Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 36
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Helga Lucia Haraldsdóttir tekur á móti blaðamanni á hlý-legu heimili sínu í Garðabæ. Klukkan er rúmlega ellefu að morgni, og Helga Lucia er nýbúin með morgunrútínuna sína sem tekur lengri tíma en hjá flestum. „Á hverjum morgni þarf ég að leggjast í bað, sem ég hef sett olíu út í, í dágóða stund til þess að mýkja húðina. Þá þarf ég að bera á mig krem hátt og lágt, en það heldur sjúkdómseinkennunum niðri. Þegar þessu er lokið klæði ég mig í rólegheit- unum og klukkan er yfirleitt orðin ellefu þegar ég er komin á ról,“ segir Helga Lucia sem hefur síðan hún var ellefu ára gömul glímt við alvarlegt psoriasis. Psoriasis er húðsjúkdómur sem oftast birtist á afmörkuðum svæðum á húð þeirra sem eru með hann. Hjá Helgu er raunin önnur en alveg frá því að sjúkdómurinn lét fyrst á sér kræla hjá henni hefur hann verið mjög alvarlegur og nokkrum sinnum hefur hún þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Lögð inn fjórtán ára „Ég byrjaði að fá psoriasis-útbrot þegar ég komst á kynþroskaskeiðið sem er ekki óalgengt upphaf á sjúkdómnum. Það var strax brugðist við útbrotunum með hefð- bundnum hætti, ég fékk krem og ég fór í ljós. En það virkaði ekkert sérstaklega vel á mig og það sem gerðist var að smám saman varð sjúkdómurinn verri og verri og hann breiddist út um allan líkamann. Strax fjórtán ára þurfti ég að leggjast inn á húðdeildina sem þá var á Vífilsstöðum vegna þess hversu illa ég var haldin. Þar fór ég í ljós og fékk bæði tjöru- og stera- meðferð. Þetta var í fyrsta en ekki síðasta sinn sem ég hef verið lögð inn á húð- deildina, það hefur gerst nokkrum sinnum síðan,“ segir Helga og útskýrir að í hennar tilfelli myndist svo mikill bjúgur og miklar bólgur að hún fái hita og verði veik. „Það hafa allar mögulegar meðferðir við psoriasis verið prófaðar á mér. Sagan hefur yfirleitt verið þannig að ég hef lagst inn á húðdeild en blettirnir fóru aldrei allir og ég versnaði alltaf smátt og smátt eftir að ég kom út,“ segir Helga, en bætir við að sjúkdómurinn hafi leikið hana misjafnlega hart í gegnum tíðina. Stundum hafi komið tímabil þar sem hún slapp við innlagnir, en svo hafi allt farið á versta veg inn á milli. „En jafnvel á góðum dögum verkjar mig í húðina og ég finn fyrir psoriasis-gigtinni í liðunum.“ Átti til að einangra sig En hvernig tókst unglingurinn Helga Lucia á við þennan slæma sjúkdóm? „Þetta var mjög erfitt fyrir mig eins og gefur að skilja. Ég burðaðist mjög lengi með mjög brotna sjálfsmynd, ég leit í spegil og mér líkaði ekki það sem ég sá. Ég átti líka til að einangra mig og á í rauninni enn þá, þó að ég færi stundum á meðal fólks, þá langaði mig ekki alltaf til þess að fara út,“ segir Helga. Hún var á fullu í íþróttum þegar hún var barn og hélt áfram að æfa fyrstu árin með psoriasis og hélt því áfram í mörg ár. „Ég æfði bæði handbolta og fót- bolta áfram. En það var erfitt, bæði missti ég úr æfingar og svo breyttist svo margt hjá mér. Ég þurfti alltaf að passa að fara í bað, bera á mig olíu og krem og það tók á. Mig langaði auðvitað til að vera eins og hinir og þurfa ekki að vera alltaf að hugsa um að bera á húðina.“ Þrátt fyrir að hafa misst nokkuð úr skóla vegna sjúkdómsins lauk Helga grunnskóla- námi sextán ára gömul. Hún hóf svo nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði en fljótlega eftir að hún hóf nám þar flosnaði hún upp úr námi. „Ég var úrskurðuð öryrki sextán ára gömul vegna psoriasis-sjúk dómsins. Öðru hvoru hef ég svo reynt að vera í vinnu, en það hefur aldrei gengið vel. Það er mjög erfitt fyrir mig, verandi með þennan sjúkdóm, að mæta í vinnu, þó að ég hafi átt góð tímabil þá hafa komið mjög slæm tímabil inn á milli.“ Erfitt á meðgöngunum Helga er þriggja barna móðir og í hennar tilfelli hafa meðgöngur barnanna espað upp sjúkdóminn. „Ég eignaðist elstu dóttur mína Elínu Rós árið 2002 og var mjög slæm á þeirri meðgöngu þó að ég legðist ekki í rúmið. Svo eignaðist ég Emelíu Karen árið 2004 og var mikið veik þá líka,“ segir Helga, sem tveimur árum síðar lenti afar illa í því. „Árið 2006 varð ég mjög veik og var lögð inn nokkrum sinnum. Loks varð ég algjörlega rúmföst og þurfti að vera í hjólastól í marga daga því fæt- urnir á mér gátu ekki borið mig. Ég missti skinnið undan iljunum og það var ekkert nema örfín filma sem mátti alls ekki snerta vegna mikils sársauka. Ég endaði á að fá sprautu svo líkaminn myndi ekki stífna upp því ég gat ekki labbað í marga daga, þetta var helvíti á jörð,“ segir Helga. Á þessum tíma var sambandi hennar við barnsföður yngri dóttur hennar lokið: „Ég var mjög niðurbrotin og sjálfs traustið ekki mikið. En það voru alltaf einhver ljós í myrkrinu og þarna eftir erfiðustu veik- indin árið 2008 þá fór ég í mikið heilsu- ræktarátak og breytti mataræðinu líka. Það hafði mjög góð áhrif og ég bæði létt- ist og einkenni psoriasis-sjúk dómsins minnkuðu. Á þessum tíma kynntist ég manninum mínum, Óðni, og það hafði auðvitað mjög góð áhrif á mig. Þegar ég varð ófrísk að syni okkar, honum Haraldi Tristan, fór hins vegar allt aftur á skrið og ég hef ekki almennilega náð mér síðan hann kom í heiminn árið 2011,“ segir Helga. Byrjuð aftur í handbolta Hún bætir við að hún sé byrjuð að taka mataræðið aftur í gegn enda virkaði það vel síðast og hún segir að mataræðið skipti mjög miklu máli í hennar veikindum. Helga hugar líka að andlega þættinum og leggur áherslu á að byggja sig upp. „Ég er aftur byrjuð í handboltanum, æfi með gömlum FH-ingum og það er mjög gaman. Ég er mjög mikið að reyna að byggja upp sjálfstraustið og huga að sjálfri mér um þessar mundir. Það gengur ekki alltaf vel að vera jákvæður, stundum finnst mér erfitt að geta til dæmis ekki klætt mig í hvaða föt sem er, en ég þoli til dæmis eiginlega bara bómull við húðina. En ég lít björtum augum fram á veginn,“ segir Helga Lucia sem segir óendanlega mikil- vægt í allri þessari sjúkdómasögu að hafa átt góða að. „Foreldrar mínir, þau Haraldur Þór Bene- diktsson og Elín Jakobsdóttir, hafa alltaf stutt ótrúlega vel við bakið á mér. Einnig er ég í mjög góðu sambandi núna og svo á ég auðvitað þrjú yndisleg börn sem hjálpa mér hvert með sínum hætti,“ segir hún að lokum. Hver dagur sársaukafullur Þegar Helga Lucia Haraldsdóttir komst á kynþroskaaldurinn lét húðsjúkdómurinn psoriasis fyrst á sér kræla. Sjúkdómurinn hríðversnaði þrátt fyrir að gripið væri til allra hefðbundinna ráða og 16 ára gömul var Helga Lucia úrskurðuð öryrki. Þrítug er hún orðin þriggja barna móðir og horfir björtum augum til framtíðar þrátt fyrir stöðuga glímu við skæðan sjúkdóm. „Árið 2008 fékk ég sýkingu í blóðið sem rekja má til sjúkdómsins. Ég var lögð inn á Borgarspítalann og lá þar milli heims og helju fyrstu vikurnar en alls í tvo mánuði. Ég fékk sýkingu upp úr sárum sem myndast þegar hreistrið dettur af húðinni,“ segir Helga. Meðfylgjandi myndir sýna hve illa hún var haldin þegar hún var sem veikust og varpa ljósi á hversu þungt hún er haldin og illa farin þegar psoriasis leikur hana sem verst. Á heimasíðu Samtaka psoriasis- og exem- sjúklinga spoex.is kemur fram að ekki hafi verið skýrt til fullnustu hvers vegna fólk fær sjúkdóminn en að á seinni árum hafi menn helst aðhyllst að um sé að ræða eins konar ónæmissvörun sem síðan leiði til sjálfs- ónæmis og mismunandi ytri þættir geti kallað sjúkdóminn fram. Fékk sýkingu í blóðið og lá milli heims og helju HELGA LUCIA HARALDSDÓTTIR Glímdi lengi við slæma sjálfsmynd en hefur unnið markvisst að því að byggja sig upp andlega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.