Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 4
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
Fuglalífið á
svæðinu, sérstak-
lega í Urthvala-
firði [Kolgrafa-
fjörður utan
brúar], er ævin-
týralega mikið.
Róbert Arnar Stefánsson
forstöðumaður Nátt-
úrustofu Vesturlands
FÉLAGSMÁL Ólafía B. Rafnsdóttir
hefur tilkynnt um framboð sitt til
forseta VR.
Ólafía starf-
aði um árabil
á skrifstofu
VR en hefur
síðan meðal
annars unnið
sem kosninga-
stjóri hjá Ólafi
Ragnari Gríms-
syni og Árna
Páli Árnasyni,
auk þess sem hún var starfs-
mannastjóri 365 miðla.
Ólafía segir í tilkynningu að
hún muni setja starfsendur-
menntunarmál í öndvegi.
Stefán Einar Stefánsson, núver-
andi formaður, hefur tilkynnt
að hann muni gefa kost á sér til
endur kjörs. - þj
Formannskjör í VR:
Ólafía fer fram
gegn Stefáni
ÓLAFÍA B.
RAFNSDÓTTIR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
$80.000.000
17.02.2013 ➜ 22.02.2013
14,2%
fullorðinna Íslendinga reykja
daglega en
15%
karlmanna á aldrinum 18
til 24 ára nota tóbak í vör.
2012
1.500 tonn
2011
878 tonn
1.500 tonn af hrossakjöti
voru framleidd á Íslandi árið
2012 samanborið við 878
tonn árið áður.
Ásgeir Trausti hlaut fern
verðlaun á Íslensku
tónlistarverðlaununum.Áætlað er að Everest, næsta kvikmynd Baltasars
Kormáks, muni kosta 80 milljónir Bandaríkjadala.
EVEREST
Djúpið hlaut ellefu verðlaun
á Edduverðlaunahátíðinni.
3,4 MILLJARÐAR
Ríkisendurskoðun áætlar að bótasvik
geti numið allt að 3,4 milljörðum á ári.
Alls eru 6.449 lögbýli á Íslandi
og 12.402 sumarhús.
Barnasáttmáli Sam-
einuðu þjóðanna var
formlega festur í
lög í vikunni,
20 ÁRUM
eft ir að hann var
fullgiltur hér á
landi.
UMHVERFISMÁL Aðstæður til hreinsunar-
starfa í Kolgrafafirði hafa snarversnað
vegna hlýinda og rigninga undanfarna
daga. Tíu til fimmtán þúsund tonn hafa
þegar verið grafin niður í fjöruna og
nokkur hundruð tonn af grúti verið flutt
til urðunar. Tilraunir Hafrannsókna-
stofnunar til að fæla burt lifandi síld
og háhyrninga úr firðinum báru ekki
árangur.
Bjarni Sigurbjörnsson, bóndi á Eiði í
Kolgrafafirði, segir aðstæður skelfilega
erfiðar í Kolgrafafirði. „Það er allt að
fara á kaf í drullu og viðbjóði. Veðurfar-
ið vinnur gegn okkur. Það er allt útatað;
menn, vélar og hús og lyktin ætlar allt að
drepa,“ segir Bjarni.
Kolgrafafjörður er rjómagulur á litinn
vegna grútarmengunar að stórum hluta,
segir Bjarni. Fjara sem var hreinsuð
á miðvikudag er aftur orðin pökkuð af
dauðri síld. „Þetta er nokkuð sem við
áttum von á; við vissum af meiru í firð-
inum. En ég fullyrði að búið er að urða
um fimmtán þúsund tonn nú þegar, svo
það gengur verulega á þetta.“
Sérfræðingar Hafrannsóknarstofn-
unar verið við vöktun í firðinum, meðal
annars til að meta umfang dauðrar
síldar á botni fjarðarins. Sérfræðingar
Hafró hófu á fimmtudag tilraunir til
þess að fæla lifandi síld og hval út úr
firðinum með hljóðmerkjum.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá
Hafró, segir að tilraunirnar hafi ekki
borið árangur og ljóst að síldinni verður
ekki smalað með þeim aðferðum sem
hafa verið prófaðar til þessa. Þá vinnur
Hafrannsóknarstofnun að áætlun um
rannsókn á orsökum síldardauðans og
hefur átt í samræðum við Vegagerðina
um hugsanleg áhrif þverunar fjarðarins
í því sambandi.
Róbert Arnar Stefánsson, forstöðu-
maður Náttúrustofu Vesturlands, fór til
eftirlitsstarfa í Kolgrafafirði og víðar
á svæðinu í vikunni og sá tuttugu erni.
Þeir virtust allir vel fleygir og því ekki
grútarblautir, án þess að hægt sé að úti-
loka það. „Fuglalífið á svæðinu, sérstak-
lega í Urthvalafirði [Kolgrafafjörður
utan brúar], er ævintýralega mikið. Síð-
degis þennan dag voru líklega 20 þúsund
fýlar á Urthvalafirði og þúsundir máfa
og annarra fugla. Nokkur þúsund máfar
og tvö til þrjú þúsund æðarfuglar voru
innan brúar,“ er mat Róberts sem segir
að vesturhluti Kolgrafafjarðar innan
brúar, frá brú inn að Eiðisstöpum, sé
mjólkurlitaður og gruggugur, sem minni
helst á frárennsli frá fiskvinnslu.
svavar@frettabladid.is
Menn, tæki og hús á
kafi í grútardrullu
Aðstæður til hreinsunarstarfa í Kolgrafafirði eru erfiðar vegna hlýinda og rigning-
ar. Allt er á kafi í grút og lyktin hrikaleg jafnt utan- sem innandyra. Tilraunir til
að smala síld úr firðinum báru ekki árangur. Þykkt grútarlag litar fjörðinn gulan.
KOLGRAFAFJÖRÐUR Í GÆR Erfitt hefur reynst að vinna að hreinsun vegna
veðuraðstæðna. Með hlýnandi veðri eykst rotnun og lyktin í firðinum er
stæk. MYND/BJARNI SIGURBJÖRNSSON
LÖGREGLUMÁL Gæsluvarðhald yfir
Karli Vigni Þorsteinssyni var
framlengt um fjórar vikur til við-
bótar á miðvikudag. Héraðsdóm-
ur Reykjavíkur féllst á kröfu lög-
reglu, en Karl Vignir hefur setið í
varðhaldi síðan í byrjun janúar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hefur lítið viljað tjá sig um
framgang málsins en hefur sagt
að rannsókn málsins miðar vel.
Að minnsta kosti sex ein-
staklingar hafa lagt fram kæru
á hendur Karli Vigni fyrir
kynferðis brot. Sum málin eru
talin fyrnd að lögum, önnur ekki.
- sv
Karl Vignir áfram í varðhaldi:
Framlengt um
mánuð í viðbót
Á LEIÐ Í GÆSLU Karl Vignir hefur setið
í gæsluvarðhaldi síðan 8. janúar vegna
kynferðisbrota gegn börnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Mánudagur
5-10 m/s.
VÆTUSAMT SYÐRA Svipað veður næstu daga. Suðlægar áttir með vætu einkum
sunnan og vestan til. Hitinn víðast á bilinu 3-10 stig.
6°
12
m/s
6°
14
m/s
X°
0
m/s
6
13
8°
12
m/s
Á morgun
8-15 SA og A-til, annars hægari.
Gildistími korta er um hádegi
9°
8
8°
9°
8°
Alicante
Basel
Berlín
16°
1°
1°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
0°
1°
-3°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
0°
0°
21°
London
Mallorca
New York
4°
17°
5°
Orlando
Ósló
París
29°
1°
2°
San Francisco
Stokkhólmur
14°
-1°
6°
5
m/s
6°
7
m/s
X3
7
m/s
4°
6
m/s
4°
7
m/s
5°
9
m/s
2°
8
m/s
8°
7°
8°
6°
6°
INDLAND, AP Maður að nafni
Adolf Lu Hitler er í framboði til
héraðsþings í Meghalya á Ind-
landi, þar sem gengið verður til
kosninga á morgun.
Annar frambjóðandi heitir
Frankenstein Momin. Alls eru
345 manns í framboði og nöfn
nokkurra annarra þykja dálítið
sérstök. Foreldrar í Meghalya
hafa lengi verið óhræddir við að
gefa börnum sínum óhefðbundin
nöfn.
Hitler er orðinn 54 ára. Hann
er þriggja barna faðir og hefur
þegar setið þrjú kjörtímabil á
þinginu. Faðir hans starfaði hjá
breska hernum en hreifst engu að
síður af hinum alræmda höfuð-
óvini Breta. - gb
Furðunöfn á Indlandi:
Frankenstein
og Hitler í kjöri
UMFERÐARSLYS
Enn á gjörgæslu
Karlinn sem slasaðist í árekstri á
Holtavörðuheiði á fimmtudag er enn
á gjörgæslu á Landspítalanum í Foss-
vogi. Kona sem var einnig lögð inn
á gjörgæslu eftir slysið, hefur verið
útskrifuð. Þau voru flutt með þyrlu
á sjúkrahús, en alls voru sex manns í
bílunum tveimur sem rákust á.