Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 9. mars 2013 | FRÉTTIR | 11
ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslunni
hafa borist fregnir af drauga-
skipinu Lyubov Orlova frá írsku
strandgæslunni. Komið hefur
fram í fjölmiðlum að talið er lík-
legt að skipið hafi sokkið. Neyð-
arsendir sem tilheyrði skipinu
tók að senda frá sér merki í byrj-
un síðustu viku en eins og vitað
er þá geta sendarnir farið í gang
af ýmsum ástæðum. Merkin bár-
ust frá stað sem er 700 sjómílur
austnorðaustur af Nýfundna-
landi, 500 sjómílur suðaustur af
Hvarfi á Grænlandi og um 900
sjómílur vestur af Írlandi. Meira
vita menn ekki.
Merki bárust frá neyðarsendi-
num í tvo sólarhringa en ekki er
vitað hvort hann var þá um borð
í skipinu eða í sjónum þannig að
það er enn óráðið hvar skipið gæti
verið, eða hvort það er ofansjáv-
ar. Engin leit hefur farið fram af
skipinu.
Landhelgisgæslan hafði sam-
band við kanadísku strandgæsl-
una á Nýfundnalandi og kom
þar fram að Kanadamenn hafa
ekki afskrifað skipið sem sokkið.
Landhelgisgæslan útilokar ekki
að draugaskipið sé á reki djúpt
suður af Íslandi. - shá
Ekki vitað hvort draugaskipið Lyubov Orlova er enn ofansjávar:
Merki frá sendi draugaskipsins
UMHVERFISMÁL Ríkisstjórn
Íslands hefur samþykkt að Ísland
gerist aðili að alþjóðlegum samn-
ingi um verndun afrísk-evras-
ískra sjó- og vatnafugla (AEWA).
Samningurinn kveður á um
aðgerðir til verndunar votlendis-
fugla og nær til fjölda tegunda
sem verpa eða hafa viðkomu hér.
Samningurinn hefur náð sýni-
legum árangri í að tryggja vernd
tegunda sem hafa verið í niður-
sveiflu og jafnvel útrýmingar-
hættu, segir í tilkynningu. - shá
Ísland aðili að AEWA:
Vilja vernda sjó-
og vatnafugla
SPÓI Fjöldi votlendisfugla hér á landi
er mikill.
DRAUGASKIPIÐ Eina lífið um borð eru rottur í hundraðavís. MYND/LSH
➜ Lyubov Orlova er 4.200
tonna skemmtiferðaskip.
Skipið hafði verið kyrrsett í
höfn í Kanada vegna skulda.
Talið er að skipið sé sokkið.
hr.is/haskoladagurinn
LANUM Í REYKJAVÍKHÁSKÓÍ
016:0 GULLEGGIÐ – verðlaunaafhending Innovit
AR Í HRNÁMSKYNNING
12:30 Frumgreinar
12:30 Byggingafræði
3:001 Iðnfræði
13:00 Íþróttafræði
13:30 Tæknifræði
13:30 Viðskiptafræði
14:00 Verkfræði
14:00 Sálfræði
14:30 Lögfræði
14:30 Tölvunarfræði/
hugbúnaðarverkfræði
14:30 Að hefja háskólanám
– hvað einkennir
góða námsmenn?
15:00 Hvað á ég að velja
– ætti ég að taka
áhugasviðspróf?
15:15 Allt meistaranám
12:00 HÁSKÓLADAGURINN HEFST Í HR
30 2:1 NÁMSKYNNINGAR byrja
12:30–14:30 Pizzur og gos í boði Stúdentafélags HR
Málflutningur nemenda
Eðlisfræðingar sýna listir sínar
SÝNT FRÁ HAKKARAKEPPNI HR
Vélmennið Tommy
Opnar rannsóknarstofur
Mældu gripstyrkinn Hvað ertu með háan sársaukaþröskuld?
FLJÚGANDI FISKAR
HVE ÖRUGGT ER MINNI ÞITT?
Ómönnuð farartæki
Mynstraleikur
Rannsóknarstofa á hjólum
013:0 SIRKUS ÍSLANDS leikur listir sínar í Sólinni
3.101 HUGMYNDASAMKEPPNI HR g– verðlaunaafhendin
13:30 Gönguferð með leiðsögn um háskólann á vegum Stúdentafélagsins
14:00 KIRIYAMA FAMILY tekur lagið
:30 14 erðGönguf s með leiðsögn um háskólann á vegum Stúdentafélagsin
15:00 YLJA spilar nokkur lög
VIÐSKIPTI Ekki er ástæða til að
aðhafast vegna samruna WOW
Air og Iceland Express. Þetta er
mat Samkeppniseftirlitsins sem
birti í gær álit sitt þar að lútandi.
„Telur eftirlitið að með samrun-
anum sé ekki að verða til markaðs-
ráðandi staða sameinaðs fyrir-
tækis, styrking á slíkri stöðu eða
að samkeppni raskist verulega,“
segir í tilkynningu Samkeppnis-
eftirlitsins. Þetta eigi við jafnvel
þó að talsverð samþjöppun verði
vegna samrunans á einstökum
áætlunarleiðum, svo sem í flugi
milli Keflavíkur og Berlínar. Í því
sambandi skipti hlutir á borð við
yfirburðastöðu Icelandair miklu
máli. - óká
Samruni WOW og IE í lagi:
Verða ekki í
ráðandi stöðu
EFNAHAGSMÁL Landsframleiðsla
jókst að raungildi um 1,6 prósent
árið 2012. Fram kemur á vef Hag-
stofunnar að þetta sé annað árið
í röð sem hagvöxtur eykst, en
hann hafi aukist um 2,9 prósent
2011 eftir mikinn samdrátt tvö ár
þar áður.
„Aukna fjárfestingu á síðasta
ári má að miklu leyti rekja til
innfluttra skipa og flugvéla en
slík fjárfesting hefur lítil sem
engin áhrif á landsframleiðslu
ársins,“ segir á vef Hagstofunn-
ar. Að frádreginni fjárfestingu í
skipum og flugvélum dróst fjár-
festing á síðasta ári saman um
4,7 prósent. Þar er sagt muna
mestu um minni fjárfestingu í
stóriðju- og orkuverum. - óká
Aukning í fyrra nam 1,6%:
Hagvöxtur ann-
að árið í röð