Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 2
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
LÖGREGLUMÁL Erla Bolladóttir,
einn sakborninga í Guðmundar-
og Geirfinnsmálunum, hefur
lagt fram kæru
vegna nauðg-
unar.
Erla hefur
greint frá því að
henni hafi verið
nauðgað af lög-
reglumanni
meðan hún sat
í gæsluvarð-
haldi í Síðu-
múlafangelsi vegna málanna og
kemur það fram í nýrri skýrslu
um þau. „Fram að þessu hafði ég
ekki einu sinni hugleitt að kæra
af því að þetta var fyrnt,“ sagði
Erla við Vísi í gær. Hún segir
það mikinn létti að hafa kært,
með því vilji hún binda enda á
þennan hluta málsins. - þeb
Segist finna fyrir létti:
Erla Bolladóttir
kærði nauðgun
ERLA
BOLLADÓTTIR
ALMANNAVARNIR
Óvissustigi aflétt
Almannavarnir og lögreglustjórinn á
Hvolsvelli afléttu í gær óvissustigi við
Heklu. Sjö jarðskjálftar urðu dagana
10. til 23. mars en síðan þá hafa ekki
verið neinar jarðhræringar á þessum
slóðum.
SPURNING DAGSINS
FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU
Þér er boðið á opinn stjórnamálafund í dag
Árborg, Hótel Selfossi kl. 12
með Svandísi Svavarsdóttur og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur.
Borgarbyggð, Landnámssetrinu kl. 12
með Lárusi Ástmar Hannessyni og Árna Þór Sigurðssyni.
Sauðárkróki, Kaffi Krók kl. 12
með Katrínu Jakobsdóttur og Lilju Rafney Magnúsdóttur.
Rjúkandi kaffi og líflegar umræður.
ARNDÍS
SOFFÍAKATRÍNÁRNI ÞÓR
OPNIR STJÓRNMÁLA-
FUNDIR Í DAG
ALLIR
VELKOMNIR
SVANDÍS
LÁRUS
ÁSTMAR
LILJA
RAFNEY
Bergþór, ætlarðu þá núna að
halda þig á mottunni?
„Já, annars er hætt við að ég verði
tekinn á teppið.“
Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson hefur í tvö
ár unnið að því að sauma endurgerð gamals
riddarateppis af Þjóðminjasafninu.
KOSNINGAR „Svona er þetta bara,“ segir
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður
Hægri grænna, sem uppgötvaði í gær að
hann væri ekki á kjörskrá og þar af leið-
andi ekki kjörgengur í komandi alþingis-
kosningum.
Guðmundur skipar efsta sætið á lista
flokksins í Suðvesturkjördæmi og segist
hafa falið lögmanni sínum að reyna að kæra
sig inn á kjörskrá. Hann segir að slíkt sé
býsna algengt þegar kjósendur átti sig á því
á kjörstað að þeir séu ekki á kjörskránni.
„Í versta falli þurfum við að finna nýjan
mann í oddvitasætið,“ segir Guðmundur. Ekki
þurfi að skila inn fullbúnum framboðslistum
fyrr en 12. apríl. „Þannig að það er
nógur tími til stefnu,“ segir hann.
Ástæða þess að Guðmundur er ekki
á kjörskrá er sú að hann hefur verið
með lögheimili erlendis lengi. Hann
hefði þurft að skrá lögheimilið á Íslandi
fyrir 23. mars, síðasta viðmiðunardag
Þjóðskrár, til að verða kjörgengur í kosn-
ingunum.
Guðmundur segist þó áfram munu verða
formaður flokksins, hvað sem gerist, og að
þetta komi í raun ekki svo mjög að sök,
enda sé það á stefnuskrá Hægri grænna
að ráðherrar þeirra séu ekki jafnframt
þingmenn. - sh
Formaður Hægri grænna uppgötvaði í gær að hann er ekki kjörgengur:
Reynir að kæra sig inn á kjörskrá
NOREGUR Nær 450 konur og karl-
ar stunda vændi í og við Stav-
anger í Noregi. Það eru rúmlega
tvöfalt fleiri en 2009 þegar sett
voru ný lög sem banna Norð-
mönnum að kaupa kynlífsþjón-
ustu í Noregi og utanlands.
Aðeins einn Norðmaður hefur
verið sektaður fyrir að kaupa
kynlífsþjónustu erlendis.
Í frétt á vef Aftenposten segir
að lögreglan viðurkenni að hafa
ekki sinnt málinu nógu vel. Til
standi að bæta úr því. Að sögn
lögreglunnar koma margir
erlendir vændisseljendur til
Karmøy-flugvallar í Haugesund
þaðan sem þeir halda til bæja
í nágrenninu áður en þeir snúa
heim. - ibs
Áhrif nýrra laga í Noregi:
Tvöfalt fleiri
stunda vændi
SVÍÞJÓÐ Félögum í sænska Jafnað-
armannaflokknum hefur fækkað
um 8,9 prósent síðan 2009, eða um
9.700 manns. Flokksfélagar voru
alls 99.484 um síðustu áramót.
Meðalaldurinn er sextíu ár og 47
prósent flokksfélaga eru komin
á eftirlaun. Aðeins fjórtán pró-
sent eru yngri en 40 ára, að því
er segir í frétt á vef Sænska dag-
blaðsins.
Í skýrslu nefndar segir að
ástæða sé til að hafa áhyggjur af
þessari þróun. - ibs
Sænskir jafnaðarmenn:
Flokksfélagar
færri og eldri
FÓLK „Við ætlum að reyna að setja
um tuttugu hunda fyrir framan
sleða en það er mesti fjöldi sem
hefur verið settur fyrir framan
eitthvað apparat hér á landi,“ segir
Benedikt Magnússon þjálfari, sem
hyggst ásamt fleirum setja Íslands-
met í hundakerruakstri í Heið-
mörk næstkomandi laugardag.
Hund arnir, sem eru af tegundinni
Siberian Husky, eru allir í eigu
Benedikts og félaga hans. Benedikt
á sjálfur sex hundanna.
Að sögn Benedikts hefur farið
mikil vinna í þjálfun hundanna.
„Ef þú vilt eiga hunda sem fara
einhverjar vegalengdir þarftu nátt-
úrlega að láta þá fara þessar vega-
lengdir. Þú þarft sem sagt að þjálfa
mikið.“
Þar sem enginn er snjórinn
þessa dagana draga hundarnir
vagna á hjólum sem vega um 100
kíló, en vagninn ber einn til tvo
menn. „Við stefnum á að láta þá
hlaupa um fimm, sex kílómetra en
þetta er bara gert upp á gamanið.
Við erum komin mjög stutt í þessu
sporti hér á landi. Lengsta hlaupið
sem hefur farið fram hér á landi er
um þrjátíu kílómetrar. Úti í heimi
eru þeir kannski að fara þúsund
kílómetra en það tekur þá kannski
fimm daga.“
Spurður hvort hann sjái fyrir
sér auknar vinsældir íþróttarinn-
ar segist hann vona að svo verði en
bætir við: „Hinn almenni hunda-
eigandi er að kaupa sér gæludýr,
en þeir sem eiga sleðahunda vilja
vinnudýr. Þetta eru tveir ólíkir
heimar en þeir geta alveg farið
saman. Það hafa verið stofnað-
ir tveir klúbbar í kringum þetta,
Sleðahundaklúbbur Íslands og
Draghundasport Íslands, en fjöldi
fólks er meðlimir í klúbbnum og
margir þeirra eiga ekki einu sinni
sleðahund. Þannig að það greini-
legt að það er fjöldi fólks sem hefur
áhuga á þessu.“
Benedikt segir hundana fá mikið
út úr því að draga sleða. „Hundun-
um finnst þetta mjög gaman og
þeir alveg bíða eftir því að fá að
komast út. Þetta eru vinnudýr og í
þessu fá þeir mikla útrás.“
Eins og áður segir mun atburð-
urinn fara fram í Heiðmörk næst-
komandi laugardag klukkan tvö.
hanna@frettabladid.is
Stefna á Íslandsmet
í hundakerruakstri
Benedikt Magnússon ætlar ásamt félögum að setja tuttugu sleðahunda fyrir kerru
í Heiðmörk um helgina. Hann segir þá fá mikla ánægju og útrás við dráttinn.
Hundarnir munu draga vagna á hjólum en hver og einn vegur um hundrað kíló.
Hinn almenni
hundaeigandi er að kaupa
sér gæludýr, en þeir sem
eiga sleðahunda vilja
vinnudýr.
Benedikt Magnússon
þjálfari
SLEÐAFJÖR Benedikt Magnússon ætlar ásamt fleirum að setja Íslandsmet í hunda-
sleðadragi í Heiðmörk á laugardaginn. MYND/ÚR EINKASAFNI
SÁDI-ARABÍA 24 ára gamall
maður hefur verið dæmdur til
þess að verða lamaður fyrir
neðan mitti nema hann borgi 33
milljónir króna í skaðabætur.
Maðurinn lamaði vin sinn þegar
hann stakk hann í bakið fyrir tíu
árum.
Mannréttindasamtökin
Amnesty International hafa
gagnrýnt dóminn harðlega og
segja hann pyntingu. Bresk
stjórnvöld hafa skorað á stjórn-
völd í Sádi-Arabíu að framfylgja
ekki dóminum, enda væri það
brot á alþjóðalögum.
Ali al-Khawahir hefur setið
í fangelsi í tíu ár fyrir hnífs-
stunguna. Dómurinn er nýjasta
dæmið um bókstafstrúartúlkun
á íslömskum lögum. - þeb
Amnesty gagnrýnir dóm:
Ungur maður
dæmdur til að
verða lamaður
ARGENTÍNA, AP Að minnsta kosti 55 eru látnir og
tuttugu er saknað eftir gríðarleg flóð í Buenos
Aires, höfuðborg Argentínu, og nágrenni.
Eftir metúrkomu á þriðjudag og miðvikudag, þar
sem ofankoma mældist 400 millimetrar, meira en
nokkru sinni hefur mælst í heilum aprílmánuði,
flæddi vatn yfir höfuðborgina og nágrannabæinn
La Plata, en um milljón manna býr á þessu svæði.
Veðurstofa hafði varað við úrkomu en ekkert í
líkingu við það sem varð.
Vatnsaginn náði hátt í tveggja metra hæð áður
en flóðin tóku að réna í gær og neyðarstarf hófst.
Þúsundir manna voru án rafmagns og drykkjar-
vatns, auk þess sem vinnsla í olíuhreinsistöð stöðv-
aðist vegna elda sem orsökuðust af flóðinu.
„Við höfum ekkert rafmagn og ekkert vatn. Við
höfum ekkert!“ sagði Nelly Corrado, íbúi sem varð
illa úti í flóðinu og sakaði yfirvöld um sinnuleysi.
Mauricio Macri, borgarstjóri Buenos Aires, sagði
að veðurhamfara sem þessara væri að vænta vegna
loftslagsbreytinga og kallaði eftir auknu fjármagni
frá stjórnvöldum til að bregðast við þeim. - þj
Metúrkoma í nágrenni Buenos Aires veldur gríðarlegum flóðum:
55 látnir og tuttugu enn saknað
ALLT Á FLOTI Íbúar í La Plata horfa út um glugga á heimili
sínu þar sem vatn flæðir um allt. 55 manns hið minnsta eru
látnir eftir gríðarlega úrkomu á þriðjudag og miðvikudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FÉLAGSMÁL Kjörnefnd Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga
hefur ógilt kosningar til for-
manns félagsins sem fram fóru í
síðasta mánuði.
Nefndin telur ekki hægt að
útiloka að við talningu hafi
atkvæði verið talin með sem
greidd voru eftir að atkvæða-
greiðslu lauk.
Ólafur G. Skúlason fékk flest
atkvæði í kjörinu, einu meira
en Vigdís Hallgrímsdóttir, sem
kærði framkvæmd kosninganna.
Kjörnefnd FÍH hefur sagt af
sér í kjölfarið. - þj
Félag hjúkrunarfræðinga:
Formannskjör
gallað og ógilt