Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 78
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 42 Einu sinni var maður úti að ganga með tannbursta í bandi. Þá kom strákur glottandi til hans og sagði: Hvað heitir hundurinn þinn? - Ha? Sérðu ekki að þetta er tannbursti? svaraði maðurinn. Um leið og strákurinn var farinn sneri maðurinn sér að tann- burstanum og sagði: - Þarna plötuðum við hann, Snati! Pínulítill kúreki kom askvaðandi inn á krá í villta vestrinu greini- lega trylltur af reiði. „Hver málaði hestinn minn grænan hérna fyrir utan?“ öskraði hann. Það ríkti grafarþögn þar til risastór og mikill kúreki stóð upp og svaraði dimmri röddu: „Það var ég.“ Litli kúrekinn horfði skelfdur upp eftir krafta- karlinum og sagði mjóróma: „Það er nefnilega það, ég vildi bara láta þig vita að hann er orðinn þurr.“ KATRÍN BJÖRT Hér er kisa að lepja mjólk á mynd eftir Katrínu Björt Sigmarsdóttur sem er fjögurra ára Hafnfirðingur. Brandarar Í hvaða skóla ertu? Vesturbæjar- skóla. Hvað ertu gamall? 11 ára. Hvað er skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, tónmennt, heimilisfræði. Svo finnst mér líka gaman að vera í kennslustundum með bekkjarkennaranum mínum af því hún er svo góð. Hvað hét fyrsta leiksýningin sem þú lékst í? Oliver Twist. Hvað hefurðu leikið í mörgum leikritum? Þau eru fimm með Mary Poppins. Hin leikritin eru: Oliver Twist, Allir synir mínir, Galdrakarl- inn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Hvað er skemmtilegasta leiksýn- ingin sem þú hefur tekið þátt í? Mér finnst þessi sýning standa svo- lítið upp úr en annars finnst mér þær allar jafn skemmtilegar. Getur þú sagt frá hlutverkinu þínu í Mary Poppins? Mikael er hress, svolítið stríðinn og pabbi hans er ekki nógu góður við hann. Hann á systur sem heitir Jane, hann er mikið með henni. Er leikritið mjög líkt bíómynd- inni? Ef það er ólíkt, hvað gerir það þá ólíkt? Já, það er allt öðru- vísi. Það kemur annað fyrir í leik- ritinu. Ég myndi segja að leikritið væri skemmtilegra, það er mörgum lögum bætt við og það eru fleiri persónur. Maður lærir meira af þessari sögu en af myndinni þó maður læri líka af myndinni. Hvernig gengur þér að læra textann fyrir leikritin? Færðu hjálp við það? Fyrst fékk ég hjálp en núna kann ég ekki bara minn texta heldur líka textann sem allir hinir segja utan að. Hefurðu einhvern tíma ruglast? Já, en ekki mjög oft. Ég hef oftast ruglast þannig að ég hef gleymt að segja eitthvað en aldrei sagt eitt- hvað vitlaust á vitlausum tíma. Langar þig að verða leikari þegar þú verður stór? Já, núna, en það gæti breyst. En mig hefur langað það mjög lengi og langar það enn þá. En það er samt margt annað sem tengist leikhúsi sem mig langar líka að vinna við, til dæmis leik- mynd og búningar. Leikritið er allt öðru- vísi en bíómyndin Grettir Valsson fer með hlutverk Mikaels í Mary Poppins. Hann hefur leikið í fi mm leikritum þótt hann sé bara ellefu ára og langar mikið til að verða leikari þó að ýmislegt annað sem tengist leikhúsi komi líka til greina. GRETTIR Kann ekki bara sinn texta í Mary Poppins heldur það sem allir aðrir segja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 32 „Jæja Róbert,“ sagði Kata önug. „Þú segist vera snillingur í sudoku, best að þú leysir þessa og látir okkur bara í friði.“ Robert opnaði munninn til að segja eitthvað, en hætti svo við. Þau Kata gátu ekki alltaf verið að rífast svona. „Við leysum hana bara öll saman,“ sagði Lísaloppa. „Er það ekki?“ Kata og Róbert sögðu ekkert. Konráð rauf þögnina og sagði, „við verðum þá bara að leysa hana tvö fyrst þau eru í þessari fýlu.“ Getur þú hjálpað þeim að leysa þessa sudokugátu? 3 4 5 7 5 4 3 7 1 7 2 6 4 3 7 3 1 8 9 3 7 2 4 9 4 8 6 3 8 9 5 1 2 2 1 3 5 6 1 4 7 um helgina 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.