Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 59

Fréttablaðið - 07.03.2013, Page 59
FIMMTUDAGUR 7. mars 2013 | MENNING | 51 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 7. MARS 2013 Sýningar 14.00 Sýningin Ormurinn ógnarlangi, Söguheimur norrænnar goðafræði, opnar í húsnæði Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans við Dalbraut. Upplestur 18.00 Ögmundur Jónasson les 26. Passíusálminn í Grafarvogskirkju í til- efni föstunnar. Uppákomur 12.15 Hrefna Sætran matreiðslu- meistari velur og segir frá uppáhalds- verki sínu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. 20.00 Lionsklúbburinn Ýr í Kópavogi stendur fyrir kvöldstund með Þórhalli miðli í Lundi, Auðbrekku 25. Aðgangs- eyrir er kr. 2.000 og rennur allur ágóði til líknarmála. Málþing 16.30 Haldið verður framtíðarþing um farsæla öldrun í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Þingið er á vegum fjölmargra aðila sem starfa að mál- efnum aldraðra og verður það með þjóðfundar sniði. Tónlist 20.00 Hljómsveitin Búddabítlarnir stígur á svið á Café Haiti. Flutt verða lög The Beatles og aðgangur er ókeypis. 20.00 Söngkonan Unnur Sara heldur tónleika á Hemma og Valda ásamt DJ. flugvél og geimskip. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitirnar World Narcosis og Klikk koma fram á þungarokkskvöldi á Ellefunni. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Svavar Knútur og sænska söng- konan Magpie Marvin skemmta á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitirnar Árstíðir og 1860 halda tónleika á Faktorý með tónlistar- manninum Hjalta Þorkelssyniþ 22.00 Hjalti Þorkelsson og Eðvarð Lárusson halda tónleika á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 500. Fyrirlestrar 12.00 Steinunn Sigurðardóttir talar um nýjustu skáldsögur sínar, Jójó og Fyrir Lísu, í stofu 105 á Háskólatorgi. 12.00 Dr. Suelette Dreyfus heldur opinn fyrirlestur í Norræna húsinu um Uppljóstranir og áhrif tækniþróunar á dreifingu upplýsinga. 16.00 Nobuyoshi Mori, prófessor við Tokai-háskóla í Japan flytur fyrirlestur í stofu 101 í Odda HÍ. Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum og ber hann yfirskriftina Vandinn að þýða íslensk ljóð á japönsku. Flutningur verður á ensku og allir eru velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. ms.is H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Nokkrir myndlistarmenn, ljósmyndarar, hönnuðir og húsgagnasmiðir á Akureyri ætla að opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi í dag, fimmtudaginn 7. mars milli klukkan 16 og 20. Fólk getur gengið á milli, kíkt í heimsóknir og skoðað það sem verið er að framleiða og bjóða upp á. Stefnt er að því að gera þetta að mánaðarlegum viðburði. Stofurnar eru í Kaupvangsstræti 12, Lista- safnshúsinu, gengið inn úr portinu baka til, í Flóru Hafnarstræti 90, á Ráðhústorgi 7, fyrirtækinu Mublum, húsgagnaviðgerðum að Brekkugötu 13 og í Hvítspóa að Brekkugötu 3a. „Við prófuðum þetta fyrir mánuði síðan og það heppnaðist rosalega vel, var heilmikið ren- nerí milli húsa,“ segir Elín Hulda Einarsdóttir, ein þeirra sem er með vinnustofu í Flóru, og kveðst vona að veðrið verði hagstætt gangandi vegfarendum. Hún bendir á að veitingastaðir séu á hverju strái, Bautinn styrki til dæmis viðburðinn og sé með tilboð. -gun Opna vinnustofurnar sínar Akureyringar og ferðamenn í bænum eiga þess kost að heim sækja vinnu- stofur lista- og handverksmanna milli klukkan 16 og 20 í dag. HLUTI HÓPSINS Í FLÓRU Hlynur Hallsson, Sigurjón Már Svanbergsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Elín Hulda Einarsdóttir, Marta Kusinska og María Franksdóttir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.