Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 95
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2013 | MENNING | 59
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2013
Gjörningar
16.08 Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
fremur gjörninginn Heimskaut í ÞOKU.
Allir velkomnir.
Sýningar
12.00 Sýning Sirru Sigrúnar Sigurðar-
dóttur, Brot, opnar í Sverrissal Hafnar-
borgar.
12.00 Sýningin Ellevu opnar í Gallerí
Tukt. Á sýningunni sýnir listamaðurinn
Helgi Mortal Kombat myndir sem flestar
eru eingöngu unnar í Paint og öðrum
lélegum tölvuforritum.
Málþing
14.00 Í safnaðarsal Hallgrímskirkju
verður haldið málþing um orgel í
kirkjum, sögu þess í lútherskri hefð, bygg-
ingu þess og hlutverk. Allir velkomnir.
Tónlist
19.30 Hljómsveitin 200.000 Naglbítar
mæta á Luftgítarkvöld á Bar 11. Farið
verður yfir sögu hljómsveitarinnar og
spiluð lög sem mótuðu hana, þar til
klukkan 21 þegar hún stígur á svið og
leikur sín þekktustu lög. Aðgangur er
í gegnum gestalista sem er hægt að
nálgast gegnum Facebook-síðu Luftgítars
eða með því að hlusta á Rás 2.
20.30 Hljómsveitin My Sweet Baklava
heldur tónleika á Café Haiti, Geirsgötu
7b, Verbúð 2. Tónleikarnir eru í tilefni
af útgáfu plötunnar Drops of Sound.
Miðaverð er kr. 1.500.
21.00 Ásgeir Trausti heldur tónleika í
Bíóhöllinni Akranesi. Sérstakur gestur
verður Pétur Ben sem tekur nokkur af
sínum bestu lögum. Miðaverð er 2.900 kr.
22.00 Snorri Helgason spilar glænýtt efni
af væntanlegri plötu sinni á Dillon bar.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 KK og Maggi Eiríks skemmta á
Café Rosenberg.
22.00 Ljótu hálfvitarnir spila á Græna
Hattinum, Akureyri. Boðið verður upp
á klassískar krásir í bland við efni af
væntanlegri plötu. Forsala miða er í
Eymundsson á Akureyri og á midi.is.
Fyrirlestrar
10.30 Ólafur Garðarsson, formaður
Hagsmunasamtaka heimilanna, verður
gestur fundar Framsóknar í Reykjavík að
Hverfisgötu 33. Umfjöllunarefni fundarins er
Skuldaleiðrétting– Sameiginlegt réttlætismál.
Útivist
10.00 Farið verður í hjólreiðaferð frá
Hlemmi og hjólað um borgina í 1-2 tíma
á rólegri ferð. Allir velkomnir og þátttaka
ókeypis. Nánari upplýsingar á vef LHM.is.
SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2013
Listasmiðja
14.00 Listasafn Reykjavíkur býður upp
á opna listasmiðju fyrir 9 ára og eldri.
Smiðjan er í tengslum við sýningu
Roberts Smithson: Rýnt í landslag og ber
yfirskriftina Mótað í sand. Frítt fyrir börn
yngri en 18 ára.
15.00 Boðið verður upp á Skugga-
leikhússmiðju fyrir börn í aðalsafni
Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Helga
Arnalds sýnir stuttan leikþátt og vinnur
svo með börnunum. Allir velkomnir og
aðgangur ókeypis.
Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
19.00 Bridge-tvímenningur verður spil-
aður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
Sýningar
12.00 Sýning á málverkum Þorbjargar
Höskuldsdóttur verður opnuð í anddyri
Hallgrímskirkju. Aðgangur að sýningunni
er ókeypis.
Kvikmyndir
15.00 Kvikmynd rússneska leikstjórans
Alexanders Sokúrov, Alexandra, verður
sýnd í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Með
aðalhlutverkið í myndinni fer Galína
Vishnevskaja, sem var ein frægasta og
virtasta óperusöngkona Sovétríkjanna um
miðja síðustu öld. Aðgangur er ókeypis.
Uppákomur
20.00 Haldin verður Tómasarmessa í Breið-
holtskirkju undir yfirskriftinni Hann kallar
á þig. Tómasarmessur einkennast af fjöl-
breyttum söng og tónlist. Allir eru velkomnir.
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík verður haldinn að Stangarhyl
4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist. Aðgangseyrir fyrir félaga
FEB í Reykjavík er kr. 1.500 en kr. 1.800
fyrir aðra gesti.
Dagskrá
11.00 Boðið verður upp á fjölbreytta
dagskrá fyrir fólk á öllum aldri á Þjóð-
minjasafni Íslands, í tilefni af 150 ára
afmæli safnsins. Aðgangur er ókeypis og
nánari upplýsingar á heimasíðu safnsins,
thjodminjasafn.is.
Leikrit
14.00 Tónleikurinn Ástarsaga úr fjöll-
unum, eftir Pétur Eggerz og Guðna
Franzson, verður sýndur í menningarmið-
stöðinni Gerðubergi. Verkið er byggt á
sögu Guðrúnar Helgadóttur. Miðaverð er
kr. 2.200.
Tónlist
16.00 Tveir af fremstu fiðluleikurum
Norðurlanda, þær Elisabeth Zeuthen
Schneider og Guðný Guðmundsdóttir
koma fram á tónleikum í Seltjarnarnes-
kirkju ásamt píanóleikaranum Richard
Simm. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis.
17.00 Rósalind Gísladóttir mezzósópran
og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó-
leikari flytja ýmis þekkt lög í Salnum.
17.00 Kjartan Sigurjónsson, fyrrverandi
organisti Digraneskirkju, leikur fjölbreytt
orgelverk á orgeltónleikum í Hjallakirkju,
Kópavogi. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Perlur íslenskra einsöngslaga
fluttar af Hallveigu Rúnarsdóttur sópran,
Bjarna Thor Kristinssyni bassa og Ástríði
Öldu Sigurðardóttur píanóleikara í
Kaldalóni Hörpu.
Leiðsögn
14.00 Dagný Heiðdal listfræðingur
fjallar um verk kvenna á sýningum
Listasafns Íslands, Gamlar gersemar og
Erlendir áhrifavaldar.
15.00 Helgi Þorgils Friðjónsson lista-
maður leiðir gesti um sýninguna Tónn í
öldu í Listasafni Kópavogs– Gerðusafni.
Leiðsögnin er í tilefni af síðasta sýn-
ingardegi sýningarinnar.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is