Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 33

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 33
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2013 | MENNING | 25 ★★★★ ★ Gluteus Maximus Laugardagur SILFURBERG Hljómsveitin Gluteus Maximus er skipuð þeim DJ Margeiri og Presi- dent Bongó. Settið þeirra í Silfur- bergi á laugardaginn var skothelt sambland af plötusnúningi og lif- andi spilamennsku. Uppsetningin var skemmtileg. Aftast voru Mar- geir og Bongó á bak við græjupúlt og fyrir framan þá á miðju svið- inu var hljóðnemi en beggja vegna voru kraftlyftingamenn og konur að lyfta lóðum á meðan taktföst danstónlistin dunaði. Fjórir söngvarar komu inn á sviðið og sungu: Fyrst Daníel Ágúst, svo Högni Egilsson sem söng Gluteus Maximus-smell- inn Everlasting. Þegar Unnsteinn Manúel úr Retro Stefson birtist til að syngja remixið af Glow brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum. Síðasti gesturinn var sjálfur John Grant, sem tók sig vel út í þessu nýja hlutverki. Þetta voru mjög flottir tónleikar. Margeir og Bongó eru á meðal bestu plötusnúða landsins þann- ig að tónlistarleg uppbygging var pottþétt og svo hafa þeir greinilega líka tilfinningu fyrir því að búa til þetta sjónræna sem þarf að fylgja á stórtónleikum. Það verður gaman að sjá þá þegar lögin þeirra verða orðin fleiri. Stemningin í salnum var góð þó að það kæmi á óvart hversu fáir dönsuðu, en þeim fór fjölgandi eftir því sem á leið. - tj NIÐURSTAÐA: Skothelt sambland af plötusnúningi og lifandi spila- mennsku. Lyft u lóðum við taktfasta danstónlist ★★ ★★★ Bloodgroup Föstudagskvöld SÓNARFLÓI Bloodgroup spilaði hafnar megin á föstudagskvöldinu. Ólíkt því sem gerðist í öðrum sölum sat stór hluti tónleikagesta og hlýddi á lög af nýju plötu sveitarinnar. Meðalaldur áhorfenda var líka kannski eilítið hærri en á öðrum tón leikum. Sveitin skilaði sínu ágætlega, fór hægt af stað en gaf í þegar líða fór á. Þótt Sunna Margrét og Janus Rasmussen séu flottir front- menn náðu þau ekki alveg nógu vel til áhorfenda, hvort sem um er að kenna salarkynnunum eða ein- hverju öðru. Það var allavega eitt- hvað sem vantaði upp á. Það var ekki fyrr en undir lok tónleikana, þegar Janus bað fólk um að standa upp, sem það virtist kvikna smá líf hjá áhorfendum en það var því miður ekki nóg. - kh NIÐURSTAÐA: Sveitin náði ekki nógu vel til áhorfenda. Tengingu vantaði UNNSTEINN Retro Stefson tróð einnig upp á Sónar-hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIBREGÐUM SÍMUM Á LOFT Áhorfendur tóku myndir af rafgoðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.