Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 05.04.2013, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 5. apríl 2013 | MENNING | 31 22.30 Foo Fighters Tribute tónleikar verða haldnir á Gamla Gauknum. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 23.00 Hljómsveitirnar Babies og Beatless spila á efri hæð Faktorý. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Í aðalrými þeytir Dj Pabbi skífum og Positive Vibration spilar í hliðarsal. 23.00 Magnús Einarsson, Eðvarð Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas Tómasson leika tónlist úr ýmsum áttum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Þungarokksveitin DIMMA kemur fram á tónleikum á Bar 11. Sérstakur gestur er rokksveitin Rekkverk. Aðgang- ur er ókeypis. Fyrirlestrar 12.00 Guillaume Xavier-Bender talar á Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, í fundarsal Norræna hússins. Umræðuefnið er Verndarstefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusambandsins í alþjóða- stjórnmálum. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. 20.00 Kristinn Sævar Jónsson guð- fræðingur heldur fyrirlestur í húsi Lífspekifélagsins að Ingólfsstræti 22. Fyrirlesturinn fjallar um sjálfsþekkingu að gnóstískum skilningi og huglægan sköpunarmátt að fornu og nýju. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2013 Sýningar 17.00 Opnuð verður sýning á merku safni uppstoppaðra fugla í Safnahúsi Borgarfjarðar. Elsti gripurinn á sýn- ingunni er frá árinu 1940 en það er Snorri Freyr Hilmarsson sem hannar sýninguna. 18.00 Sýning Einars Garibalda, Stautar, opnuð í Slippnum, Skólavörðustíg 25a. Opið hús 17.00 Plötuverslunin 12 Tónar heldur opið hús í verslun sinni á Skólavörðu- stíg 15 til að fagna 15 ára afmæli sínu. Hljómsveitin Rökkurró leikur nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Allir vinir, velunnarar og viðskiptamenn 12 Tóna hjartanlega velkomnir. Málþing 12.00 Siðfræðistofnun og Læknadeild Háskóla Íslands efna til hádegismál- stofu um tilraunalækningar og kukl. Málstofan verður haldin í stofu 101 í Lögbergi HÍ. Tónlist 12.00 Systkinin Ragnheiður og Haukur Gröndal taka höndum saman á tón- leikunum Töfrar tónlistargyðjunnar í Háteigskirkju. Dagskráin verður blanda af óútkomnu efni, þjóðlögum og íslenskum lögum eftir höfunda í upp- áhaldi hjá þeim. Almennt miðaverð er kr. 1.000. 22.00 Lára Rúnars heldur tónleika á Hressó. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Skúli mennski og Þung byrði skemmta á Café Rosenberg. Aðgangs- eyrir er kr. 1.500. E N N E M M / S ÍA / N M 5 11 4 2 Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að veruleika með því að setja sér markmið. Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem hún segir frá því hvernig lítil markmið geta á endanum orðið að stórum sigri. Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið tækifæri til að hlusta saman á uppbyggilegan fróðleik. #svaltmarkmið Það er svalt að setja sér markmið Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara í Háskólabíói: mánudaginn 8. apríl kl. 18 miðvikudaginn 10. apríl kl. 18 Skráðu þig á islandsbanki.is/fyrirlestur og þú mátt taka einn vin með. Hljómsveitin Babies tekur fyrir lög erlendra stórsveita sem voru upp á sitt besta á árunum um og eftir síðasta Vest- mannaeyjagos. Aðstandendur tónleikanna benda gestum á að taka með sér betri skóna því hljómsveitin spili einungis lög sem hún elskar og reikna megi með miklu stuði. FOO FIGHTERS Arnar „Rokk“ Friðriksson ætlar að feta í spor Dave Grohl á Gamla Gauknum í kvöld þegar heiðurstónleikar Foo Fighters fara þar fram. FÖSTUDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR? Í kvöld verður rokkbandið Foo Fighters í fyrir- rúmi á Gamla Gauknum í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á Íslandi. Það er bandið FooIce sem annast flutninginn og fer þar í broddi fylkingar Arnar „rokk“ Friðriksson, sem ætlar að feta í fótspor Daves Grohl og annast sönginn á tónleikunum. Margir muna ef til vill eftir honum frá því hann lenti í öðru sæti í raunveruleikaþáttunum Bandið hans Bubba, á eftir Eyþóri Inga. Ásamt Arnari skipa bandið þeir Kristján Grétarsson, Dave Dunn, Birgir Kárason og Benedikt Brynleifsson. Foo Fighters tribute í kvöld Á sýningunni Ævin- týri fuglanna er lögð áhersla á mikilvægi verndunarbúsvæða fugla í alþjóðlegu samhengi. Efniviður sýningarinnar kemur úr Náttúrugripasafni Borgarfjarðar og er hún helguð minningu Sigfúsar Sumarliðasonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Borgarnesi, sem sat lengi í stjórn safnsins. „Þessi tribute-kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undan- förnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyll- ir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum,“ segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum. Gamli Gaukurinn hefur hýst fjöldann allan af tribute-tónleik- um á undanförnum mánuðum og virðist engin lognmolla ætla að verða þar á næstunni. Eirík- ur segir það vera mismunandi hvort þeir á Gamla Gauknum hafi frumkvæði að tónleikum og setji saman hljómsveit eða hvort komið sé að máli við þá um að fá að halda tónleika. „Stundum koma líka bönd sem leita til okkar eftir góðum hugmyndum um hvaða Tribute-tónleikar nýjasta æðið Gamil Gaukurinn hefur hýst marga tribute tónleika að undanförnu og enn fl eiri eru á döfi nni. Rokkararnir í Foo Fighters verða teknir þar fyrir í kvöld. bönd ætti að taka fyrir,“ segir hann. Nú þegar eru tribute-tónleikar skipulagðir í næstum hverri viku vel fram í júní á Gamla Gauknum. Meðal sveita sem þar verða teknar fyrir eru Pearl Jam, Guns N‘ Roses, Kiss, Rage Against The Machine og Alice in Chains. „Svo erum við líka að vinna í að setja upp Jeff Buck- ley tribute-tónleika og jafnvel Amy Winehouse,“ segir Eiríkur. - trs „Ég stefni á að kíkja á hana Láru Rúnars vinkonu mína sem er að spila á Hressó í kvöld. Það er svo langt síðan ég hef séð hana spila á sviði en ég er mikill aðdáandi hennar, enda er hún frábær tónlistarkona og yndisleg manneskja í þokkabót,“ segir söngkonan Lay Low sem ætlar að reyna að taka sér frí frá vinnu og kíkja í bæinn um helgina. Lára Rúnars spilar á tónleikakvöldi á Hressó í kvöld á nýrri tónleikaröð í boði Jacobs Steiner og Burn. Þetta er annað kvöldið í röðinni en tónleikarnir eru haldnir á Hressó fyrsta föstudag hvers mánaðar. Lára hefur verið á fullu að undanförnu og gaf til að mynda út sína fjórðu breiðskífu, Moment, í haust. Vinkonan frábær tónlistarkona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.