Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 16
9. mars 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þrátt fyrir sundrungu og upplausn sem alls staðar blasir við hafa forystu-menn stjórnmálaflokkanna nýlega sameinast um eitt veiga- mikið viðfangsefni. Þeir segja réttilega einum rómi: Ísland hefur sterka stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum í þrotabú gömlu bank- anna og hana á að fullnýta. Það yrði sannarlega mikill ávinningur ef þessi samstaða yrði til þess að vel tækist til við lausn á þeim vanda sem leiðir af þeim eignum erlendu kröfuhafanna sem mældar eru í íslenskum krónum. Þar með mætti losa einn af þeim fjölmörgu hnút- um sem halda krónunni í fjötr- um. En þetta við- fangsefni er líkt teningi að því leyti að á því eru marg- ar hliðar. Þver- sögnin er sú að styrkleiki Íslands gegn kröfuhöfunum felst í höftun- um. Verðmæti eigna kröfuhafanna rýrnar í réttu hlutfalli við hörk- una í haftareglunum. Það leiðir af því að krónan er ekki gjaldgeng mynt. Hún er einfaldlega einskis virði í höndum þeirra sem þurfa að breyta henni í verðmæti utan land- steinanna. Þetta skilja kröfuhafarnir. Um leið er þetta ánægjulega hliðin á samstöðu stjórnmálaleiðtog- anna. Hin hliðin birtist í samstöðu þeirra um að segja fólkinu í land- inu ekki frá þeirri staðreynd sem fylgir eins og skugginn sólarljós- inu. Hún er sú að bókfært virði eigna Íslendinga í krónum er jafn falskt og útlendinganna. Þær eru einhvers virði í viðskiptum innan- lands en lítils virði í stærra sam- hengi. Sviðsljósinu er alltént ekki varpað á þessa hlið. Hin hliðin Að því er varðar þá hlið sem veit beint að almenningi skiptir þetta ekki öllu máli. Tiltölulega fáir vilja selja húsin sín og kaupa önnur erlendis. En þegar kemur að lífeyrissjóðunum og þeim sem skapa eiga verðmætin í milliríkjaverslun kárnar gamanið. Sterka staðan gagnvart erlend- um kröfuhöfum kemur í reynd með sama þunga niður á þessum íslensku undirstöðum lífskjara og velferðar. Fyrirtækin og launa- menn eru á vissan hátt í sömu stöðu og kröfuhafarnir. Þegar kemur að því að svara hvernig höggva eigi að rótum þess vanda ræður sundurlyndisfjandinn aftur ríkjum. Þó svo að eignir erlendu kröfu- hafanna sem mældar eru í krón- um gufuðu algjörlega upp fer því fjarri að það jafnvægi hafi skap- ast að unnt verði að aflétta gjald- eyrishöftum. Það er aðeins skref í þá átt. Með innlendri mynt verða höft eða varúðarreglur um alla framtíð ríkari hér en í viðskipta- löndunum. Samkeppnisstaðan heldur því áfram að versna. Það rýrir lífskjörin og veikir velferð- arkerfið. Það sem meira er: Ekkert bend- ir til að unnt verði að létta átt- hagafjötrunum af lífeyrissjóðun- um. Raunvirði eigna þeirra mun rýrna að sama skapi. Ávöxtun- armöguleikar þeirra þrengjast í réttu hlutfalli. Lífeyririnn mun því skerðast meir en almenn laun. Þetta er sá fórnarkostnaður sem almenningur verður að axla til þess að stjórnmálamennirnir geti sjálfir sagt að þeir haldi fullveld- isréttinum yfir gjaldmiðlinum. Þeir tveir flokkar sem segjast vilja taka upp evru eru í reynd ekki að stefna í þá átt. Ástæðan er sú að þeir eru andvígir því að reka sjávarútveginn á grund- velli markaðslögmála. En það er aftur forsenda fyrir því að hér sé unnt að búa við stöðuga mynt án sífelldra gengisfellinga. Stjórn- málaflokkarnir eru því allir undir sömu sök seldir í þessu efni. Sundurlyndisfj andinn Annað mál er þessu skylt: Morgunblaðið og forseti Íslands náðu sem kunnugt er að sameina þjóðina gegn ríkis- stjórninni og forystu Sjálfstæðis- flokksins þegar síðasti Icesave- samningurinn var borinn undir þjóðaratkvæði. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að Framsókn- arflokkurinn hefur stóraukið fylgi sitt á kostnað Sjálfstæðisflokks- ins eftir að EFTA-dómurinn féll Íslandi í hag. Forseti Íslands hefur farið um heiminn og sagt að Íslendingar hafi leyst skuldavanda sinn með lýð- ræðisbyltingu hans sjálfs. En það er eins með þetta og sterku stöðuna gagnvart erlendu kröfuhöfunum að hliðarnar á teningnum eru fleiri. Icesave-skuldin féll ekki niður með þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hún féll ekki niður með EFTA- dómnum. Þrotabú gamla Lands- bankans þarf að sjálfsögðu að standa skil á þessari skuld. Ein af stærstu eignum þess er skulda- bréf sem nýi Landsbankinn þarf að greiða. Hann á ekki gjaldeyri til að borga með og Seðlabankinn ekki heldur. Stór hluti þessa vanda er þannig enn óleystur í banka skattborgaranna. Spuninn um þetta mál hefur ekki aðeins skekkt málefnalega sam- keppnisstöðu stjórnmálaflokk- anna. Hann hefur leitt til þess að ekki er unnt að varpa ljósi á allar hliðar skuldavandanns. Fyrir vikið geta stjórnmálamenn ekki rætt eðli hans og dýpt af hreinskilni. Lausn- irnar verða í samræmi við það. Spuninn V ið sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ung- menni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum ein- staklingum sem verða fyrir ofbeldi,“ sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru slá- andi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakk- anna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum mála- flokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dóm- arar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Rjúfum þögnina endanlega: Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason mikael@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.