Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 42
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42 Costner örlátur Ertu með stórt hlutverk? „Já, þetta er mikilvæg persóna í myndinni og ég er með tíu töku- daga, sem er þó nokkuð.“ Og þú leikur á móti Costner í einhverj- um senum? „Já, mínar senur eru allar með honum. Það var svolítið skrítið fyrst þar sem hann var ákveðið „icon“ þegar ég var að alast upp. En svo gleymdi maður því bara um leið og við fórum að leika saman. Það er ótrúlega gott að vinna með honum, hann er mjög flottur leikari og engir stjörnustælar í honum. Á milli taka gátum við verið að spjalla um lífið og tilveruna. Hann sagði mér m.a. frá ferðum sínum til Íslands og hversu mikið hann hefði heillast af landi og þjóð. Það er mjög áhugavert að vinna með manni með svona mikla reynslu og þar sem hann er líka leikstjóri þá hugsar hann ekki bara út frá sjálfum sér heldur um heildina og má eiginlega segja að hann hafi svona svolítið verið að leikstýra með leikstjóranum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í svona hasarmynd þar sem allt gerist svakalega hratt og hann hjálpaði mér mjög mikið. „Ég vil að mamma þín geti farið í bíó og verið ánægð með strákinn sinn,“ sagði hann. „Ef þú gerir þetta of hratt þá verður bara klippt yfir á mig.“ Hann er mjög örlátur þannig, vill að allir hinir fái að njóta sín líka.“ Tvær myndir í sumar Tómas hefur vonir um að vinnan við Three Days to Kill leiði til frekari tækifæra. „Leikstjórinn er spenntur fyrir að vinna með mér aftur og það er hvetjandi. Hann er með nokkur verkefni í undirbúningi og vonandi passar eitthvert hlutverk fyrir mig þar. Við sjáum svo bara til hvernig þetta þróast.“ Tökum á Three Days to Kill er ekki lokið en Tómas er þegar kominn með tvö önnur verk- efni. Alþjóðlega mynd sem leikin er á ensku og þýska sjónvarps- mynd. „Það er reyndar komið upp lúxusvandamál, getur verið að tökutími myndanna rekist á, en ég vona að það leysist nú. Þýska myndin er períódumynd og það verður ný reynsla fyrir mig, hef ekki farið í fyrri tíma búning síðan ég lék þurfaling sem stat- isti í Agnesi.“ Það hefur sem sagt borgað sig að flytja til útlanda og freista gæfunnar þar? Hvað kom til að þú tókst þá ákvörðun? „Í kjöl- farið á Nóa albínóa, þegar ég var að klára myndlistarnámið við Listaháskólann, bauðst mér að fá umboðsmann í París og ákvað að flytja þangað. Ég er hálfur Frakki og var alltaf í París á sumrin sem krakki og alveg síðan þá hefur draumur minn verið að vinna í alþjóðlegu samhengi. Kvikmyndaleikur hefur líka allt- af átt miklu betur við mig en að leika á leiksviði og það lifir eng- inn á því að vera kvikmyndaleik- ari á Íslandi.“ Ljúft að búa í Berlín Tómas bjó fyrstu þrjú árin eftir að hann flutti út í París en flutti sig síðan til Berlínar þar sem hann hefur nú búið í sex ár. Hvers vegna valdi hann Berlín? „Hún er mjög miðsvæðis og hentugt að búa þar þegar maður er að vinna á Evrópumarkaði. Hún er líka miklu ódýrari en París og bara að mörgu leyti ljúft að búa þar. Það skiptir mig reyndar ekkert öllu hvar ég bý, enda er ég á stöð- ugum þeytingi og bý eiginlega í ferðatösku. Það hentar mér mjög vel, því meiri vinna þeim mun skemmtilegra, mér leiðist óskap- lega að slæpast. Það er reyndar algjör misskilningur að listamenn séu eitthvað að slæpast, ef maður ætlar að komast eitthvað áfram í þeim heimi kostar það rosalega vinnu, það er ekkert latté-þamb. Það er hörkuvinna að koma sér á kortið. Þessi mynd núna með Costner kom í gegnum sambönd sem ég myndaði fyrir níu árum við konu sem sér um að finna leikara í ýmsar myndir. Ég fór í prufu þá en fékk ekki hlutverk- ið en hún hafði mig í huga fyrir mynd í fyrra. Það gekk reyndar ekki upp því leikstjóranum fannst ég of ungur, en svo gekk þetta upp núna. Maður fer auðvitað í alls konar prufur sem ekki ganga upp en því meira sem maður fær að vinna og getur sýnt myndefni úr því auðveldara verður að fá hlut- verk án þess að þurfa að fara í prufur. Í þýsku myndinni sem ég er að fara í vildu þeir til dæmis bara bóka mig án prufu sem er auðvitað rosalega þægilegt. Það fylgir því alltaf ákveðið álag að þurfa að fara í prufur. Svona svip- að og að vera alltaf að taka próf.“ Ekki fundið þá réttu Hvað með þitt persónulega líf? Ertu bara einn með sjálfum þér, engin kona eða börn? „Já, enn þá, en ég vona að það rætist úr því einhvern tíma bráðum.“ Er erfitt að byggja upp samband þegar þú ert svona fókuseraður á að kom- ast áfram? „Ég veit það ekki. Það er fullt af fólki sem er jafn upp- tekið og ég sem er í samböndum þannig að það er greinilega alveg hægt. Ég hef bara því miður ekki fundið þá réttu enn þá. En þetta getur verið svolítið snúið. Upp á síðkastið hef ég yfirleitt ekki stoppað nema svona tvær vikur á hverjum stað og þess á milli hef ég verið á kvikmyndahátíðum að kynna myndirnar.“ Er það nauðsynlegur þáttur af starfinu að sækja kvikmyndahá- tíðir og mynda tengsl við aðra í bransanum? „Já, því fleiri leik- stjóra og framleiðendur sem þú hittir þeim mun líklegra er að einhverjir þeirra hafi þig í huga þegar þeir eru að leita að leikurum í næstu mynd. Það er nauðsyn legt að minna á sig. Kannski ekki endilega í Cannes eða á Berlinale þar sem fjöldinn er svo ógurlegur en það er oft frá- bært að vera á minni kvikmynda- hátíðum þar sem maður kemst í virkilegt návígi við áhuga- vert fólk. Það er til dæmis einn stærsti kosturinn við Kvikmynda- hátíðina í Reykjavík. Að geta verið að spjalla við fólk einsog Jim Jarmusch heilt kvöld er ekki aðstaða sem maður kemst í hvar sem er.“ Heimar annarra Þú ferð frá því að leika í stór- mynd með Kevin Costner í að leika í stuttmynd fyrir Munda. Er það ekki dálítið stór sveifla? „Mundi er mjög kreatívur og áhugaverður persónuleiki, fullur af krafti og inspírerandi að vera nálægt honum. Mér finnst áhuga- vert að vinna með fólki á öllum aldri og fá að taka þátt í því sem það er að skapa. Það er alltaf gaman að fá að koma í heimsókn í þá heima sem aðrir hafa skapað.“ Er draumurinn að meika það í Hollywood og eignast hús í Santa Barbara eins og Costner? „Ég væri alveg til í að vinna eitthvað í Hollywood en þetta snýst ekkert um einhverjar pallí- ettur. Glamúrheimurinn er fyrir utan vinnuna og val hvers og eins hvort hann tekur þátt í honum. Þegar þú ert að vinna í bíómynd ertu bara á setti og þar er enginn í pallíettuskóm, það er bara vinna eins og hver önnur. Ég hef áhuga á öllu sem snertir kvikmyndir og er til í að leika í sem fjölbreytt- ustum myndum. Þegar ég var að byrja að leita fyrir mér eftir Nóa albínóa, sem er arthouse- mynd per excellence, þá ákvað ég að gera bara arthouse-myndir en þá var ég að takmarka sjálfan mig og því fylgdi ákveðinn hroki. Eftir að ég ákvað að vera opinn fyrir alls konar hlutum sá ég hvað það er skemmtilegt að vera með í ólíkum verkefnum. Ég hef auðvitað neitað hlutverkum því mér finnst sögurnar ekki nógu góðar en svona heilt yfir er ég opinn fyrir öllu.“ Eigum við von á því að fá að sjá þig í íslenskri mynd á næstunni? „Nei, það er ekkert slíkt á döfinni núna. Ég er mjög opinn fyrir því að leika í íslenskri mynd. Það kemur vonandi að því fyrr en seinna.“ Það er ótrúlega gott að vinna með honum, hann er mjög flottur leikari og engir stjörnu- stælar í honum. HEILÖG ÞRENNING Costner, Tómas og McG á góðri stundu í París. Gegn krabbameini í körlum Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Nicotinell Fruit lyfjatyggigúmmí, inniheldur 2 eða 4 mg . nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Ekki má nota Nicotinell Fruit ef þú reykir ekki og ekki má reykja samhliða notkun Nicotinell Fruit. Ráðlagður skammtur fer eftir því hversu háð/-ur þú ert reykingum. Þú skalt nota Nicotinell Fruit 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell Fruit 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Í upphafi meðferðar skaltu venjulega nota eitt stk á 1 2 klst. fresti þegar þú finnur fyrir reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stk í á sólarhring. Þú mátt ekki nota fleiri en 25 af 2 mg eða meira en 15 af 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring og er ekki mælt með notkun lengur en í 1ár. Sumt reykingafólk gæti þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Leitaðu faglegrar ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi ef þú getur ekki hætt að nota lyfið eftir eitt ár eða ef þér tekst ekki að fækka fjölda reyktra sígaretta eftir 6 vikur. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er tilbúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú hefur: ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefna lyfsins,fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með magasár eða gervitennur. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ N IC 13 01 02 Í mars renna 100 kr. af hverjum seldum pakka af Nicotinell beint til átaksins Mottumars. Mundu að það eru bláu pakkarnir frá Nicotinell sem styrkja gott málefni. 100 KRÓNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.