Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 24

Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 24
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Þetta var mjög sterkt ár en það sem stóð upp úr voru þessir strák-ar, það þýðir ekkert að horfa fram hjá því. En Þorgerður var flott og eins fékk Kuregej sérstök verð- laun þannig að það voru sterkar konur sem fengu að halda ræður þarna á sviðinu. Ég veit auðvitað að þetta er dálítið viðkvæmt mál- efni og hlutur kvenna þykir ekki nógu stór. Það var fullt af flottum konum með plötur á síðasta ári en vandamálið er held ég að það eru ekkert svo margar stelpur í popp- og rokktónlist. Mér finnst vanda- málið frekar liggja þar en að þær konur sem eru í tónlist fái litla athygli. Hins vegar er það alveg ljóst að þær fá allt öðruvísi athygli heldur en strákarnir, það er annar fókus á þeim. Konur fá ekki bara athygli fyrir tónlistina, það verð- ur alltaf að vera tónlistin og eitt- hvað annað. Annaðhvort verða þær að vera með töff ímynd eða þá að vera hlýjar og mjúkar og traust- vekjandi. Konur eru alltaf dæmd- ar út frá kynferðinu, annaðhvort sem kyntákn eða einhverjar hlý- legar og notalegar dúllur. Ég sá einmitt athyglisverða umfjöllun í Djöflaeyjunni um daginn þar sem Ragnheiður Axel fatahönnuður var að tjá sig um ímynd íslenskra tón- listarkvenna. Henni fannst athygl- isvert hvað hér væru fáar söngkon- ur sem nýttu sér kynþokkann til að vekja athygli. Væru allar kapp- klæddar og meira í dúlluhlutverk- inu. Hún velti því fyrir sér hvort þetta stafaði af því hvað það er kalt á Íslandi eða hver orsökin væri en ég held nú að ástæðan sé miklu fremur sú að konur hér vilja frekar láta verkin tala, sem er dálítið á skjön við hinn alþjóð- lega poppbransa.“ Þú ert mjög sérstök týpa, er það einhver ímynd sem þú hefur búið til? „Nei, nei. Ég held ég væri alveg eins þótt ég væri að vinna í banka eða búð. Mér finnst ég vera mjög venjuleg. Ég hef aldrei hugsað þetta út frá einhverju ímyndarsjónarmiði, það eru miklu frekar einhverjir aðrir sem setja mann í ákveðinn bás.“ Og ert þú sett í dúlluflokkinn? „Já, sem mér finnst algjörlega fáránlegt. Ég er þrítug og mér finnst ég alls ekkert krúttleg. Ég get alveg ímyndað mér að eitt- hvað sem ég geri geti verið krútt- legt, eins og hjá öllum öðrum, en ég hef ekki tekið eftir því að karl- kyns samstarfsmenn mínir séu kallaðir dúllur þótt þeir geri eitt- hvað sætt. Mig langar að vera indæl við fólkið mitt og mig lang- ar ekki að koma illa fram við neinn en hugmynd mín um sjálfa mig er ekki að ég sé dúlla. Mér finnst það dálítið niðrandi og notað til að ýta manni niður. Dúlla er svona kona sem er bara mjúk og þægi- leg með túlípana í vasa í krúttlega eldhúsinu sínu. Ég er langyngst í fimm systra hópi og var alin upp með kynjagleraugun á nefinu. Það hvarflaði aldrei að mér að ég gæti ekki orðið hvað sem mig langaði til og eitt af því var svo sannarlega ekki dúlla.“ Klassík og djass Þú ert nú ekki gömul en samt búin að vera þekkt söngkona árum saman, hvenær byrjaðirðu að syngja? „Ég byrjaði nú bara að syngja mikið sem barn, eins og sjálfsagt allir. Systur mínar voru allar í Hamrahlíðarkórnum og ég var mikið með þeim á kór- æfingum. Mamma spilaði á píanó og við sungum mikið heima. Svo var ég eitthvað smávegis í kórum sem barn, lærði á píanó og svona en fór ekki í söngnám fyrr en ég byrjaði í menntaskóla og byrjaði þá um leið í kórnum. Fram að því hafði ég ekki haft fókusinn á því að ég ætlaði að vinna við tónlist, það bara varð. Ég lærði klassísk- an söng í Söngskólanum í Reykja- vík á menntaskólaárunum en eftir útskrift fór ég til Parísar í hálft ár og hætti þá í söngnáminu. Þegar ég kom til baka var mig farið að langa meira til að fara í FÍH og læra að syngja djass. Það varð líka alveg óvart, ef ég hefði ekki farið til Parísar hefði ég örugg- lega bara haldið áfram að vera í Söngskólanum og syngja klassík. Ég hins vegar útskrifaðist í djass- söng frá FÍH.“ Plata í hvirfilvindi Varstu þá byrjuð að syngja með Hjaltalín? „Já, við kynntumst öll í kórnum og þeir byrjuðu svo að spila með mér í sumarstarfi hjá Hinu húsinu. Út frá því fór ég svo að syngja með þeim árið 2006. Mér var aldrei formlega boðin innganga í þessa hljómsveit, við vorum bara samferða og þróuðumst í sömu átt.“ Högni, söngvari Hjaltalín, hefur greint frá því að hann hafi verið í geðhvörfum á meðan á vinnslu nýjustu plötunnar stóð, það hlýt- ur að hafa haft áhrif á ykkur öll? „Ég ætla nú ekkert að fara að ræða hans veikindi, en hins vegar get ég sagt að það er alveg ljóst að þau lit- uðu okkar vinnu líka en alls ekki á slæman hátt. Það varð bara mjög intens ástand hjá okkur öllum. Við vorum að vinna plötuna í heilt ár, reyndar í skorpum, og sein- asta skorpan var í haust þegar við unnum daga og nætur. Platan ber þess alveg merki, bæði tónlistin og textarnir, hún er dálítið persónuleg fyrir Högna og alla hljómsveitina og ég ímynda mér að það skili sér alveg til hlustenda. Okkur þykir sérstaklega vænt um þessa plötu út af því hversu persónuleg hún er og að hún skyldi vera unnin í þess- um hvirfilvindi.“ Ekki á leið í hjónaband Þér tekst að lifa af tónlistinni, þarftu ekkert að drýgja tekjur- nar með öðrum störfum? „Eins og staðan er núna þá gengur það, já. En mér myndi ekki detta í hug að plana hálft ár fram í tímann. Ef fólk hringir og biður mig að bóka mig langt fram í tímann þá neita ég allt- af. Ég veit ekkert hvort ég verð á lífi eða hvort ég verð á landinu, ég veit ekkert um framtíðina frekar en nokkur annar. Ég segi nú ekki að ég lifi bara fyrir daginn í dag, það er nauðsynlegt að geta séð næsta mán- uðinn fyrir sér að minnsta kosti, en þessi vinna kemur auðvitað í skorpum eins og hjá öllum í þess- um bransa og það er alveg ómögu- legt að gera einhver langtímaplön.“ Þú ert ekki fjölskyldumann- eskja? „Nei, ég hef bara um sjálfa mig að hugsa. Ég get trúað að málið horfi svolítið öðruvísi við ef þú átt börn sem þurfa að fá að borða. Þegar maður er einn ræður maður við þessa óvissu og mér finnst það mikil forréttindi að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Hins vegar veit ég ekkert hversu lengi þetta varir eða hvað ég tek mér fyrir hendur eftir hálft ár.“ Þú ert ekkert á leiðinni að stofna fjölskyldu? „Nei, það er ég ekki. Það er ekkert sem bendir til þess að ég sé leiðinni í hjónaband, allavega ekki næsta árið. Ég held ég geti alveg lofað því.“ Áttu kærasta? „Ég vil ekki tjá mig um það. Ég hef alltaf viljað halda einkalífinu og opinberu persónunni algjörlega aðskildu. Ég er opinber persóna að einhverju leyti en svo á ég mína fjölskyldu og vini og það er alveg prívat. Mér finnst ekki að fólki komi það neitt við hvað ég geri þegar ég er ekki á sviðinu. En það er oft erfitt að passa upp á einkalífið í þessu litla samfélagi þar sem allir eru á Facebook og Twitter og fjölmiðlar grípa allt á lofti. Ég hef líka brennt mig á því að eitthvað sem maður hefur sagt við blaðamenn og beðið þá að fara ekki með lengra hefur lent á forsíðu algjörlega slitið úr samhengi og ég er ekkert ánægð með það.“ Ég veit þú skipuleggur ekki fram í tímann en hvar sérðu þig fyrir þér eftir tíu ár? „Ég er náttúrulega ótrúlega heppin að vera að gera það sem mig langar mest og mikið óskaplega væri gaman ef ég gæti enn þá verið að gera það eftir tíu ár. Verið bæði að starfa með hljóm- sveit og rækta sólóferil í alls konar verkefnum. En á móti kemur að það getur vel verið að eftir eitt ár fái ég einhverja allt aðra hugmynd og nýjan draum og langi til að eiga bókabúð á Ítalíu eða eitthvað. Eins og staðan er í dag langar mig bara að halda áfram að vinna við tónlist og halda áfram að uppfylla þann draum.“ Ég er alls engin dúlla Sigríður Thorlacius er ein besta söngkona sinnar kynslóðar og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína bæði með hljómsveitinni Hjaltalín og í ýmsum sólóverkefnum. Hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 sem söngkona ársins og samtalið byrjar með umræðu um það hvað konur voru lítið áberandi á verðlaunahátíðinni á dögunum. BÓKABÚÐ Á ÍTALÍU Sigríður segir allt eins geta farið svo að eftir ár skipti hún um skoðun og fari að dreyma um að eiga bókabúð á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þú hefur verið kölluð Elly Vilhjálms þinnar kynslóðar, hvað finnst þér um það? „Það er enginn smáræðis titill. Ég veit ekki hvernig nokkur ætti að standa undir því. Það er samt mjög fallegt og auðvitað held ég mikið upp á Elly. Hún hefur samt aldrei verið neitt goð hjá mér, ekkert frekar en aðrar söngkonur. Þegar ég var unglingur hlustaði ég meira á djass, Ellu Fitzgerald og Billy Holiday og slíkar söngkonur, en auðvitað hlustaði ég líka á þessar flottu íslensku söngkonur, Elly, Helenu og Ingibjörgu Þorbergs, sem hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Í seinni tíð hef ég hlustað meira á Elly og lesið mér til um hana. Hún var náttúrulega ótrúleg, bæði sem söngkona og karakter. Ég veit ekki hvernig ég ætti að komast með tærnar þar sem hún hafði hælana.“ Elly sinnar kynslóðar?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.