Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 50
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 MAJA Barna- koja eftir Elinu og Klaus. Inn- blásturinn sóttu þau til trékofa. Það er alltaf verið að spyrja okkur að þessu, en við erum ekkert skyld Alvar Aalto. En fólk um allan heim tengir nafnið bæði við Finnland og við hönnun, svo kannski má segja að það komi okkur vel,“ segja finnsku hönnuðirnir og hjónin Elina og Klaus Aalto en þau taka þátt í HönnunarMars næstu helgi. Þau hanna undir merkinu Aalto+Aalto og munu meðal annars sýna lampa, ferðagrill, herðatré og töskur sem þau hanna úr notuðum segldúkum. Þau segjast hanna hluti til daglegra nota sem bæði hafi notagildi og fagurfræðilegt gildi. „Við viljum að hlutirnir okkar séu sérstakir, með sterk karaktereinkenni og einhverja sögu á bak við sig,“ segja þau. En þekkja þau til íslenskrar hönnunar? „Okkur finnst íslensk hönnun hafa orðið sýnilegri á síð- ustu tíu árum. Við skoðuðum sýningar íslensku hönnuðanna sem sýndu í Stokkhólmi og í Hels- inki og þá var Ísland með í aðalsýningu World De- sign Capital í Helsinki síðastliðið haust, Everyday discoveries, en við sáum um hönnun þeirra sýn- ingar. Okkur finnst íslensk hönnun fersk og hafa sterkt og sérstakt yfirbragð. Í mörgum tilfellum er íslensk hönnun mjög nálægt myndlist, hvað varðar hugmyndafræði. Okkar eigin hönnun er á svipuðum nótum og við höfum mikinn áhuga á að fylgjast með íslenskri hönnun.“ Þetta verður fyrsta heimsókn Klaus til Íslands en hann segir það lengi hafa verið draum sinn að heimsækja landið frá því hann var krakki. „Ég er svakalega spenntur. Elina ferðaðist til Íslands með fjölskyldu sinni fyrir þrjátíu árum en talar enn þá um það hvað ferðin var ævintýraleg og skemmtileg. Við ætlum að taka börnin okkar með og vonandi náum við að ferðast eitthvað aðeins út fyrir Reykjavík og sjá náttúruna aðeins.“ Hönnun Aalto+Aalto verður sýnd í Grettisborg, Grettisgötu 53. HönnunarMars fer fram dagana 14. til 17. mars. ■ heida@365.is AALTO SÝNIR FINNSK HÖNNUN Hjónin Klaus og Elina Aalto reka saman hönnunarstofuna Aalto+Aalto. Þau sýna hönnun sína í Grettisborg á HönnunarMars. AALTO+AALTO Hjónin Elina og Klaus Aalto mæta á HönnunarMars og sýna hönnun sína í Grettisborg. MYND/AALTO+AALTO CARRY Töskur sem saumaðar eru úr endur- unnum segldúk fyrir SavetheC. BETTER VIEW Mynstrin í rúllugardínu sótt til útsýnis yfir stórborgir. Hægt er að fá útsýni yfir París, Tókýó, Helsinki, Berlín og Stokkhólm. Við fluttum verslunina af Lauga-veginum upp í Smáralind og opnuðum þar í byrjun febrúar. Okkur líkar mjög vel hér og verslunin hefur fengið góðar viðtökur,“ segir Anna María Axelsdóttir, eigandi Móðir Kona Meyja. Verslunin selur meðgöngu- og brjóstagjafafatnað en Anna María segir fötin ekki endilega einskorðast við ófrískar konur. „Öll fötin okkar passa vel alla með- gönguna og eftir hana líka og alveg eins á konur sem ekki eru ófrískar.“ Brjóstagjafafatnaðurinn er þannig hannaður að auðvelt er að gefa brjóst án þess að sjáist í bert og meðgöngu- buxurnar og pilsin eru með mjúkum streng upp á bumbuna sem teygist með bumbunni alla meðgönguna. Allir kjólar og bolir eru líka þannig hannaðir að það er pláss fyrir vaxandi bumbu. „Okkar meginstefna í innkaupum er að panta inn þægileg föt á viðráðanlegu verði svo konur geti verið glæsilegar á meðgöngunni og eftir hana, án þess að það kosti mikil fjárútlát,“ segir Anna María. „Við eigum allt frá gallabuxum og upp í ballkjóla og einnig mikið úrval af sokkabuxum í mörgum litum og legg- ings. Úrvalið af gjafahöldurum í öllum stærðum er gott og hjá okkur fást með- göngusundföt og aðrar stuðningsvörur við meðgöngu. Við erum einnig með brjóstagjafapúða og burðarsjöl.“ Anna María segir íslenska foreldra nota taubleiur í auknum mæli og kemur Móðir Kona Meyja til móts við þarfir þeirra. „Við erum eina búðin sem býður upp á taubleiur í verslun og alla þjón- ustu kringum þær. Hér getur fólk fengið að vita allt um taubleiur en íslenskir foreldrar eru mjög áhugasamir um um- hverfisvænar bleiur. Fólk kemur hingað bæði gagngert til að skoða taubleiur en við fáum líka fólk hér inn sem hefur aldrei séð taubleiur áður og kaupir eina til að prófa og kemur svo aftur.“ BEÐIÐ EFTIR BARNI MÓÐIR KONA MEYJA KYNNIR Meðgöngu- og brjóstagjafafatnaður í úrvali í nýrri verslun í Smáralind og allt sem þarf að vita um taubleiur. VINSÆLAR TAUBLEIUR „Hér getur fólk fengið að vita allt um taubleiur og íslenskir foreldrar eru mjög áhugasamir um umhverfisvænar bleiur.“ VEFVERSLUN Móðir Kona Meyja er líka með vefverslun sem sendir sendir frítt um allt land á www.mkm.is. Eingöngu selt á hársnyrtistofum MÓÐIR KONA MEYJA Á NÝJUM STAÐ Anna María Axelsdóttir, eigandi verslunarinnar, en hún flutti nýlega í Smáralind. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.