Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 82
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 54
ARON BLÆR Dýralíf
heitir þessi mynd
eftir Aron Blæ
Bergmann, níu ára
Hafnfirðing.
Ertu fæddur rokkari? „Já, klárlega. Ég gat setið
endalaust fyrir framan plötuspilarann og hlustað á
The Beach Boys, The Shadows, Crosby, Stills, Nash
& Young og fleiri. Svo fékk ég að kaupa plötur
snemma, ætli ég hafi ekki verið sjö ára þegar ég
kaupi fyrstu Kiss-plötuna. Alltaf þegar ég komst
nálægt hljóðfærum langaði mig að prófa að spila
– fikta mig áfram og í mínum huga hljómaði þetta
auðvitað stórkostlega. Já, rokkið náði mér strax.“
Hvað er svona skemmtilegt við þungarokk?
„Krafturinn. Mér líður rosalega vel þegar ég hlusta
á þungarokk. Öll streita líður úr mér og ég fyllist
orku. Yndisleg tilfinning.“
Hvað ertu búinn að vera lengi í hljómsveit? „Ég
stofnaði hljómsveit með Ölla vini mínum mjög
snemma, við vorum líklega í 3. eða 4. bekk í
grunnskóla. Síðan þá hef ég alltaf verið í hljóm-
sveit eða hljómsveitum, misvirkum að sjálfsögðu.“
Hvaða hljómsveitum? „Fyrsta skal nefna hina
stórkostlegu Pain en sú hljómsveit lifði því miður
ekki lengi eftir að grunnskólagöngu minni lauk.
Ég hef spilað í Skálmöld í fjögur ár og ég hef verið
heppinn að fá að spila með mörgum frábærum
tónlistarmönnum í hinum og þessum verkefnum í
gegnum tíðina.“
Hvernig og hvar lærðir þú á hljóðfæri? „Ég lærði
á píanó í nokkra mánuði þegar ég var ellefu eða
tólf ára en skipti yfir í trommurnar og lærði á
þær í tvö ár. Mamma átti gítar sem ég byrj-
aði snemma að fikta á og strax eftir ferm-
ingu fór ég að læra skipulega á gítar
hjá Villa í Tónlistarskóla
Húsavíkur. Þaðan fór ég til
Bjössa Thor í F.Í.H. og lærði
hjá honum í þrjú ár. Svo
lærði ég á klassískan gítar
hjá Snorra Erni Snorrasyni,
einnig í F.Í.H. Að auki hef ég
tekið hin og þessi námskeið í
gegnum tíðina.“
Hvað þarf að gera til að
komast í hljómsveit? „Fyrst
og fremst áhuga. Ef þú vilt
vera í hljómsveit þá stofn-
ar þú hljómsveit og ef þú vilt verða góð/
ur á hljóðfæri þá æfir þú þig. Þetta er ekki
flókið!“
Semur þú textana sem Skálmöld syngur?
„Nei, Snæbjörn, bassaleikari Skálmaldar, semur
alla textana. Ég fengi örugglega að gera texta
fyrir Skálmöld ef ég gæti gert jafn góða texta
og hann en ég bara get það ekki, hef kannski ekki
æft mig nægilega mikið.“
Ert þú hrifinn af forníslensku? „Mjög. Ég les
Íslendingasögurnar, Snorra-Eddu og Völuspá reglu-
lega, þetta er allt svo skemmtilegt. Við eigum
líka að hlusta meira á afa og ömmu, læra skrýtnu
orðin sem þau nota, er það ekki stundum hálfgerð
forníslenska?“
Hvað vinnur þú annað en að spila í Skálmöld?
„Ég kenni nemendum í Norðlingaskóla og reyni
að virkja þá í tónlistinni. Sumir nemendur mínir
vilja aðallega spila á rafmagnsgítar en aðrir vilja
bara helst semja tónlist í tölvum. Hvort tveggja er
stórgott.“
Átt þú einhver börn? „Ég á tvær dætur, Elísabetu
sem er sex ára og Brynhildi sem fæddist 10. janú-
ar síðastliðinn.“ - gun
Rokkið náði mér strax
Alltaf þegar Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, komst nálægt
hljóðfærum langaði hann að prófa að spila.
ÞRÁINN ÁRNI BALDVINSSON
Bóndinn við hinn bóndann:
Hvað átt þú margar kindur?
Hinn bóndinn: Ég veit það ekki
– í hvert sinn sem ég tel þær þá
sofna ég.
Læknir, læknir! Ég held ég sé
orðinn blindur!
Já, það held ég líka, þetta er
pósthúsið.
Af hverju hætti tannlæknirinn
störfum?
Hann reif kjaft.
Ég heyrði nýjan brandara um
daginn. Var ég búinn að segja
þér hann?
Ég veit það ekki. Er hann
fyndinn?
Já.
Þá hefur þú ekki sagt mér hann.
Brandarar
GEgGJ
AÐAR
Samsung 32“ LCD D404
sjónvarp Glæsilegt
tæki á ótrúlegu
verði
Ti
lb
oð
g
ild
a
til
o
g
m
eð
1
7.
03
.1
3
og
á
m
eð
an
b
ir
gð
ir
e
nd
as
t.
B
ir
t m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
p
re
nt
vi
llu
r
og
m
yn
db
re
ng
l.
Stóra tölvu-
orðabókin
7.499 kr
7.999 kr
4.699 kr
Aðeins
79.900 kr.
GrifFilL sími: 533-1010 - wWw.grifFilL.is - skeifunNi 11 - Bt sími: 550-4444 - wWw.bt.is
Ti
lb
oð
g
Teikningar og texti: Bragi Halldórsson
34
„Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð og tók upp pappírsblað með tölu-
stöfum og undarlegum táknum sem hann sá liggja á jörðinni. „Mér sýnist þetta
vera stærðfræðiþraut,“ sagði Lísaloppa. „En þessi þarna þrjú tákn eru ekki
standa, svo þessi fjögur dæmi gangi upp,“ bætti hún við.
svo dæmin gangi upp?
@
7
6
6
6
6
1
1
4
3
@
@
@