saman en ég hef ekki átt annarra
kosta völ eftir vetrarfríið.“
Þjálfararáðningin breytti engu
Í lok janúar var tilkynnt að Pat-
rekur Jóhannesson myndi taka
við starfi Arons í sumar en þá
mun sá síðarnefndi einbeita sér að
störfum sínum hjá HSÍ. Aron telur
ekki að sú tilkynning hafi breytt
nokkru hjá sínum mönnum.
„Hugarfarið í hópnum hefur
verið mjög gott og ég tel ekki
að þetta hafi breytt nokkru. Við
vitum sjálfir best hvernig staðan
er og hvað við þurfum að gera til
að bæta hana. Leikurinn við ÍR
á sunnudag var skref í rétta átt
þó svo að hann hafi tapast. Við
nýttum ekki dauðafærin en spilið
var mun betra. Við megum ekki
gleyma því að við erum í efsta sæti
og menn þurfa að hugsa eins og
þeir séu í toppliði. Það þýðir ekk-
ert að fara á taugum þrátt fyrir
nokkra tapleiki.“ eirikur@frettabladid.is
Sváfum á verðinum
Eft ir tíu sigurleiki í N1-deild karla í röð hafa Haukar skyndilega tapað þremur
leikjum í röð í deild og bikar. Aron Kristjánsson, þjálfari liðsins, óttast ekki að
liðið sé hrunið og segir að margt jákvætt hafi verið í gangi í síðasta leik þess.
Lífs-spor, sóló á Suðurpól
- kraftur markmiða og drauma
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem brautskráðist úr MBA námi frá Háskóla
Íslands árið 2011, náði eins og kunnugt er því einstaka markmiði að
ganga ein síns liðs, fyrst íslenskra kvenna og sú níunda í heiminum á
Suðurpólinn.
Af því tilefni hefur MBA námið í Háskóla Íslands fengið Vilborgu til að
fjalla um þessa ævintýraferð, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12-13
í stofu 105 á Háskólatorgi.
Verkefni Vilborgar krafðist gífurlegrar skipulagningar, þrautseigju og
kjarks. Í erindi sínu fjallar Vilborg um áskoranir sínar.
Skráning á mba@hi.is - Aðgangur er ókeypis
www.mba.is
FÓTBOLTI Sextán liða úrslit
Meistara deildar Evrópu halda
áfram í kvöld er fram fara tveir
leikir. Porto tekur á móti Malaga
og Arsenal fær Bayern München
í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir
liðanna í sextán liða úrslitunum.
Það var vígahugur í Arsene
Wenger, stjóra Arsenal, á blaða-
mannafundi í gær. Hann hefur
mátt þola mikla gagnrýni í vetur
og var harðlega gagnrýndur aftur
um helgina er Arsenal lauk keppni
í bikarnum með tapi gegn Black-
burn. Stjórinn franski er farinn að
láta blaðamenn pirra sig.
„Menn segja að ég taki bikarinn
ekki alvarlega. Ég hef unnið enska
bikarinn fjórum sinnum. Hver
hefur unnið oftar?“ sagði Wenger
reiður út í fjölmiðlamenn.
„Það er alls konar innihaldslaus
gagnrýni í gangi sem erfitt er að
sætta sig við. Það er nóg til af sér-
fræðingum að tjá sig en þeir hafa
ekki endilega rétt fyrir sér.“
Arsenal hefur ekki unnið titil
í átta ár undir stjórn Wengers og
Meistaradeildin er eina keppnin
þar sem Arsenal á möguleika á
titli í ár.
„Maður tekur þátt í keppnum
til þess að vinna þær. Á einhverju
stigi þarf maður að mæta virkilega
sterku liði. Ef ég á að taka eitthvað
mark á ykkur þá erum við ekki lík-
legir til þess að ná árangri,“ sagði
Wenger sem ætlar að þagga niður
í efasemdarmönnum í kvöld.
„Ég treysti gæðunum í okkar
liði. Ég treysti liðsandanum og
andlega styrknum. Þannig að við
sjáumst á leiknum.“
- hbg
Arsene Wenger í miklum vígahug
Stjóri Arsenal skammaði fj ölmiðlamenn á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins.
PIRRAÐUR Wenger lét blaðamenn
heyra það í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
LÁGMÚLA 4 108 RVK
SÍMI 585 4000
URVALUTSYN.IS
Ferðaskrifstofa
KÖRFUBOLTI Jerry Buss, eigandi
NBA-liðsins LA Lakers, lést í gær
áttræður að aldri. Krabbamein
var banamein Buss en hann hefur
meira og minna legið inn á spítala
undanfarna átján mánuði.
Buss keypti Lakers og íshokkí-
liðið LA Kings, ásamt heimavelli
félaganna, Forum, árið 1979.
Undir stjórn Buss blómstraði
Lakers og varð eitt vinsælasta
íþróttalið heims.
Hann breytti menningunni
í NBA-deildinni og hjá
Lakers mikið. Kom með
meiri skemmtun í húsið
og dró til sín marga
af bestu körfubolta-
mönnum sögunnar.
Nægir þar að nefna
menn eins og Magic
Johnson, Kareem-
Abdul Jabbar, Sha-
quille O‘Neal og
Kobe Bryant.
„NBA-deildin
hefur misst mik-
inn hugsjónamann.
Áhrif hans á deildina
voru ótrúleg og komandi kynslóð-
ir munu njóta góðs af því,“ sagði
David Stern, yfirmaður NBA-
deildarinnar.
Þeir eru fáir eigendur banda-
rískra íþróttaliða sem státa af
álíka árangri og Buss. Í eigendatíð
hans komst Lakers sextán sinnum
í úrslit deildarinnar og vann
þar af tíu sinnum. Lakers
er langsigursælasta félag
deildarinnar á þeim árum
sem Buss er eigandi.
„Það var ósk föður okkar
að Lakers yrði áfram
í eigu fjölskyldunn-
ar. Lakers hefur verið
okkar líf og við munum
virða óskir hans og
gera allt til þess að
halda hans frábæra
árangri áfram,“ sagði
í yfirlýsingu Buss-
fjölskyldunnar. Börn
hans, Jim og Jeanie,
hafa stýrt félaginu
að mestu síðustu ár og
munu gera það áfram.
- hbg
Eigandi Lakers látinn