Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 18

Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 18
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Í framsögu fyrir skýrslu sinni um utanríkismál á Alþingi nýlega ræddi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um fríverslunarsamninga við ríki í Asíu. Í máli hans kom fram að frí- verslunarsamningur við Kína bíður nú undirrit- unar, en Ísland sé einnig langt komið með slík- an samning við Indland gegnum EFTA, og áleiðis við sólrisuríki í Suðaustur-Asíu eins og Malasíu og Víetnam. Hér er um gríðarmikla hags- muni að ræða fyrir íslenskt atvinnulíf í bráð og lengd. Það er álitið að á næstu þremur áratugum verði 80% af aukn- ingu heimsviðskipta í Asíu og að spurn eftir hátækni, hugbún- aði og tæknilausnum muni fara hraðvaxandi í þessum heims- hluta. Það er því eftir miklu að slægjast þegar lögð eru drög að því að greiða fyrir viðskiptum Íslendinga við Asíubúa. Vernd hugverkaréttinda Marorka hefur á síðustu árum sótt inn á Asíumarkað meðal annars með því að setja upp sölu- og þjónustuútibú í Dubai og á áætlun er að setja starfsstöð upp í Kína þar sem Kína er einn stærsti skipamarkaður í heimi. Slík erlend starfsemi kemur til með að efla alla okkar starfsemi á Íslandi. Samningar um fríverslun við hin fjölmennu ríki SA-Asíu, sem eru vaxandi efnahagsveldi, eru að sjálfsögðu mikilvægir vegna niðurfellingar á tollum sem þeim fylgja. En þýðing þeirra felst ekki síður í ákvæðum um góða viðskiptahætti sem samningarnir kveða á um. Þannig er okkur sagt að í fríverslunar- samningi við Kína séu upprunareglur sem skýra hvaða skilyrði vara þarf að uppfylla til þess að teljast upprunn- in á Íslandi eða í Kína. Einnig að lögð sé áhersla á samstarf í umhverf- ismálum. Þá sé eitt af markmiðum samnings- ins að búa vel að vernd hug- verkaréttinda eins og áríðandi er í samskiptum þjóða. Þar sé gengið lengra en tíðkast í frí- verslunarsamningum EFTA til þess að Kína og Ísland geti leyst úr vandamálum sem upp koma á þessu sviði í tvíhliða samskipt- um. Umhverfismál mikilvæg Öll þessi atriði eru fyrirtæki eins og Marorku ákaflega mikil- væg í viðskiptum við Asíulönd. Upprunareglur og vernd hug- verkaréttinda eru lykilatriði þegar verið er að selja hugvit og hugbúnað á fjarlægum svæðum þar sem lagaumhverfi og við- skiptavenjur eru um margt frá- brugðnar því sem við eigum að venjast. Marorka er fyrst og fremst að selja tæknilausnir til þess að draga úr umhverfis- mengun og spara dýra orku og eldsneyti. Víða í Asíulöndum, ekki síst í Kína, þarf að leysa úr margskonar umhverfis vanda og er mikil áhersla lögð á það af stjórnvöldum þar. Þess vegna styður það við sókn Marorku á Kínamarkað að umhverfismál skuli tiltekin sérstaklega í frí- verslunarsamningi. Mörg önnur atriði tilheyra umgjörðinni um frjáls viðskipti við Kína en ekki er rúm til þess að gera þeim skil í stuttri grein. Kína er á margan hátt stærsti framtíðarmarkaður Marorku. Þar er mesta skipasmíði og skiparekstur í heimi um þessar mundir. Margs konar tækifæri fyrir fyrirtæki eins og Marorku bjóðast í tengslum við skipaum- svifin og sívaxandi áherslu á umhverfis mál. Þar koma einnig við sögu spennandi áform um siglingar beint um norðurskaut- ið. Kína er einnig sístækkandi miðstöð Asíuviðskipta og þaðan er hagkvæmt að stýra sölustarfi í SA-Asíu Fríverslunarsamningur við Kína mun gefa íslenskum tæknifyrir tækjum færi á að sækja inn á Asíumarkað með vörur sínar og lausnir. Í því fel- ast vaxtartækifæri sem meta má til hundraða milljarða króna á næstu árum, og geta skilað verð- mætum störfum og mikilli arð- semi til samfélagsins á Íslandi. Fríverslun við Asíuríki í sjónmáliTil söluinnréttingar, hillueiningar og kælar Plastgólf á gervigras ca. 5.000fm Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið hbilar@landsbankinn.is VIÐSKIPTI Jón Ágúst Þorsteinsson stjórnarformaður Marorku ➜ Samningar um fríverslun við hin fjölmennu ríki SA- Asíu, sem eru vaxandi efna- hagsveldi, eru að sjálfsögðu mikilvægir vegna niður- fellingar á tollum sem þeim fylgja. Þannig er okkur sagt að í fríverslunarsamningi við Kína séu upprunareglur sem skýra hvaða skilyrði vara þarf að uppfylla til þess að teljast upprunnin á Íslandi eða í Kína. „Ef reglur eru skýrar, hvert er þá vandamálið? Landið verður ekki svart þó útlend- ingar eigi það. Grasið deyr ekki.“ Landeigandinn Rudolph Walther Lamprecht segir lítið að óttast þótt útlendingar eignist jarðir á Íslandi. „Þetta er engin hótun, þetta er bara staða sem getur komið upp.“ Þingmaðurinn Þór Saari dró vantrausts- tillögu á stjórnina til baka, en útilokar ekki að leggja aðra fram. „Við fórum í björgunarleið- angur − svokallaða ölmusu- ferð til Reykjavíkur.“ Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnu- deildar UMFG, um borgarferðir þriggja grindvískra útgerðarmanna þar sem 20 milljónum króna var safnað til að laga fj árhag deildarinnar. UMMÆLI VIKUNNAR ORÐ VIKUNNAR 16.02.2013 ➜ 22.02.2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.