Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 14

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 14
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 14 Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og til- tekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð. Þar á meðal hef ég barist á móti því að stjórnvöld klári nauðasamninga við vogunar sjóðina sem eiga mest af kröfum föllnu bankanna. Þar liggur stærsta hætta þjóðar búsins um þessar mundir, og er um að tefla hagsmuni upp á hundruð millj- arða króna. Það vakti fyrir mér að vara við málflutningi eins og Gylfi hefur verið með frá hruni, því tal hans um að erlend staða þjóðarbús- ins hafi ekki verið betri í áratug og Ísland geti klárað nauðasamninga er byggt á misskilningi. Því miður fæ ég engin efnisleg svör frá dós- entnum heldur einungis útúrsnún- inga og rangfærslur. Kostuðu almenning tugi milljarða Það er staðreynd að tugir milljarða af almannafé töpuðust út af mis- tökum Gylfa í samningagerð við kröfuhafa Landsbankans þegar hann tók gengislán bankans yfir með samningum 15. des- ember 2009. Það er stað- reynd að tugir milljarða töpuðust þegar Gylfi ákvað að gefa SpKef og Byr nýtt fjármagn og undanþágu frá lögum um fjármálafyrir- tæki sem jók á tap almenn- ings vegna sjóðanna. Það er einnig ljóst að mat hans á Icesave er óbreytt, svo sérkennilegt sem það kann að virðast, og hann telur að skuldir Íslands séu sjálfbærar. Orkuveita Reykjavíkur En Gylfi ákveður að taka sérstak- lega fyrir OR, sem var bara eitt atriði af sex, og reyna að gera mig tortryggilegan vegna þess að ég hafði forgöngu um aðkomu sérfræð- inga að skuldavanda fyrirtækisins. Hann meira að segja heldur því fram að ég hafi komið með vogunar- sjóði að því máli sem muni græða milljarða, en hvort tveggja er upp- spuni af hans hálfu. Því næst veltir hann fyrir sér ímyndaðri skiptingu á ímyndaðri þóknun, sem eru stað- lausir stafir. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum furðulega málflutningi Gylfa en að hann kjósi að beina sjónum frá raunverulegum skuldavanda fyrirtækisins. Hvernig þessi framganga sam rýmist störfum hans sem stjórnarmaður fyrirtækisins skal látið öðrum um að dæma. Veitustarfsemi og áhættufjár- festingar Það er alkunna að OR var komið langt út fyrir verksvið sitt og stund- aði miklar áhættufjárfestingar og spákaupmennsku á árunum fyrir hrun. Það er raunverulegt, lagalegt álitamál hvort það fær staðist að láta viðskiptavini veitufyrir tækis með einokunarstöðu á markaði greiða fyrir lánin sem nú eru að sliga fyrirtækið og voru tekin til að fjármagna veðmálastarfsemina. Aðskilnaður OR er á undanþágu, sem rennur út á þessu ári, um að aðskilja veituþjón- ustu frá almennri viðskiptastarf- semi fyrirtækisins. Tilskipun ESB kveður á um þessa uppskiptingu og HS orku var skipt upp í samræmi við hana árið 2008. Það er erfitt að skilja hvers vegna það vefst fyrir Gylfa að nauðsynlegt sé að endur- skipuleggja skuldir og rekstur OR, m.a. út af þessu máli. Hann verður þó ekki sakaður um ósamkvæmni, því þegar litið er á þau sex atriði sem ég hef tiltekið hefur dósent- inn kerfisbundið neitað að horfast í augu við veruleikann. Tjón almennings OR skuldar um 200 milljarða króna í erlendum gjaldeyri. Skuldir fyrir- tækisins hafa verið boðnar til sölu á markaði með allt að helmingsaf- slætti. Það er ótrúlegt ef Gylfa er það ekki ljóst. Vandinn felst hins vegar í því að tekjur OR eru innan við 10 milljarðar króna í erlendum gjaldeyri á ári. Fyrirtækið er því ekki gjaldfært í erlendri mynt heldur fer kerfisbundið inn á krónu- markaðinn og kaupir gjaldeyri, t.d. fyrir næsta 30 milljarða gjalddaga í lok apríl, sem veikir krónuna, lækk- ar lífskjör landsmanna og eykur á skuldabyrði hinna verðtryggðu lána. Það er engin afsökun fyrir Gylfa að líta fram hjá þessum vanda þótt hann hafi ekki viljað þiggja ráð- gjöf frá þeim sérfræðingum sem ég kynnti fyrir fyrirtækinu. Um endurskipulagningu skulda Allir alþjóðlegir kröfuhafar OR hafa þurft að endursemja um útlán sín á síðustu árum. Eitt stærsta málið sem þessir aðilar tóku þátt í var Ermarsundsgöngin og þar urðu niðurfærslur lána miklar. Eftir að allar forsendur lánanna til OR brustu, út af gjaldeyris- höftum, áhættufjárfestingum sem voru þvert gegn megintil- gangi starfsemi fyrirtækisins og sjónar miðum um aðskilnað slíks rekstrar frá veituþjónustu, ætti að vera hægur vandi að færa skuldir fyrir tækisins að greiðslugetu þess, eins og markaðs verð lánanna ber með sér. Hvers vegna vill Gylfi að íslenskur almenningur beri kostn- aðinn af þeim mistökum fremur en þeir sem veittu upplýst samþykki sitt fyrir þessum ákvörðunum með lánveitingum? Kerfisvillan Gylfi Magnússon skilur því miður ekki grunnatriði fjármála. Kröfu- hafar fyrirtækja eiga ekki heimt- ingu á aðstoð ríkisvalds, þó að fyrir tækin séu í eigu sveitarfé- laga. Kröfuhafar, hvort sem þeir eru vogunarsjóðir eða annars konar fjárfestar eða lánveitend- ur, eiga ekki rétt á því, umfram aðra, að geta gengið í gjaldeyris- sjóð þjóðarinnar eða veikt krónuna kerfisbundið. Þó að Gylfi sé tilbúinn að hampa hagsmunum kröfuhafa á kostnað þjóðarinnar samrýmist það ekki fjármálafræði og engum sanngirnis sjónarmiðum. Kerfi svillan fundin hjá Gylfa Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. S ölugeng i B a nd a - ríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlings- pund í erlendum gjald- eyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúm- lega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar“ krónur. Í hvert skipti sem gengi krón- unnar var fellt var búinn til „gengisjöfnunarsjóður“. Í hann fóru peningar frá útflutnings- greinum sem fengu fleiri krónur fyrir afurðir sínar en þeir hefðu fengið við óbreytta gengisskrán- ingu. Þessu fé var síðan ráð- stafað til annarra atvinnugreina sem urðu fyrir skakkaföllum við gengisbreytinguna. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif slíkar gengis- breytingar höfðu á kjör launa- fólks vegna hækkaðs verðlags – þetta var áratugum saman eitt helsta ágreiningsmál í kjarabar- áttu hér á landi og þá auðvitað í stjórnmálalífinu um leið. Hver er staðan nú? Sölugengi Bandaríkjadollara er í dag um 127 krónur, eða nálægt 300 sinnum hærra en það var vorið 1967. Við erum líka með sérstaka löggjöf um gjaldeyris- höft sem hafa í för með sér veru- lega hættu á ólöglegu gjaldeyris- braski og spillingu af ýmsu tagi. Samt erum við frá árinu 1993 aðilar að evrópska efna- hagssvæðinu, en í því felst m.a. skylda til frjálsra fjármagns- flutninga og ýmislegs fleira sem við treystum okkur ekki til að standa við eins og málum er nú háttað í landinu. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur í útvarpsþætti áréttað þá framtíðarsýn flokksins að ríg- halda í krónuna sem gjaldmiðil landsins. Flokkurinn muni eftir kosningar í vor gera það sem í hans valdi stendur til að berja niður alla viðleitni til að koma annarri skipan á þau mál. Jafn- framt beri að stöðva viðræður við Evrópusambandið þannig að örugglega verði ekki í ljós leitt hvað gæti komið út úr slíkum við- ræðum. Á sömu nótum er Fram- sóknarflokkurinn eftir lands- fundinn um daginn. Langmikilvægasta málið Vissulega hafa verið erfiðleikar í ýmsum ríkjum Evrópusambands- ins, og ekki er búið að leysa þau mál öll. Halda stjórnmálamenn hér uppi á Íslandi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðssvæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja“ hana með gjaldeyris- höftum? Eitt af gullkornum áranna fyrir hrun var staðhæfingin um að galdurinn á bak við íslenska efnahagsundrið væri sveigjan- leiki gjaldmiðilsins. Við héldum uppi fáránlega „sterkri“ krónu með því að bjóða hærri vexti en tíðkuðust nokkurs staðar ann- ars staðar. Afleiðingar af þessu þekkja allir – skuldarar vísitölu- tryggðra húsnæðislána þó senni- lega betur en margir aðrir. Í dag liggur „styrkur“ krónunnar í því að löggjöf um gjaldeyrishöft kemur í veg fyrir rétta skráningu hennar. Ástæða er til að hvetja lands- fundarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins til þess að taka þessi mál til alvarlegri skoðunar en gert hefur verið innan flokksins til þessa. Þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörðun um framtíðargjald- miðil í landinu langmikilvægasta málið á dagskrá íslenskra stjórn- mála nú um stundir. Á að hjakka í sama farinu áfram? GJALDMIÐLAR Ragnar Halldór Hall lögmaður ➜ Halda stjórnmála- menn hér uppi á Ís- landi að við getum leitt hjá okkur vandann á helstu markaðs- svæðum okkar með því að halda dauðahaldi í krónuna og „verja“ hana með gjaldeyris- höftum? FJÁRMÁL Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur ➜ Kröfuhafar fyrirtækja eiga ekki heimtingu á að- stoð ríkisvalds, þó fyrirtækin séu í eigu sveitarfélaga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.