Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 97

Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 97
LAUGARDAGUR 23. febrúar 2013 | MENNING | 61 EDDA SIF PÁLSDÓTTIR, ÍÞRÓTTAFRÉTTA- MAÐUR OG NEMI Hver er uppáhaldsborgin þín? New York. Hvers vegna? Ástæðan er eiginlega sú að hún hefur allt. Þú getur verið í látunum og fjörinu á Manhattan en líka í rólegri og lágstemmdari hverfum eins og Williamsburg sem þó er stutt frá. Þú getur heimsótt borgina í kuldanum að vetri til eða blússandi sumri. Allt í boði og nánast á öllum tímum sólarhringsins. Hvenær fórstu þangað síðast? Ég fór þangað síðast sumarið 2011. Hvað er hægt að skoða þar? Valmöguleikarnir eru nánast óteljandi enda líður mér stundum eins og New York sé miðpunktur alheimsins. Þar er að finna mörg söfn og sýningar, sjarmerandi götur og garða, fjöl- breytt mannlíf og margt fleira. Hvað er hægt að gera þar? Ég held að það sé fátt sem ekki er hægt að gera þar. Það skemmtilegasta sem ég hef gert er að fara í þyrluferð yfir borgina og liggja með bollaköku í Central Park í steikjandi hita og fylgjast með mannlífinu. Svo reyndar fer ég í túrista- strætó hvert sem ég fer og túrinn er mjög skemmtilegur í New York. Hvar er gott að fara út að borða þar? Hægt er að finna marga góða staði t.d. á 7th Street sem eru jafnframt aðeins ódýrari en staðirnir á fjölförnustu ferða- mannapunktunum. Í Meatpacking District er frábær staður sem heitir Spice Market og í Soho er lítill kúbanskur veitingastaður sem heitir Café Habana og þar er hægt að fá heimsins besta maís og fleira gómsætt. Hvar er best að versla? Í Soho-hverfinu. Þar og í nágrenni þess finn ég allavega flest sem mig langar til. Svo eru margar litlar og skemmtilegar búðir í Williamsburg. Þar eru líka margar flottar second-hand búðir fyrir þá sem eru hrifnir af slíku. BORGIN MÍN NEW YORK Leikkonan Ashley Judd er sögð íhuga framboð til öldungadeild- ar Bandaríkjaþings fyrir hönd demókrata, ef marka má frétt US Weekly. Hún hyggst bjóða sig fram gegn Mitch McConnell, sem er núverandi öldungadeildarþing- maður Kentucky-fylkis. Sjónvarpsstöðin WHAS 11 segir Judd hafa snætt hádegis- verð með mikilsvirtum demó- krötum á fimmtudag og ýtir það enn frekar undir getgátur manna. Judd hefur lengi verið viðriðin mannúðarstörf og stjórnmál í heimalandi sínu og er meðal annars ötull stuðningsmaður Baracks Obama. Ashley Judd í framboð Í FRAMBOÐ Leikkonan Ashley Judd íhugar framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. NORDICPHOTOS/GETTY Hollywood-stjörnurnar Josh Brolin og Diane Lane hafa ákveð- ið að enda hjónaband sitt. Brolin og Lane gengu upp að altarinu árið 2004 en hafa ekkert hist síðan seint á síðasta ári. Blaða- fulltrúi hjónanna staðfesti tíðind- in við UsMagazine.com. Þau voru síðust mynduð saman í Los Angeles í desember á frum- sýningu The Guilt Trip með stjúpmóður Brolins, Barbra Streisand, í aðalhlutverki. Lane hefur áður gengið í gegnum hjónaskilnað þegar hún hætti með Christopher Lambert árið 1994. Sama ár hætti Brolin með barnsmóður sinni Alice Adair. Hjónabandið á enda runnið HÆTT SAMAN Josh Brolin og Diane Lane eru hætt saman. NORDICPHOTOS/GETTY Styrkir fyrir námsmenn Umsóknarfrestur er til 18. mars. Sæktu um námsstyrki Lands- bankans á landsbankinn.is. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskóla- stigi fyrir skólaárið 2013-2014. Veittir verða styrkir í fimm flokkum  3 styrkir til framhaldsskólanáms, 200.000 kr. hver.  3 styrkir til iðn- og verknáms, 350.000 kr. hver.  3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 350.000 kr. hver.  3 styrkir til listnáms, 450.000 kr. hver.  3 styrkir til framh.náms á háskólastigi, 450.000 kr. hver. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.