Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 110

Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 110
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 74 „Einhverra hluta vegna þá hef ég aldrei vingast við hvíta leikara. Ég veit ekki alveg af hverju en svona er það.“ DENZEL WASH- INGTON Í OPIN- SKÁU VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ THE GUARDIAN. F E R Ð A S K R I F S T O F A A L L R A L A N D S M A N N A Kynningin verður haldin í húsakynnum Bændaferða, Síðumúla 2, mánudaginn 25. febrúar kl. 20:00. Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8.30 - 16.00 virka daga Gönguferðir · Hjólaferðir · Útivistarferðir Allir velkomnir! Komdu á útivistarkynningu mánudaginn, 25. febrúar kl. 20.00 Sp ör e hf . Fáðu þér ókeypis eintak af nýja ferðabæklingnum 2013 F E R Ð I R F Y R I R A L L A 2013 F E R Ð I R F Y R I R A L L A hf . 2013F E R Ð I R F Y R I R A L L A EYÞÓR Í ÞJÓÐGARÐINN Hjónin Dagmar Una Ólafsdóttir og Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar með meiru, hafa sérlega gott tilefni til að hlakka til komandi sumars. Fyrr í vetur keypti Dagmar nefnilega sumarhús í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Meðal næstu ná- granna Eyþórs og Dagmars á Þing- völlum má nefna Vilhjálm Egilsson, framkvæmda- stjóra Samtaka atvinnulífsins, og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur borgar- fulltrúa. SKEMMTIÞULA Á ÞRIÐJUDAG Landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sína á minningartónleik- unum Skemmtiþula sem verða haldnir í Norðlingaskóla þriðjudagskvöldið 26. febrúar. Ari Eldjárn, Skálmöld, Páll Óskar, Hreimur, Magni, Matti Matt, Vignir Snær og hljómsveit stíga á svið og skemmta áhorfendum. Allur ágóði rennur í minningarsjóð Svandísar Þulu sem hefði orðið 12 ára þennan dag. Minningarsjóðurinn hefur undanfarin fjögur ár veitt peningastyrki og gjafir til góðgerðarmála og í skólastarf. Einnig hafa efnilegir ballettdans- arar verið styrktir til utanfarar. -fb BARN Á LEIÐINNI Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í lok ágúst. Þorvaldur er þekktastur fyrir að hafa farið með aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Svartur á leik. Parið hefur verið búsett í Hollywood um tíma, þar sem Þorvaldur hefur verið að eltast við frægðina eftir útskrift úr Juilliard-lista- skólanum árið 2011. Ekki er vitað hvort þau hafi í hyggju að flytjast heim. Hann er þó staddur á landinu þessa dagana þar sem tökur á mynd Bald- vin Z, Vonarstræti, hefjast í dag en þar fer Þorvaldur með aðalhlut- verkið. - trs „Það er mjög gaman að fá til liðs við okkur svona framsækið teymi á sviði fatahönnunar,“ segir Greipur Gíslason hjá Hönnunarmars um hönnunarteymið Eley Kishimoto, sem hefur staðfest komu sína á Hönnunarmars í ár. Hönnunarteymið er breskt og var stofnað árið 1992. Þau Mark Eley og Wakako Kishimoto mynda teym- ið en þau eru fræg fyrir skemmti- leg munstur og litasamsetningar í fatnaði sínum og fylgihlutum. Þau munu koma fram á sérstöku fyrir- lestradegi á fyrsta degi Hönnun- armars þann 14. mars. Markmið- ið með fyrirlestrardeginum er að þekktir aðilar úr hönnunarheimin- um veiti innblástur með þekkingu sinni og reynslu. „Eley Kishimoto smellpassa inn í viðfangsefni þessa dags sem er sköpunarkrafturinn. Þau tóku strax vel í að koma er við leituðum til þeirra. Þau höfðu heyrt af Hönnunarmars og ætla að vera í Reykjavík um helgina til að sækja frekari viðburði sem er ánægju- legt,“ segir Greipur en fyrirlestrar- dagurinn er aðeins einn af 120 viðburðum í tengslum við Hönnun- armars. Meðal annara fyrirlesara á deg- inum eru Juliet Kinchin, hönnunar- sagnfræðingur og sýningarstjóri hjá MoMA, Maja Kuzmanovic, framsækinn hönnuður og Inge Druckrey, grafískur hönnuð- ur. „Þetta er dagur fyrir alla sem hafa áhuga á skapandi hugsun. Þó að við miðum okkur við fólk í hönn- unarheiminum þá held ég að allir hafa gott af því að mæta og hlusta.“ Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um Hönn- unarmars á vefsíðunni Honnunarmidstod.is. -áp Eley Kishimoto á Hönnunarmars Breska hönnunarteymið heldur fyrirlestur um sköpunarkraft inn á Hönnunarmars. TALA UM SKÖPUNARKRAFTINN Breska hönnunarteymið Mark Eley og Wakako Kishimoto ætlar að deila þekkingu sinni og veita innblástur á Hönnunarmars í ár. Greipur Gíslason er ánægður með komu tvíeykisins. NORDICPHOTOS/GETTY For Now I Am Winter, þriðja hljóð- versplata Ólafs Arnalds og sú fyrsta á vegum útgáfurisans Universal, kemur út á mánudaginn. Aðspurður segist hann ekki finna fyrir auknum þrýstingi í kringum plötuna frá Universal, nema í kynn- ingarmálum. Til að mynda er hann nýkominn frá London þar sem hann fór í sjö viðtöl á einum degi. Hann fer í annan kynningarleiðangur til New York í byrjun mars. „Þetta er svolítið batterí sem maður þarf aðeins að venjast.“ Miklu púðri var eytt í plötuna sem var tekin upp að hluta með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu. Útsetningar voru í höndum Nico Muhly og söngvari rokksveitarinn- ar Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni. Þetta er í fyrsta sinn sem sungið er á plötu Ólafs. Hann er sammála því að þetta sé aðgengilegasta platan hans til þessa. „Það er kannski aðallega út af því að það er söngur í nokkrum lögum en hún er líka stærri og elektrónískari og það er aðeins meira að gerast,“ segir Ólafur en tekur fram að ekk- ert popp sé ferðinni. „Það var með- vitað hjá mér að breyta um stíl en ekkert endilega markmiðið að verða aðgengilegri. Ég er búinn að gera svolítið mikið af músík síðustu árin, bæði plötur og fyrir kvikmyndir. Mér fannst þetta vera orðið svolítið mikið það sama og ég tók meðvitaða ákvörðun um að finna eitthvað nýtt til að maður gæti enduruppgötv- að sjálfan sig.“ Ólafur hefur boðið aðdáendum sínum að endurhljóð- blanda lag eftir hann á netinu. Núna hefur hann gengið skrefinu lengra því hægt er að ná í lög til niðurhals, breyta þeim og senda í „remix“- keppni. Þau bestu verða gefin út á EP-plötu í gegnum vefsíðuna Spot- ify. „Það eru strax komin nokkur áhugaverð lög,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki getað gert án Universal því þetta eru flók- in forrit sem kosta örugglega sitt.“ Nýtt myndband með Ólafi við lagið Old Skin er einnig væntanlegt. Leik- stjóri var Magnús Leifsson, sem fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir myndband sitt við Glow með Retro Stefson. Fram undan hjá tónlistarmann- inum eru útgáfutónleikar í London, Berlín, New York og Los Angeles þar sem hann spilar með þarlend- um sinfóníuhljómsveitum. Að þeim loknum fer hann í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit og heldur svo í annan túr í haust. „Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að maður getur ekki lofað sér í neitt fyrr en á næsta ári,“ segir hann léttur freyr@frettabladid.is Fór í sjö blaðaviðtöl í London á einum degi Fyrsta plata Ólafs Arnalds hjá útgáfurisanum Universal kemur út á mánudaginn. ÓLAFUR ARNALDS Fyrsta plata Ólafs hjá Universal, For Now I Am Winter, kemur út á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ólafur hefur samið tónlist við kvikmyndirnar Another Happy Day, Gimme Shelter og Óróa, auk þess sem hann átti lög í The Hunger Games og Looper. Hann hefur einnig átt lög í þáttunum So You Think You Can Dance. Nú síðast gerði Ólafur tónlist við bresku þáttaröðina Broadchurch sem hefur göngu sína á ITV í byrjun mars. Hann er einnig byrjaður að semja tónlist við íslensku myndina Vonarstræti. Semur fyrir Broadchurch og Vonarstræti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.