Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 46
FÓLK|
Capillary Clear er sérhannað krem fyrir þá sem þjást af háræðasliti eða rósroða í
andliti. Kremið inniheldur virkt
jurtasamband sem rannsóknir
sýna að draga stórlega úr mis litum
blettum á húð á fjórum vikum.
Kremið inniheldur einnig virka
rakagjafa sem sjá til þess að húðin
helst mjúk og falleg.
Háræðaslit og rósroði í andliti
er hvimleitt vandamál og engin
varanleg lausn til. Háræðaslit
kemur oftast fram vegna erfða og
lélegrar blóðrásar og verður sýni-
legra með tímanum. Einkenni geta
versnað við hitabreytingar, sólar-
ljós, kryddaðan mat, áfengi og
heita drykki. Rósroði kemur oftast
fram á kinnum, höku, nefi og enni
og er þekkt vandamál þar sem
háræðaslit er til staðar. Capillary
Clear er himnasending fyrir þá
sem þjást af þessum vandamálum.
Skin Doctors-húðvörurnar eru
þróaðar af lýtalæknum sem settu
fyrirtækið á laggirnar til að svara
eftirspurn eftir skilvirkari lausnum
í húðumhirðu, án skurðaðgerða.
Húðvörulína Skin Doctors saman-
stendur af tólf húðvörum sem
ætlaðar eru andliti og líkama.
Með sanni má segja að húð-
vörur Skin Doctors brúi bil á
milli hefðbundinna húðvara og
lýtaaðgerða. Niðurstöður rann-
sókna hafa sýnt fram á marktækan
árangur, enda er húðvörulína
Skin Doctors sérhönnuð til að
leysa ákveðin húðvandamál. Allir
finna sína sérhæfðu lausn hjá Skin
Doctors.
Hvert og eitt krem inniheldur
virkt efni sem þjónar sérhæfðum
tilgangi. Öll efni eru vísinda-
lega prófuð og hafa sýnt fram á
árangur hvert fyrir sig.
Skin Doctors býður fyrsta flokks
lausnir þegar kemur að endur-
nýjun húðar ásamt því að veita
húðinni yngra og ferskara útlit.
Skin Doctors-vörurnar fást
meðal annars í Lyfjum & heilsu
í Kringlunni, snyrtivörudeildum
Hagkaupa, Fríhöfn og Lyfju,
Lágmúla, Laugavegi, Smára-
torgi og Smáralind.
SKIN DOCTOR Niðurstöður rannsókna sýna marktækan árangur þegar notuð eru krem
frá Skin Doctor.
FALLEGRI
HÚÐ Skin
Doctor-
kremin
henta öllum
húðgerðum.
NÝJUNG Ca-
pillary Clear er
nýtt krem frá
Skin Doctors.
DREGUR ÚR HÁRÆÐA-
SLITI OG RÓSROÐA
ICEPHARMA KYNNIR Kremin frá Skin Doctors eru þróuð til að vinna á
algengum húðvandamálum. Nýtt krem, Capillary Clear, vinnur á rósroða
og háræðasliti.
ÞAÐ SEM ÞARF:
Kjúklingabringur eða heill kjúk-
lingur hlutaður niður
1 msk. sterkt karrímauk (paste)
1 msk. mango chutney
1 msk. túrmerik
50 ml ólífuolía
300 g kúskús
Smjör (rúmlega matskeið)
Ferskt kóríander
Hrein jógúrt
Paprikuduft
Setjið karrímauk, mango
chutney, túrmerik og ólífuolíu í
stóra skál og hrærið vel saman.
Skerið kjúklinginn niður og setjið
í blönduna. Látið standa í að
minnsta kosti tíu mínútur.
Grillið kjúklingabita á grill-
pönnu í 10-12 mínútur. Setjið
síðan smástund í heitan ofn ef um
stærri stykki er að ræða og eldið
áfram þar til kjötið er fullsteikt.
Einnig má gera þetta á útigrilli.
Á meðan kjúklingurinn er að
eldast er kúskúsið sett í skál
ásamt soðnu vatni eftir leiðbein-
ingum á pakkanum. Kúskúsið
er tilbúið þegar ekkert vatn er
eftir. Takið þá gaffal og hrærið.
Setjið smjörklípu og kóríander
og hrærið saman. Setjið kús-
kús á disk, kjúklinginn ofan á og
berið fram með hreinni jógúrt
sem hefur verið bragðbætt með
papriku dufti.
HOLLUR KJÚKLINGUR MEÐ KÚSKÚS
STAÐREYNDIR UM SKIN DOCTORS
■ HENTA ÖLLUM HÚÐGERÐUM
■ ÞRÓAÐAR AF VIRTU LYFJAFYRIRTÆKI Í SAMVINNU VIÐ
LÝTALÆKNA
■ SPORNA GEGN NÁTTÚRULEGU HRÖRNUNARFERLI
■ ENDURNÝJA HÚÐ OG GEFA FALLEGRI ÁFERÐ
■ HJÁLPA TIL VIÐ AÐ JAFNA ÚT HÚÐ Á ERFIÐUM SVÆÐUM
Bragðmikill kjúklingur með kúskús sem er létt og einfalt að gera.
Ágætis laugardagsmatur sem er aðeins 519 kaloríur hver skammtur
svo hann hentar vel þeim sem vilja halda í við sig. Uppskriftin miðast
við fjóra.
Veistu
hver ég
var?
Siggi Hlö
Heitasta partýið í bænum!
Laugardaga kl. 16 – 18.30
Save the Children á Íslandi