Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 38
| HELGIN | 38 23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR Við hittumst hér vikulega. Sumir eru að selja, aðrir að skipta,“ segir Viðar Ottesen, fyrsti maður sem blaðamaður víkur sér að á fundi frímerkja- safnara. Hann kveðst hafa verið ástríðusafnari. „Þetta er skemmti- legt hobbý og fræðandi því það eru gefin út alls konar frímerki sem minna á atburði, tækniframfarir og staði. Sumir safna bara bíla- merkjum, aðrir blómamerkjum eða einungis merkjum frá þeim tíma sem Ísland var konungdæmi.“ En hvernig líður söfnurum frí- merkja nú þegar notkun þeirra er mjög að minnka og engin verslun í landinu býður upp á söfnunar- vörur? „Frímerki verða alltaf til og það er fullur grundvöllur fyrir að safna þeim. Nú til dags eru þau gefin út í mun minna upplagi en áður, þannig að nýleg merki geta alveg orðið verðmæt. Svo eru þau falleg,“ segir Viðar. Hann segir frímerki útgefin á tímabilinu 1950-1990 almennt verðlítil vegna stórra upplaga og sama sé að segja um fyrsta dags umslögin. Endurnýja lífskraftinn daglega „Það er ekki hægt að losna við söfnunarvírusinn og hann er bæði hollur og góður fyrir sálina,“ segir hinn þekkti kaupmaður Magni Guðmundsson sem rak safnarabúð á Laugaveginum um árabil. Hann kveðst hafa verið bæði í félagi frí- merkjasafnara og myntsafnara frá upphafi. „Ég hef notið þess alla tíð að vera í söfnun og kringum safn- ara,“ segir hann og segir mikið um að fólk hringi í hann til að leita ráða. Telur hann mikla peninga í söfnum? „Það geta verið peningar í mörgu. En aðallega er söfnun góð fyrir fyrir heilsuna. Safnarar end- urnýja lífskraftinn á hverjum degi þegar þeir fara að dunda í sínum hlutum.“ Ástríða en ekki fjárfesting „Menn byrja oft ungir að safna frímerkjum, hætta þegar þeir stofna fjölskyldu og fara á vinnu- markaðinn en byrja aftur þegar fer að róast í kringum þá,“ segir Árni Gústavsson, einn fundar- manna. Spurður hvort safnið frá ungdómsárunum sé þá orðið verð- mætt svarar hann: „Það fer eftir því hvað elstu frímerkin hafa verið gömul. Menn gera þetta þó mest ánægjunnar vegna. Margir fara að safna ákveðnum stimplum, til dæmis númerastimplunum því hver póststöð hafði sitt númer frá 1903 og fram um miðja öld,“ segir Árni sem sjálfur safnar skipspósti frá 19. öld. „Á síðustu áratugum 19. aldar voru þrjár, fjórar póstferð- ir á ári frá Íslandi þannig að póst- meistarinn notaði hvert tækifæri til að koma pósti frá sér, kannski með fiskibáti eða hvaða skipi sem var og skipstjóranum bar, lögum samkvæmt, að setja póstinn í land í fyrstu höfn. Þar var hann stimp- laður. Svo er hægt að lesa ferða- sögu bréfs eftir stimplunum.“ Árni kveðst eiga nokkuð stórt safn. „Ég er bara að þessu mér til gamans. Svo er þetta fræðandi. Að lesa eitt- hvað ákveðið út úr hlutunum og finna fróðleik um þá í bókum og á netinu.“ Frímerkjasöfnun er ákveðin keppni, segir Árni. „Menn setja söfnin sín á sýningar og þar eru þau dæmd,“ segir hann og upplýsir að norræn frímerkjasýning verði hér á landi í vor. Hver ákveður svo verð merkja? „Það er markaðurinn. Ef allir safna númerastimplum, eins og í dag, þá fer verðið upp, svo kannski hætta allir og þá fer það niður. Söfnun er ástríða en ekki fjárfest- ing. Ég held að alvöru safnarar séu ekki í þessu út af peningum.“ Söfnun er góð fyrir sálina Þótt bæði frímerki og mynt séu nánast að hverfa úr notkun er líflegt á félagsfundum safnara. Að stíga þar inn er eins og að koma á markaðstorg. Menn fletta möppum eða síðum á netinu og á borðum eru haugar af góssi til skoðunar. Gömul merki með hátt verðgildi, eins og alþingis- hússmerkin, voru ekki gefin út nema í 150 þúsund eintökum. Þau eru verðmæt í dag. Sum merki voru hins vegar gefin út í allt að fjórum milljónum eintaka og verða aldrei verðmæt að sögn safnara nútímans. Sum gömlu fiskamerkin eru til í of miklu magni til að teljast verðmæt nú. Meira og minna verðmæt Á FUNDI FRÍMERKJASAFNARA Viðar Ottesen horfir yfir öxlina á Hjalta Jóhannes- syni með i-padinn. Ævar Petersen fylgist með. Við hlið hans er barnabarnið Matthías Ævar, sem safnar bara fuglamerkjum, og vinur hans Skúli, sem er líka frímerkjasafnari. UMSLÖGIN VERÐ- MÆT Umslög með frímerkjum á eru mun verðmætari en frímerkin ein og sér. GAMALT OG GOTT Umslag notað sem minnis- miði fyrir vísu. SVONA SÖFN LEYNAST VÍÐA Yfirleitt klipptu menn frímerkin af umslögunum eða rifu. FYRSTA DAGS UMSLAG Margir söfnuðu fyrsta dags umslögum en flest eru verðlítil í dag, vegna stórra upplaga. Myntsafnarar sækjast eftir mörgu sem hefur verið notað sem gjaldmiðill á Íslandi,“ segir Freyr Jóhannesson, formaður Myntsafnara- félagsins. „Fyrst og fremst er það slegin mynt og seðlar en líka brauð- og vörupeningar, herstöðvargjaldmiðill, sérstakir seðlar sem kaupfélögin gáfu út, tunnumerki, víxlar, ávísanir og hlutabréf. Einnig safna menn íslenskum minnispeningum, heiðurspeningum og heiðursmerkjum.“ Íslensk mynt til almennra nota var ekki sleg- in fyrr en árið 1922 en íslenskir seðlar voru til löngu áður, að sögn Freys. Árið 1777 gaf Kurantbanken í Kaupmannahöfn út seðla með íslenskri áletrun en Íslendingar fúlsuðu við pappírnum og vildu heldur fá mynt úr silfri og gulli. Rigsbanken gaf síðan út seðil árið 1815 með íslenskum texta á bakhlið, sérstaklega ætlaðan til nota hérlendis. Af þessum seðli eru til færri en tíu eintök í öllum heiminum. Landsstjórnin prentaði síðan fyrstu íslensku peningaseðlana í Danmörku árið 1886 og voru gefnir út 5, 10 og 50 krónu seðlar. Einnig voru til einkagjaldmiðlar af ýmsu tagi. „Kaupmenn á svæðinu frá Vestfjörðum til Stokkseyrar gáfu margir út eigin mynt og seðla, mest um og fyrir aldamótin 1900. Elsta mynt sem ég á af þeim toga er þó frá 1846, merkt Zimsen, dönskum kaupmanni. Svo var Pjetur Thorsteinsson á Bíldudal með mynt og margir hér í Reykjavík, til dæmis Thomsens- verslun, gáfu út seðla.“ Freyr segir félagsmönnum Myntsafnara- félagsins að fjölga. „Um áramót vorum við 231 í félaginu og höfum ekki verið svo mörg síðan á 8. áratugnum. Menn selja og kaupa mikið á netinu og við það hefur eftirspurn eftir íslenskum seðlum aukist,“ upplýsir hann. Félagið heldur uppboð fyrsta sunnudag hvers mánaðar nema í júlí og ágúst. Síðasta sunnudag mættu um 50 manns, að sögn Freys. Enginn má bjóða í utan félagsins. „Við sjáum hlutina sem við bjóðum upp stundum á Ebay daginn eftir og getum ekkert ráðið við það.“ En verða hlutir alltaf verðmætari með tímanum? „Það veit enginn, það fer eftir tískusveiflum. Eftir því sem ég hef heyrt frá Seðlabankanum eru til í landinu um 600 tonn af íslenskri mynt. Mest af því er lýðveldismynt í lágu verði. Eitt er víst, flotkrónan fer aldrei í verð.“ Freyr telur dýrustu myntina í dag af íslenskri sláttu tíu þúsund króna peninginn frá 1974 sem Seðlabankinn gaf út í gulli. Segir hann ganga á 80-100 þúsund. „En söfnun er fræði,“ tekur hann fram. „Það er tvennt ólíkt að sanka að sér hlutum óháð sögulegu verðmæti þeirra og safna sögulegum gripum með skipulögðum og kerfisbundnum hætti. Söfnun er að mörgu leyti sagnfræðileg rann- sókn á tiltölulega afmörkuðum vettvangi og byggist því vitaskuld á sagnfræðilegum áhuga, jafnvel ástríðu, og upphaf stórra safna eins og Landsbókasafns og Þjóðminjasafns má rekja til einstaklingssafna. Myntsöfnun tengist verslunarsögu og atvinnuháttum landsins og menn eru ekkert alltaf að hugsa um verðmæti safna sinna þó þeir greiði stundum hátt verð fyrir vissa hluti til að eignast þá og rannsaka. Tunnumerkin eru þannig bráðskemmtilegur hlutur þó þau seljist ekki nema á þúsund kall. Mér finnst alveg nóg fyrir safnara að vita að þeir séu að bjarga sögulegum verðmætum. Allt hitt er bara bónus.“ FLOTKRÓNAN FER ALDREI Í VERÐ GAMALL SEÐILL ÚR SAFNI FREYS og tveggja krónu peningur frá 1940 FORMAÐURINN Freyr með litljósrit af hluta seðlasafns síns. Tunnumerki voru gjaldmiðill á sínum tíma eins og Freyr Jóhannesson lýsir: „Þegar konurnar voru að salta náðu strákar í fullu tunnurnar til þeirra og renndu um leið svona peningi ofan í stígvélin þeirra. Eftir þeim fengu þær greitt. Fyrir eitt tunnumerki fengu þær um það bil tímakaup verkamanns en söltuðu tvær til þrjár tunnur á klukkutímann,“ útskýrir hann. „Það var saltað á 70 stöðum á landinu og sums staðar á mörgum plönum svo margs konar tunnumerki voru í umferð. Ég fór í nokkur ferðalög um landið til að safna þeim því svona nokkuð hverfur mjög hratt.“ Tunnumerki, hvað er það? TUNNUMERKI Þetta merki tilheyrði Söltunarstöð Ísfirðinga á Siglufirði 1932- 1961. TUNNU- MERKI Jón Kristjánsson á Akureyri átti þetta merki. Safnarar endurnýja lífskraftinn á hverjum degi þegar þeir fara að dunda í sínum hlutum.“ Magni Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.