Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 94
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 58
DÓMAR 16.02.2012 ➜ 22.02.2012
TÓNLEIKAR
★★★★★
Squarepusher
Sónarhátíðin, Silfurberg
Margbrotin og síbreytileg, oft ómstríð
tónlist full af hljóðrænum árásum. - tj
★★★★★
GusGus
Sónarhátíðin, Silfurberg
Dúndrandi taktur og frábær söngur. - kh
★★★★ ★
Trentemøller
Sónarhátíðin, Norðurljós
Frábær endalok á vel lukkuðu föstu-
dagskvöldi. - sm
★★★★ ★
James Blake
Sónarhátíðin, Silfurberg
Dansvæn og flott ný lög frá James Blake
í bland við eldri perlur. - fb
★★★★ ★
Alva Noto & Ryuichi Sakamoto
Sónarhátíðin, Norðurljós
Dáleiðandi góðir tónleikar. - sm
★★★★ ★
Gluteus Maximus
Sónarhátíðin, Silfurbergi
Skothelt sambland af plötusnúningi og
lifandi spilamennsku. - tj
★★★ ★★
Bloodgroup
Sónarhátíðin, Sónarflói
Sveitin náði ekki nógu vel til áheyrenda.
- kh
★★★ ★★
Samaris
Sónarhátíðin, Silfurberg
Heillandi rafpopp frá Samaris sem fékk
því miður of lítinn tíma á Sónar. - fb
★★★ ★★
Modeselektor
Sónarhátíðin, Silfurberg
Góðir tónleikar sem náðu þó engu stór-
kostlegu flugi. - sm
BÆKUR
★★★★ ★
Pater Jón Sveinsson - Nonni
Gunnar F. Guðmundsson
Vönduð ævisaga sem birtir höfund
Nonna bókanna í skýrara ljósi en áður
en enn er mörgum spurningum ósvarað.
- jyj
★★★ ★★
Brynhjarta
Jo Nesbö
Nesbö klikkar ekki frekar en fyrri dag-
inn. Spenna og hasar vega salt við óupp-
gerðar tilfinningar og eftirsjá svo úr
verður magnaður kokkteill. - fsb
MYNDLIST
★★★★★
Teikningar
Ingólfur Arnarsson í Hafnarborg
Nostursamlega unnin sýning á teikn-
ingum sem búa yfir innra hljómfalli og
ytri takti þegar þær eru saman komnar í
rými. - þb
BÍÓ
★★★★★
Kon Tiki
Leikstjórn: Joachim Rønning, Espen
Sandberg.
Ógleymanleg mynd um hreint út sagt
ótrúlegan atburð. - hva
K
O
R
T
E
R
.
I
S
Tónlistarskóli FÍH
Opið hús í Tónlistarskóla FÍH laugardaginn
23. febrúar milli kl 10:30 - 14:00.
Dagskrá hefst með tónleikum í sal skólans kl.11:00.
Kl.12:00 verður málþing um skólann þar sem
tækifæri gefst á að ræða starfið innan veggja hans.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Tónlistarskólar á Íslandi
Á Íslandi starfa um 90 tónlistarskólar. Hjá
þeim starfa um 900 kennarar og nemendur
eru um 15.000 talsins. Fyrstu lög um fjárhags-
legan stuðning við tónlistarskóla voru sett
1963 og er nú kennt eftir samræmdum nám-
skrám sem menntamálaráðuneytið gefur út.
Í skólunum eiga nemendur kost á fjölbreyttu
tónlistarnámi. Skólarnir gegna mikilvægu
hlutverki í menningarlífi hvers byggðarlags.
Undir einkennisorðinu Tónlistarskólarnir
vinna skólarnir saman að ýmsum verkefnum.
Dagur tónlistarskólanna er síðasta laugardag
í febrúarmánuði ár hvert. Þá efna tón-
listarskólarnir til hátíðar hver á sínum stað.
Meðal viðburða má nefna opið hús, tónleika,
hljóðfærakynningar og ýmis konar námskeið.
Þá heimsækja nemendur einnig aðra skóla,
vinnustaði og heilbrigðisstofnanir í þeim til-
gangi að flytja tónlist.
Uppskeruhátíð tónlistarskólanna kallast
Nótan og er samvinnuverkefni Félags tón-
listarskólakennara (FT), Félags íslenskra
hljómlistarmanna (FÍH) og Samtaka tónlistar-
skólastjóra (STS). Hver skóli sendir fulltrúa
á sameiginlega landshlutatónleika þar sem
valin eru atriði til flutnings á hátíðartónleikum
sem jafnframt er tónlistarkeppni. Nemendum
sem skara fram úr eru þar veittar viðurkenn-
ingar fyrir flutning sinn.
www.tonlistarskolarnir.is