Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 104

Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 104
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 68 Öllum leikjum helgarinnar verða gerð skil á íþróttavef Vísis. visir.is DAGSKRÁ HELGARINNAR LAUGARDAGUR 12.45 Fulham - Stoke Sport 2 HD 15.00 QPR - Man. Utd. Sport 2 HD 15.00 Arsenal - Aston Villa Sport 3 15.00 Norwich - Everton Sport 4 15.00 WBA - Sunderland Sport 5 15.00 Reading - Wigan Sport 6 16.15 Veszprem - Atletico Sport HD 17.15 M‘brough - Millwall Sport 2 HD 18.00 Hamb. - Montpellier Sport HD 19.00 Deportivo - Real Madrid Sport 3 21.00 Barcelona - Sevilla Sport 3 21.00 Cage Contender XVI Sport HD SUNNUDAGUR 13.30 Man. City - Chelsea Sport 2 HD 13.30 Newcastle - S‘ton Sport 3 16.00 Bradford - Swansea Sport HD 16.30 Minden - Kiel Sport 3 18.00 Füchse B. - Pick Szeged Sport 3 19.15 KFÍ - Njarðvík Domino‘s-d. karla 19.15 Stjarnan - Grindavík DD kk. 19.15 Fjölnir - Þór Þorl. DD kk. N1-DEILD KVENNA HK - Fylkir lau. 13.00 Haukar - ÍBV lau. 13.30 FH - Valur lau. 13.30 Selfoss - Grótta lau. 13.30 N1-DEILD KARLA HK - Fram lau. 15.00 DOMINOS-DEILD KARLA KFÍ - Njarðvík sun. 19.15 Stjarnan - Grindavík sun. 19.15 Fjölnir - Þór Þorl. sun. 19.15 KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar hafa stigið stórt skref í átt að úrslita- keppninni í Dominos-deildinni í körfubolta með sigrum á Stjörn- unni og KR í síðustu tveimur leikjum sínum en bæði lið voru fyrir ofan Njarðvík í töflunni. Njarðvíkingar hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru komnir með gott for- skot á liðið í níunda sæti. Þeir eru jafnframt aðeins tveimur stigum á eftir KR. Það sýnir kannski framfara- skref Njarðvíkinga á nokkrum mánuðum að allir þessir fimm leikir töpuðust í fyrri umferðinni, þar af með 17 stigum á móti KR í nóvember. Það sem hefur skipt mestu máli fyrir Njarðvíkurliðið í sigrinum á stjörnuprýddum liðum KR og Stjörnunnar er frábær leik- ur liðsins í 3. leikhluta. Njarðvíkurliðið hefur unnið þriðja leikhlutann í þessum tveim- ur leikjum 56-33 eða með 23 stig- um. Það er ljóst að undanfarið hafa hálfleiksræður þjálfarans Einars Árna Jóhannssonar verið í fínu lagi. - óój Hálfl eiksræðurnar í lagi hjá Einari Árna EINAR ÁRNI JÓHANNSSON Undirbýr hér ræðuna í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Þrátt fyrir að framlag íslenska ríkisins í Afrekssjóð ÍSÍ hafi hækkað um rúmar 20 mill- jónir króna í ár telja forystumenn í íþróttahreyfingunni að mun meira þurfi til að hlúa að okkar fremsta íþróttafólki þannig að vel sé við unað. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir það sjónarmið að aðkoma ríkisins mætti vera meiri. „Styrkir Afrekssjóðsins hafa verið tiltölulega lágir, eins og vitað er. Þegar við fórum í þá vinnu að hækka framlag ríkisins skoðuð- um við samanburð á milli Norður- landanna í þessum efnum og sáum að sögulega séð hefur íslenska ríkið ekki verið að styðja mikið við afreksíþróttir,“ segir Katrín í sam- tali við Fréttablaðið. Í ár fengu fimm íþróttamenn úthlutað svokölluðum A-styrk sem er upp á 200 þúsund krónur á mánuði. Raunar er það svo að viðkomandi sérsambönd fá styrk- ina og sjá um að endurgreiða út- lagðan kostnað íþróttafólksins, nánast eingöngu vegna keppn- is- og æfingaferðalaga. Þegar kemur að daglegu uppihaldi þurfa íþróttamennirnir sjálfir að hugsa fyrir því. Þá ávinna styrkþegar sér engin launatengd réttindi eða neitt slíkt sem þekkist hjá almennum launþegum. „Þegar íþróttaferlinum lýkur á ég ekkert,“ sagði badmintonkon- an Ragna Ingólfsdóttir við Frétta- blaðið árið 2011. Vísaði hún til þess að eftir helgað sig íþrótt sinni alla sína fullorðinsævi stæði íslenskt íþróttafólk slyppt og snautt að ferl- inum loknum og margir í skuld. Þegar úthlutanir úr Afreks- sjóði ÍSÍ voru tilkynntar í síðasta mánuði sögðu forráðamenn sam- bandsins núverandi fjárhag sjóðs- ins ekki bjóða upp á að haldið yrði utan um einhvers konar launakerfi fyrir afreksíþróttafólk. Undir þetta tekur Katrín. „Styrkirnir hafa verið það lágir að þeim hafi ekki getað fylgt nein réttindi. Sjóðurinn hefur ekki verið nægilega burðugur til þess,“ segir hún. „Framtíðarsýnin ætti að vera að minnsta kosti sú að A-styrk- ir séu það háir að það sé hægt að safna réttindum út á þá. Það myndi vissulega kalla á lagabreytingar og annað slíkt en sú krafa sem við höfum oftast heyrt er að fólk vilji hafa þetta í svipuðum farvegi og listamannalaun,“ segir Katrín. Hún staðfestir að engar við- ræður við íþróttahreyfinguna um slíkar kerfisbreytingar hafi farið fram. Ekki hafi heldur komið fram formlegar tillögur að slíkum breytingum frá forystu ÍSÍ. „Ég hef áhuga á að gera lang- tímasamning við íþróttahreyf- inguna um þessi mál og þætti eðli- legt að í slíku ferli yrði rætt um slíkar breytingar. Við höfum borið okkur saman við Norðurlöndin og örugglega hægt að finna gott for- dæmi þaðan. Ég tel að það sé raun- hæft að skoða slíkar breytingar,“ segir Katrín. eirikur@frettabladid.is Útilokar ekki launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir stuðning íslenska ríkisins við afreksíþróttir litlar í sögulegu samhengi. Vilji sé til að auka aðkomu ríkisins að afreksíþróttum í náinni framtíð. MEIRI AÐKOMU RÍKISINS Katrín segir að núverandi styrkir fyrir íslenskt afreks- íþróttafólk séu tiltölulega lágir. HANDBOLTI Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs SönderjyskE í Danmörku. Þetta var tilkynnt á vef félagsins í gær en Ágúst hefur í vetur verið þjálfari Gróttu í 1. deildinni. Hann starfaði sem þjálfari norska liðsins Levanger frá 2009 til 2012. Fram kemur að það verði hlutverk Ágústs að stýra bæði aðalliði félagsins og að hafa yfirumsjón með afreksþjálfun ungra leikmanna. Þá mun hann einnig stýra samstarfi við yngri flokka félagsins. Annar íslenskur þjálfari er að störfum í deildinni en Óskar Bjarni Óskarsson þjálfar nú Viborg, sem situr í þriðja sæti deildarinnar. - esá Ágúst tekur við liði SönderjyskE Njarðvík í síðustu tveimur leikjum 1. LEIKHLUTI +4 (40-36) 2. LEIKHLUTI -10 (34-44) 3. LEIKHLUTI +23 (56-33) 4. LEIKHLUTI +4 (45-41) MMA Í kvöld ver Árni Ísaksson veltivigtartitil sinn hjá Cage Contender-bardagakeðjunni og Bjarki Þór Pálsson keppir í öðrum áhuga- mannabardaga sínum á sama við- burði. Fréttablaðið heyrði í Haraldi Dean Nelson, umboðsmanni þeirra. Haraldur vill ekki spá ítarlega um útkomu bardaganna en er sann- færður um sigur okkar manna. „Ég held að Bjarki muni sigra and- stæðing sinn, taka hann niður og vinna hann í gólfinu með uppgjafar- taki,“ sagði Haraldur. „Ali Arish, andstæðingur Árna, er mjög sterkur, mjög góður glímu- maður og höggþungur. Þetta gæti því orðið erfiður bardagi en það slær enginn Árna út af laginu. Ég held að Árni muni taka hann í gólfið og sigra hann með tæknilegu rothöggi. En þetta er MMA-bardagi og það getur allt gerst. Þetta verður skemmtilegt, spennandi og flott.“ Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og bardagi Bjarka verður sendur út í sömu útsendingu. - ot Árni og Bjarki keppa í Dublin í kvöld ÁRNI „ÚR JÁRNI“ ER KLÁR Í SLAGINN. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stillanleg heilsurúm! Fyrir þínar bestu stundir. D Ý N U R O G K O D D A R TEMPUR® Orginal eða Cloud heilsudýna á C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm. Þráðlaus fjarstýring * 3,5% lántökugjald 12 mánaða vaxtalaus lán á st i l lanlegum rúmum*AÐEINS 56.900.- afb. á mánuði í 12 mánuði Einnig til í stærðum 2x90, 2x100, 120 og 140 cm SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.