Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 30
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Reykjavík Fashion Festival fer fram í fjórða sinn dagana 14. til 16. mars. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 með það markmið að markaðs- setja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun á erlendum vettvangi. Linda Björk Árnadóttir, fag stjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, segir erlent fagfólk með- vitað um þá þróun sem hefur átt sér stað í íslenskri hönnun. „Ég finn fyrir því að þeir erlendu fag- aðilar sem ég er í samskiptum við vita betur hvað er í gangi hér, geta til dæmis nefnt nöfn hönnuða og ýmsar vörutegundir. Ísland hefur ákveðna sérstöðu og Íslendingar eru taldir svolitlir villingar, hvort sem það er í tónlist eða hönnun,“ segir Linda Björk. Að hennar sögn spilar margt inn í uppgang íslenskrar hönnunar, þar á meðal tilurð hönnunardeildar LHÍ, RFF og Hönnunarmars. „Ég held að RFF ýti enn frekar undir þennan áhuga og að mínu mati er einstaklega vel að þessu staðið í ár. Það er komin meiri reynsla og fagmennska í þetta og það er stórkostlegt hversu margir hafa metnað í að auka hróð- ur íslenskrar hönnunar.“ Íslenskir hönnuðir svolitlir villingar RFF fer fram í fjórða sinn í mars. Sjö hönnuðir taka þátt í ár. ➜ Andersen & Lauth Una Hlín Kristjánsdóttir Lýstu línunni í stuttu máli: Kvenleg, kynþokkafull, falleg, skemtileg, góð snið og falleg litapalletta. Hver er munurinn á gamla og nýja Andersen & Lauth? Við erum að hressa upp á litapallettuna og betrumbæta snið, efni og ýmis smáatriði. Við höldum enn í fallegu arfleifðina, það er að segja allt handverkið, en erum að nútímavæða það. Nýja Andersen & Lauth hentar breiðari aldurshóp og geta allar konur sem eru fagurkerar fundið eitthvað fallegt við sitt hæfi í línunni. Hvaða tímabil í tískusögunni er í mestu upp- áhaldi hjá þér? Áratugurinn 1920 til 1930. Ég er sérstaklega hrifin af Elsu Schiparelly og hennar samstarfi við dadaismana og súrrealistana. Það má segja að á þessum tíma hafi tískan tekið miklum stakkaskiptum og orðið nútímavænni og frjálsari. Konur byrjuðu til dæmis að klæðast buxum og stuttbuxum á þessum tíma. Hvaða flík eða fylgihlut spáir þú mestum vinsældum í vor og sumar? Fallegur silkikjóll og háir hælar klikka aldrei. Hver er uppáhaldshönnuðurinn þinn? Nicolas Ghesquière, hann var yfirhönnuður hjá Balenciaga. Á hverju „seasoni“ hefur hann komið með rosalega heilsteypta línu, alltaf með pottþétt „look“ og ótrú- lega flottar nýjungar. Hönnun hans er óaðfinnanleg að mínu mati. Fylgistu með Eurovision og ertu sátt með framlag Íslands? Já, ég fylgist alltaf með Eurovision. Eurovision er gleðigjafi og við fjölskyldan erum Euronördar. Ég tengdi þó ekki við sigurlagið, fannst margt betra í keppninni, en flottur söngvari hann Eyþór. ➜ Mundi & 66ºN Mundi Lýstu línunni í stuttu máli: Línan er hugsuð fyrir hóp tímaflakkara sem koma frá geimnum til þess að hindra ákveðna keðjuverkun sem er að byrja í okkar tíma. Hver var kveikjan að samstarfinu? Ég lánaði þeim nokkrar buxur fyrir tískusýningu sem þau voru með seinasta vetur og við kynntumst og byrjuðum að ræða málin. Mun flísefnið halda vinsældum sínum fram í sumarið? Örugglega ef það verður kalt, annars vona ég að það verði hlýtt og maður geti verið á stutt- ermabolnum. Hvaða flík eða fylgihlut á fólk að forðast í vor og sumar? Hmm, ég veit ekki. Ég pæli voða lítið í svona hlutum. Er erfitt að vera hönnuður á Íslandi í dag? Það vantar allan stuðning til að það geti myndast almennilegur iðnaður hér á landi, en margir hönnuðir eru að gera það gott og markaðurinn er allur að taka við sér Hvort stundarðu heldur snjóbretti eða skíði? Snjóbretti. ➜ REY Rebekka Jónsdóttir Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir línuna? Ég vel mér oftast efni til að vinna með í upphafi og þau leiða mig áfram. Annars er ég oftast með hugann við eitthvað sem er á skjön eða eitthvað sem gæti komið á óvart. Einfalt en með tvisti. Lýstu litapallettu línunnar í stuttu máli: Ég er mjög dökk, svart, og svar- blátt. Upp í hugann kemur kalt og djúpt vatn en svo verður nú að birta aðeins til inn á milli. Hvaða flík eða fylgihlut spáir þú mestum vinsældum í vor og sumar? Ég er nú voða lítill spámaður í mér… en trend sem ég væri alveg til í eru lægri hælar. Liggur mikil rannsóknarvinna á bak við hverja línu? Mismikil. Ég á það til að gleyma mér svolítið í henni. Skoða alltof mikið og hugmyndirnar komnar út um víðan völl. Er tískuáhugi meðfæddur eða áunninn? Áhuginn er meðfæddur en maður verður að vinna í halda honum lifandi. Fengirðu eina ósk, hver væri hún? Að allir fengju ævina sem þeir óska sér. ➜ JÖR by Guðmundur Jörundsson Guðmundur Jörundsson Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir nýju línuna? Vanalega er ég farinn að hugsa um eitthvað ákveðið fyrirbæri áður en rann sóknar ferlið hefst, þetta fyrirbæri getur síðan leitt í allar áttir og þróast. Þetta getur verið erfitt að útskýra, stundum getur þetta fyrirbæri verið heildarmynd af einhverjum heimi eða bíómynd. Án þess að segja of mikið um línuna þá er aðal innblásturinn fangelsi og viss munstur. Hvaða flík eða fylgihlut spáir þú mestum vinsældum í vor og sumar? Í herrafatnaði breytist þetta ekki mikið. Skyrtur eru alltaf vinsælastar, svo er alltaf mikil stemning fyrir léttum jökkum. Fylgistu með stóru herratískuvikunum? Hvaða lína fannst þér bera af í ár? Já og nei, stundum fylgist ég vel með. Stundum truflar það mig þegar ég er sjálfur að gera línu. Sem dæmi sá ég McQueen-herralínuna fyrir næsta haust, þá hafði ég nokkuð nýlega lokið við að hanna JÖR-línuna. Mér brá aðeins að sjá hana, þar sem grunnpælingarnar voru líkar því sem ég var að gera. En af því sem ég hef skoðað ber það af. Hvaða íslenski hönnuður er í mestu upp- áhaldi hjá þér um þessar mundir? Sigga Mæja, hún útskrifaðist með mér úr fatahönnunar- deild LHÍ. Hún er líklega færasti fatahönnuður landsins. Verður þú aldrei uppiskroppa með hug- myndir? Ekki beint, en að sjálfsögðu er maður mis lengi að finna réttu hugmyndina. Ég held að þegar maður hefur fundið sína aðferð í innblástursferlinu fái maður alltaf mikið af hugmyndum. Svo er bara spurning hversu góður maður er að vinna úr þeim. Hvað myndi sjálfsævisaga þín heita, yrði hún skrifuð? „Hress en hrokafullur“, rituð af Þorláki Einarssyni sagnfræðingi. Sara McMahon sara@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.