Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 42

Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 20134 LUKTAHÁTÍÐ Í KÍNA Fjöldi fólks tók þátt í luktahátíð til að fagna lokum vorhátíðar þann 21. febrúar síðastliðinn í Rizhao í Kína. Kínverska nýárshátíðin hefst á gamlárskvöldi hins kínverska dagatals og daginn eftir hefst vorhátíðin á fyrsta degi fyrsta mánaðar tungldagatalsins. Þetta er sú hátíð sem er Kínverjum mikilvægust og er ríkust af hefðum, rétt eins og jólin fyrir flestum Vesturlandabúum. Á 15. degi fyrsta mánaðar tungl- dagatalsins lýkur vorhátíðinni og nefnist sá dagur Luktahátíðin. Ljósin skína skært á ljósahátíð í Kína. NORPDICPHOTOS/GETTY Sumir leggja mikið á sig til að komast í hinn alræmda hálofta- klúbb eða mile-high club upp á engilsaxnesku. Slíkt getur verið áhættusamt enda ekki vel séð að pör séu að láta vel hvort að öðru í farþegarými eða inn á flugvélasalernum. Nú hefur breskt fyrirtæki wish.co.uk fundið lausn fyrir þá sem þrá að komast í klúbbinn. Boðið er upp á sérstakar flugferðir í einkaflugvélum þar sem pör geta átt huggulega stund, dreypt á kampavíni, gætt sér á súkkulaði og dundað sér við að gera dodo. Þeir sem það kjósa geta beðið um silkirúmföt, rómantíska lýsingu og jafnvel rósarblöð sem dreift er um farþegarýmið. Eins og allt annað í lífinu er þessi upplifun þó ekki gefins og kostar litlar 4.999 pund eða um 980 þúsund krónur. Ekki lítið verð fyrir einnar klukkustundar ánægju. Nánari upplýsingar um þennan lúxusháloftaklúbb má finna á vefsíðunni wish.co.uk/mile-high-club. Í háloftaklúbbinn fyrir rétta verðið Nú er hægt að kaupa sér leið inn í háloftaklúbbinn. Það eru ótrúlega spenn-andi hlutir að gerast í ferða-málum á Suðurnesjum. At- vinnuþróunarfélag Suðurnesja tók yfir rekstur Markaðsstofu Suður- nesja um áramótin og hefur nafni hennar verið breytt í Markaðsstofu Reykjaness. Búið er að ráða Þur- íði Halldóru Aradóttur sem verk- efnastjóra Markaðsstofunnar og lögð er áhersla á að auka sam- starf fyrir tækja í ferðaþjónustu og við fyrirtæki á svæðinu í öðrum greinum atvinnulífsins,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýs- inga- og þróunarfulltrúi Grinda- víkurbæjar. Hann á jafnframt á sæti í nýrri stjórn Ferðamálasam- taka Suðurnesja en þar varð einnig upp stokkun fyrr í vetur. Það er því óhætt að segja að ferðaþjónustan á Suðurnesjum gangi í gegnum miklar breytingar þessi misserin. Að sögn Þorsteins eru miklar vonir bundnar við ráðningu Þur- íðar. Hún er með B.Sc. í ferða- málafræði og hefur lokið námi í markaðssamskiptum og al- mannatengslum frá Há skólanum í Reykjavík. Hún var markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Rangár- þingi eystra og forstöðumaður Söguseturs Hvolsvallar auk þess sem hún sá um rekstur upplýs- ingamiðstöðva. Þuríður sat jafn- framt í undirbúningshópi fyrir Kötlu Geopark project. Spennandi jarðvangur „Það verkefni sem mér finnst mest spennandi á Reykjanesi um þessar mundir er nýstofnaður jarðvang- ur, Reykjanes G e opa rk , en þetta er sjálfs- eignarstofnun sem sveitarfé- lögin á Suður- nesjum höfðu forgöngu um að stofna. Þá hafa fulltrúar fræða- og atvinnulífs á svæðinu komið að verkefninu. Reykjanesjarð- vangur hefur skilað inn um- sókn um aðild að European Geo- parks Network (EGN) og um leið UNESCO Global Geoparks Net- work. Umsóknin er yfirgrips mikil og tekur til margra ólíkra þátta, s.s. ferða-, umhverfis-, efnahags- og fræðslumála,“ segir Þorsteinn. Eftir miklu er því að slægjast með aðild að alþjóðlegum sam- tökum jarðvanga en hug myndin á bak við samtökin er að koma á tengslum milli svæða með áhugaverðar jarðminjar, miðla upplýsingum og reynslu, leysa sameigin leg vandamál og koma svæðunum á framfæri. Að sögn Þorsteins er aðal- atriðið að ferðaþjónustan á Suður nesjum vinni vel og mark- visst saman til þess að ná betri ár- angri. „Á Suðurnesjum eru allar forsendur til þess að ferðaþjón- ustan blómstri í framtíðinni. Hér er alþjóðlegur f lugvöllur og vin- sælasti ferðamannastaður lands- ins, Bláa lónið. Jarðvangurinn er góð viðbót enda er náttúran hér stórbrotin með sínu mikla háhita- svæði með tilheyrandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum sem dýralífsunnendur mega alls ekki láta fram hjá sér fara,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að á Suður- nesjum er mikil saga nánast við hvert fótmál. Þar eru mikl- ar og fagrar strendur, ólgandi brim, gamlar kirkjur hver með sinn sjarma og sína gömlu sögu, gamlar minjar og sel. Ekki má gleyma söfnunum á Suðurnesjum sem spila stórt og geysilega veiga- mikið hlutverk í menningu Suður- nesjamanna, svo eitthvað sé nefnt. Reykjanesskaginn leynir á sér Ferðalangar velja sjaldan Reykjanesið sem fyrsta valkost þegar ferðast er um landið. Þangað er þó margt áhugavert og skemmtilegt að sækja eins og fallegar strendur, merkar minjar og söfn. Miklar vonir eru bundnar við nýstofnaðan Jarðvang á Suðurnesjum. Svartsengi við Bláa lónið á Reykjanesi. MYND/ÚR EINKASAFNI Þorsteinn Gunnars- son, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkurbæjar. MYND/ÚR EINKASAFNI Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 56 3 53 Borgarferðir Osló Billund Köben frá9.900kr. frá14.900kr. frá9.900kr. febrúar og mars aðra leið með sköttum. á frábæru verði maí, júní, júlí, ágúst og september aðra leið með sköttum. mars, apríl og maí aðra leið með sköttum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.