Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 74
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 20138
HÓTEL D‘ANGLETERRE
OPNAÐ EFTIR BREYTINGAR
Hið fræga hótel d‘Angleterre í Kaupmannahöfn verður opnað aftur eftir
miklar breytingar hinn 1. maí næstkomandi. Hótelinu var lokað í júní
2011 en síðan hafa farið fram miklar og kostnaðarsamar endurbætur. Í
maí verða 35 herbergi tilbúin en hin í haust. Á hótelinu voru 123 her-
bergi fyrir lokun en þau verða 90 núna, þar af verða 53 lúxusherbergi.
Hótelið var mikið í fréttum hér á landi þar sem Íslendingar áttu það um
tíma. Margir frægir einstaklingar hafa búið á d‘Angleterre og má þar
nefna Madonnu, Rolling Stones, Bruce Springsteen, Justin Timberlake
og Robbie Williams. Þá hafa forsetar og önnur fyrirmenni einnig gist á
hótelinu. Það var standby.dk sem upplýsti um opnunina.
Mývatn um sumar. MYND/GVA
PERLUR Á NORÐURLANDI
Náttúrufegurð Mývatns-
sveitar hefur löngum verið
rómuð en Mývatnssveit er einn
vinsælasti ferðamannastaður
landsins. Mývatn er fjórða
stærsta stöðuvatn á Íslandi.
Vaglaskógur í Fnjóskadal er
annar stærsti skógur á Íslandi og
stórvaxnasti birkiskógur lands-
ins. Þar eru merktar gönguleiðir
og trjásafn með fjölda tegunda.
Goðafoss og Aldeyjarfoss
í Skjálfandafljóti í Bárðardal
eru báðir rómaðir fyrir fegurð.
Goðafoss er einnig nátengdur
kristnitökunni á Íslandi þar sem
Þorgeir Ljósvetningagoði kast-
aði heiðnum líkneskjum í foss-
inn til staðfestingar trúskiptum.
Þá var ný kirkja vígð árið 2000 á
Ljósavatni, Þorgeirskirkja, í tilefni
af þúsund ára afmæli kristnitöku
á Íslandi.
Grenjaðarstaður í Aðaldal er
fornt höfuðból og byggðasafn
en þar stendur einn stærsti
torfbær landsins.
FERÐALÖG
BÆTA ÁSTALÍFIÐ
Góðar fréttir fyrir ástfangna:
Pör sem ferðast saman eiga
í heilbrigðara og hamingju-
samara ástarsambandi en þau
sem gera það ekki.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
nýrrar rannsóknar á vegum US
Travel Association. Alls voru
1100 pör spurð út í ástalíf sitt á
ferðalögum. Niðurstöður sýndu
að ferðalög hafa jákvæð og
styrkjandi áhrif á ástarsambönd
og kynda undir rómantík og
kynlíf. Auk þess gefa ferðalög
parinu færi á að tala saman,
tengjast á ný og upplifa nýja
reynslu í öðru umhverfi, fjarri
börnum og daglegu annríki.
Alls sögðu 72 prósent para
að ferðalög treystu ástarsam-
bandið og þau upplifðu meiri
rómantík við að fara saman í
stutt ferðalag en að skiptast á
gjöfum. Yfir þrír fjórðu para, eða
77 prósent, sögðust lifa unaðs-
legu kynlífi á ferðalögum og 28
prósent sögðu kynlífið heima
batna eftir ferðalög. Nær sextíu
prósent para sögðu nánara
ástarsamband vera nóg tilefni til
þess eins að ferðast saman.
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar
komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti.
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400
Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum þínum
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum