Fréttablaðið - 19.02.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.02.2013, Blaðsíða 38
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 „Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað. Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, sem dvel- ur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardaga- íþróttir og muay thai. Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrir vara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bar- dagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu,“ segir Sunna Rannveig, sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt vík- ingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunar- búðunum byrja snemma og ein- kennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ-æfing.“ Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel, sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði Bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sunna Rannveig Davíðsdóttir er stödd í æfi ngabúðum í blönduðum bardaga- íþróttum á Taílandi. Hún fékk dag til að undirbúa sig fyrir fyrsta bardagann. ÆFIR ALLAN DAGINN Sunna Rannveig Davíðsdóttir eyðir þremur mánuðum í þjálfunar búðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir. Sunna Rannveig æfir meðal annars undir leiðsögn Gunn- ars Nelson og kveðst líta upp til hans sem bardaga- manns. „Gunnar er sterkur á öllum sviðum og á það til að leika sér að andstæðingunum og hnoða þá til áður en hann klárar þá, eins og kóbraslanga. Hann er alltaf silkislakur og rólegur í huganum og vel gefinn og góður drengur.“ Lítur upp til Gunnars aldrei farið án samþykkis henn- ar. Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún,“ segir Sunna að lokum. sara@frettabladid.is „Það er bókin Söngvar Satans eftir Salman Rushdie en ég er að renna í gegnum hana í þriðja sinn núna.“ Börkur Gunnarsson leikstjóri myndarinnar Þetta reddast. BÓKIN Um helgina fór fram tónlistarhátíðin By:Larm í Ósló en þar létu íslenskir tónlistar- menn til sín taka. Hátíðin einbeitir sér að ungu tónlistarfólki frá Norðurlöndunum og hefur fest sig í sessi þar í borg sem eins konar bransahátíð. Ásgeir Trausti, Retro Stefson, Oyama, Sin Fang og Valgeir Sigurðsson voru fulltrúar Íslands i og fengu lofsamlega dóma. Ásgeir Trausti heillaði gagnrýnanda hátíðarinnar en dómar birtust á vefsíðunni Bylarm.no. Þar eru tónleikarnir sagðir frá- bærir og Ásgeiri líkt við James Blake og Bon Iver. „Áhorfendur sátu heillaðir á meðan hvert fallega lagið á fætur öðru hljómaði.“ Retro Stefson fékk einnig góða dóma og hefur gagnrýnandi hátíðarinnar orð á því að það sé í raun ótrúlegt að jafn lítið land og Ísland geti alið af sé jafn marga hæfileika- ríka tónlistarmenn og raun ber vitni. „Það er erfitt að skilgreina tónlist Retro Stefson sem er ekki eins og nein önnur íslensk sveit sem maður þekkir. Söngvaranum Unnsteini Manuel Stefánssyni tókst að fá áhorfendur til liðs við sig sem enduðu öskrandi og hopp- andi af gleði.“ Einnig var fjallað um tónleika ungu sveitina Oyama en plata þeirra I Wanna hefur vakið athygli undanfarið. - áp Ásgeir Trausti lofsunginn í Ósló Íslenskar sveitir létu til sín taka á tónlistarhátíðinni By:Larm í Noregi. FÉLLU Í KRAMIÐ Sveitirnar Retro Stefson, Oyama og Ásgeir Trausti féllu vel í kramið á gagnrýnendum á By:Larm-hátíðinni í Ósló. Skuldakreppan í Evrópu og framtíð evrunnar Peter Bekx, yfirmaður alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB og lykilmaður í mótun viðbragða ESB vegna skuldavanda evruríkjanna, fjallar um breyt- ingar á hagstjórn evrusvæðisins undanfarið og hver staða evrunnar verður til framtíðar. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands tekur þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri er Sigríður Mogensen, hagfræðingur. Hádegisverðarfundurinn verður þann 19. febrúar milli kl. 12:00 og 13:00 í Sunnu- sal á Hótel Sögu. Hádegisverður er innifalinn í verði sem er 3.500 krónur fyrir félagsmenn og 5.500 fyrir aðra. Skráning á www.fvh.is. Peter Bekx Gylfi Magnússon Sigríður Mogensen DÓRA RAGNARSDÓTTIRH Á R S N Y R T I & F Ö R Ð U N A R S T O F A Hef hafið störf á hársnyrtistofunni LaBella, Furugerði 3, sími 517 3322. Verið velkomin. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 HARÐFISKUR - barinn og óbarinn LAXAFLÖK - beinhreinsuð og flott Leikverk um ævi listamannsins Jóhannesar S. Kjarvals verður sett á svið Þjóðleikhúss- ins á næsta leikári. Mikael Torfason, ritstjóri og skáld, ritar verkið, sem ber titilinn Síðustu dagar Kjarvals, og mun Ingvar E. Sigurðsson að öllum líkindum fara með titilhlutverkið. „Kjarval var okkar alfremsti listamaður og ekkert leikhús hefur sinnt honum neitt sérstak- lega fram að þessu. Þjóðleikhúsið hefur lengi haft áhuga á og vilja til þess að setja upp verk sem fjallar um lífshlaup Kjarvals enda var hann mjög merkilegur maður, skemmtilegur í tilsvörum og algjörlega „fenómenal“ málari,“ segir Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóð- leikhússins. Verkið segir frá síðustu ævidögum listmálarans og að sögn Ara verður sýningin mjög sjónræn. Höfundur verksins, Mikael Torfason, kveðst hafa verið með Kjarval á heilanum í þó nokkur ár. „Kjarval er búinn að vera partur af mínu lífi í nokkur ár. Hann var algjörlega stórkost legur málari og svolítill furðufugl og skilur eftir sig ógrynni af rituðu máli; greinum, bókum og jafnvel leikrit. Hann var alhliða snillingur og alveg stórkostleg persóna. Hann hefur verið áhugamál mitt í mörg ár en ég vissi aldrei almennilega hvað ég ætlaði að gera með þetta efni, leikritið varð svo ofan á og ég er afar spenntur að skrifa þetta verk ofan í Ingvar E.,“ segir Mikael. - sm Búinn að vera með Kjarval á heilanum lengi Þjóðleikhúsið mun setja upp leikverk um Kjarval á næsta leikári. Verkið er ritað af Mikael Torfasyni. KJARVAL Á SVIÐ Þjóðleikhúsið hyggst setja á svið leikverk Mikaels Torfasonar um Jóhannes S. Kjarval á næsta leikári. Ari Matthíasson kveðst spenntur fyrir verkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.