Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 94
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66
Sýningin Slangur (-y) verður opnuð
í Listasafni Árnesinga í dag. Á
henni má sjá myndir af graffítí-
verkum eftir Söru Riel sem hún
vann víða um land árið 2006. Hug-
myndin að verkunum kviknaði að
sögn Söru þegar hún bjó í Berlín.
„Ég kynnist graffaramenningu í
Berlín og meðal annars þeim anga
hennar sem er í höndum svokall-
aðra skrifara eða writers. Sem
skrifa texta og yfirleitt nafnið sitt.
Sá besti í þeirra röðum er kallaður
all city king, sem er auðvitað svaka-
lega karllægt. Ég tók andstæðan
pól, ákvað að gerast all country
queen, eða sveitadrottning, og færa
graffið út í sveit,“ segir Sara sem
graffaði orð sem byggjast á slangri
á margvísleg niðurnídd húsakynni
og veggi í sveitum landsins. „Orðin
sækja líka innblástur til Berlínar,
fólk notar svo mikið slangur, og
orðin enda svo oft á y, nicely, heavy,
happy – og þannig orð graffaði ég
á veggina í sveitum landsins, færði
borgina út í sveitina en ég leitaðist
einnig eftir því að ná fram þeirri
tilfinningu sem inntak orðanna fól
í sér sem stundum gat vísað til mis-
munandi skilnings. Til dæmis vísar
verkið Lousy þannig bæði til lélegs
ástands hússins en einnig þeirrar
tilfinningar sem niðurníðsla húss-
ins vekur,“ segir Sara.
Myndir af þessum verkum hafa
aldrei áður verið sýndar opinber-
lega en Sara segir að henni hafi
þótt tækifærið vera komið þegar
henni var boðið að sýna í Listasafni
Árnesinga um leið og sýning verð-
ur á verkum Gunnlaugs Scheving.
„Mér fannst þessar myndir kallast
vel á við verk hans. Hann er í borg-
inni að vinna sín verk um sveitir og
ég fer í sveitina og vinn mjög borg-
arleg verk.“
Listasafn Árnesinga fagnar 50
ára afmæli um þessar mundir en
allar sýningar ársins munu halda
á lofti gjöfinni sem lagði grunn
að safninu en þann 19. október
1963 gáfu Bjarnveig Bjarnadóttir
og synir hennar, Loftur og Bjarni
Markús Jóhannessynir, Árnes-
ingum stóra málverkagjöf. Gunn-
laugur Scheving er einn þeirra
listamanna sem áttu verk í stofn-
gjöfinni en sýningin sem sett verð-
ur upp á verkum hans að þessu
sinni ber heitið til sjávar og sveita.
Sýningarnar standa til 2. júní.
sigridur@frettabladid.is
Ég tók andstæðan
pól, ákvað að gerast all
country queen, eða
sveitadrottning, og færa
graffið út í sveit
Sara Riel
Graff aði eins og
sveitadrottning
Sara Riel færði borgina út í sveit þegar hún graff aði á veggi niðurníddra húsa
víða um land. Þetta var árið 2006 og nú sjö árum síðar eru myndir af þessum
verkum hennar komnar á safn og verða sýnd í Listasafni Árnesinga.
HAPPY OG LUCKY Eitt fjölmargra verka Söru Riel sem sýnd verða á Listasafni Árnesinga.
SARA RIEL Listakonan hefur vakið eftirtekt sem listamaður ekki síst vegna strætis-
listaverka sem má finna víða í Reykjavík og borgum heimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sýningin Til sjávar og sveita tekur fyrir verk Gunn-
laugs Scheving en hann var einn þeirra listamanna
sem átti verk í stofngjöfinni fyrir 50 árum. Hann
tilheyrir þeirri kynslóð listamanna sem fram komu
í lok fjórða áratugarins þegar efnahagskreppa og
þjóðfélagsátök beindu listamönnum inn á nýjar
brautir. Landslagið var ekki lengur aðalviðfangsefnið
heldur nánasta umhverfi og daglegt líf þar sem hvers-
dagslegir hlutir, maðurinn og vinnan, urðu hin nýju
viðmið. Verkin á sýningunni koma öll úr safneign
Listasafns Íslands sem varðveitir mikið safn verka
hans, þar á meðal mörg frumdrög að stærri verkum.
Á sýningunni verða nokkur af risastórum verkum
Gunnlaugs en einnig minni verk, frumdrög og skissur.
Þannig gefst tækifæri til að kynnast myndhugsun
listamannsins og vinnuferli þar sem hann skoðar
m.a. hvernig menn bera sig að við vinnu hvort heldur
sjómaðurinn eða listamaðurinn. Verkin á sýningunni
sýna hvernig listamaðurinn þróar hugmyndir sínar
frá raunsæjum lýsingum af vinnandi mönnum til sjós
yfir í táknrænar myndir af samlífi manns og náttúru.
Sýningin er sú fyrsta í röð þriggja sýninga sem eru
samstarfsverkefni Listasafns Árnesinga, Listasafns
Íslands og Listasafns Hornafjarðar. Hún verður opnuð
í Listasafni Árnesinga í dag, á sama tíma og sýning
Söru Riel.
Tækifæri til að kynnast listamanninum
FÓLK AÐ SNÆÐINGI, GÖMUL KONA MEÐ SKIP Eitt verka Gunnlaugs Schevings sem sjá má í Listasafni Árnesinga.
Opið laugard. kl. 10-14
Myndin Á sjó var frumsýnd á
alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni Nordkappfilm-
festival í Noregi í sept-
ember 2012, þar sem
hún hlaut einróma lof
sýningargesta. Nú verð-
ur hún sýnd í Víkinni,
sjóminjasafninu
á Grandagarði,
næsta miðviku-
dag, 13. mars,
klukkan 20.
Hún var tekin
upp á togaranum Breka veturinn
1991 en var ekki fullgerð fyrr en
2002.
Eini leikarinn í myndinni er
Valdimar Örn Flygenring, sem
gerist einn af áhafnarmeðlimum
togara og sýnir myndin hvernig
landkrabbinn tekst á við
sjómennskuna, lífið um
borð, ógnina og ein-
manaleikann.
A ð g a n g u r e r
öllum opinn ókeyp-
is. - gun
Skipið sem samfélag
Kvikmyndin Á sjó eft ir Sigurð Sverri Pálsson verður
sýnd í Víkinni– sjóminjasafninu í Reykjavík 13. mars.
VALDIMAR ÖRN
FLYGENRING
MENNING