Fréttablaðið - 05.04.2013, Qupperneq 54
5. apríl 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 38
„Ég fer á opnun Björtulofta í Hörpu
seinni partinn í dag og á morgun
fer ég á tónleika í Hörpu á vegum
franska sendiráðsins. Þess á milli er
ég að undirbúa kynningu á Listahá-
tíð, sem verður næsta þriðjudag.“
Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík.
HELGIN
Sprengi
sandur
Sigurjón M. Egilsson
Sunnudagsmorgna kl. 10 – 12
„Mér líður alveg ömurlega. Þetta er
bara rosalega erfitt en maður held-
ur í vonina um að finna hana,“ segir
Hulda Hrund Höskuldsdóttir. Hund-
urinn hennar, hin níu mánaða Sally
af tegundinni pug, hvarf úr Elliða-
árdalnum fyrir tveimur vikum og
hefur mikil leit staðið yfir síðan.
Hulda Hrund bjó til Facebook-síð-
una „Leitin að Sally“ þar sem hún
hvetur fólk til að aðstoða við leitina.
„Í fyrradag [á þriðjudag] sást
hundur sem var mjög líkur henni í
Víðidal. Þetta var smáhundur, um
26 sentímetrar upp á herðakamb,
ljós með svarta grímu, sem var
rosalega hræddur. Þetta hljómaði
svakalega líkt og Sally. Ég hef verið
að dreifa miðum með auglýsingu á
dýraspítala og í dýrabúðir. Ég held
enn í vonina. Ég þekki eina konu
sem er að rækta pug í Noregi. Hann
týndist í heila viku og þar var tíu
stiga frost. En hann lifði af.“
Sally fældist í burtu þegar stór
border collie-hundur gelti að henni
er hún var á gangi með Huldu í
Elliðaárdalnum. „Ég leit af henni
og hún var allt í einu horfin.“ Hulda
Hrund býr ein og á þrjá aðra hunda
af sömu tegund og Sally. Hún býður
þeim sem finnur tíkina eitt hundr-
að þúsund krónur í fundarlaun. Sá
hinn sami skal hringja í 694-8225
eða senda skilaboð á Facebook. Erf-
itt er að nálgast Sally og því er best
að lokka hana til sín með mat eða
króa hana af. - fb
Býður 100 þúsund í fundarlaun
Hulda Hrund Höskuldsdóttir hefur leitað að pug-tíkinni sinni Sally í tvær vikur.
HELDUR Í VONINA Hulda ásamt tíkinni
sinni Carmen sem lítur eins út og Sally.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
➜ Frægir pug-eigendur eru leik-
ararnir Jessica Alba og Gerard
Butler og fótboltakappinn Zlatan
Ibrahimovic.
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK
Extreme fer fram á Akureyri um
helgina. Hápunktur hátíðarinnar
er hin svokallaða Big jump-keppni
sem verður í gilinu annað kvöld
klukkan 21. Þar munu tuttugu efni-
legir brettamenn keppa um Ak
Extreme-titilinn og -hringinn.
Egill Tómasson, einn aðstand-
enda hátíðarinnar, segir keppend-
urna í ár vera á aldrinum átján til
37 ára. „Eiríkur Helgason fer fyrir
fjögurra manna dómnefnd. Hann er
okkar fyrsti atvinnumaður í íþrótt-
inni og væri sjálfur að keppa í Big
jump-keppninni ef hann væri ekki
rifbeinsbrotinn,“ segir Egill. Yngri
bróðir Eiríks, Halldór Helgason,
verður þó á meðal keppenda. „Hall-
dór var meiddur í fyrra og sat þá í
dómnefndinni. Þeir virðast skiptast
á, bræðurnir.“
Halldór sýnir ekki aðeins listir
sínar á brettinu heldur þeytir einn-
ig skífum í slagtogi við MC Gauta á
Græna hattinum seinna um kvöldið.
Þetta verður í fjórða sinn sem Hall-
dór spreytir sig sem plötusnúður og
að sögn Egils spilar hann allt frá
dauðametal til teknótónlistar.
Stökkpallurinn sem notaður
verður í Big jump-keppninni er sá
stærsti til þessa og tók það fimm-
tán manna hóp fimm daga að smíða
hann. Pallurinn verður svo fjar-
lægður strax að keppni lokinni. - sm
Stærsti stökkpallurinn til þessa
Snjóbrettahátíðin Ak Extreme fer fram um helgina. Tuttugu keppa í Big jump.
EFNILEGUR Halldór
Helgason verður á
meðal keppenda
í ár. Hann þykir
einn sá efnileg-
asti í íþróttinni.
„Ég náði að klára öll borðin sem
eru í boði og þarf að bíða eftir að
þeir uppfæri leikinn og búi til ný
borð. Ég er búinn að vera í tómum
vandræðum með sjálfan mig síðan
ég kláraði þetta og veit ekkert hvað
ég á af mér að gera,“ segir lands-
liðsmaðurinn í handbolta, Vign-
ir Svavarsson. Hann náði þeim
merka árangri á dögunum að klára
öll 245 borðin í hinum feikivinsæla
Facebook-leik Candy Crush.
Leikurinn hefur tröllriðið heims-
byggðinni að undanförnu og skip-
ar efsta sætið á ófáum listum yfir
vinsælustu leiki netheima. Hann
er vinsælasta appið á Facebook og
virðist sem fólk á öllum aldri sé
orðið háð honum. „Ég byrjaði að
spila þetta í janúar og vil nú kenna
Guðjóni Val Sigurðssyni um það.
Guðjón vill meina að stelpurnar
hans hafi sett leikinn inn í símann
hans og hann óvart byrjað að spila
í kjölfarið. Ég veit nú ekki hvort ég
trúi því. Hann festist samt alveg,
svo ég varð að sjá hvað væri svona
merkilegt við þetta. Þetta er nett
óþolandi leikur, en samt skemmti-
legur,“ bætir Vignir við.
Candy Crush heldur upp á eins
árs afmæli sitt 11. apríl. „Þetta er
rosalega flókinn leikur. Það er ekki
hægt að útskýra hann. Maður verð-
ur bara að upplifa hann. Það klárar
hann ekki hver sem er,“ segir Vign-
ir og hlær. „Nei, þetta er í raun
sáraeinfalt. Ætli það megi ekki
segja að þetta sé hálfgerð blanda af
Tetris og Bejew eled,“ bætir hann
við, en Candy Crush Saga gengur
út á að safna þremur eins sælgæt-
ismolum í röð og sprengja þá.
Vignir hefur að eigin sögn
aldrei verið forfallinn tölvu-
leikjaspilari þótt hann hafi spilað
þá nokkra í gegnum tíðina og til
að mynda orðið dyggur aðdáandi
Super Mario Bros á sínum tíma.
Spurður um heilræði hefur hann
eitt ráð á reiðum höndum. „Ef fólk
ætlar að ná árangri í Candy Crush
mæli ég með að það slíti kross-
band,“ segir hann og hlær. Sjálf-
ur lenti hann í því að slíta kross-
band í febrúar og segist í kjölfarið
loksins hafa haft tíma til að sinna
leiknum betur. „Það er góð til-
finning að hafa náð að vinna eitt-
hvað þessa dagana,“ segir lands-
liðskappinn jákvæður.
tinnaros@frettabladid.is
Kláraði Candy Crush
með slitið krossband
Meiðsli Vignis Svavarssonar landsliðskappa skila árangri í tölvuleik á Facebook.
GOTT AÐ VINNA EITTHVAÐ Vignir hefur náð góðum árangri á handboltavellinum
og unnið ófáa leikina þar. Sökum meiðsla hefur hann verið frá keppni í nokkra
mánuði en hefur nýtt tímann vel í Candy Crush Saga og nú loks náð að klára síðasta
borðið í leiknum.
Það er erfitt að festa reiður á hvað
það er sem gerir Candy Crush
svo vinsælan. Sterkir og fallegir
litirnir eru taldir eiga þar hlut að
máli, grípandi tónlistin spillir ekki
fyrir, né þá hrósið sem spilarinn
hlýtur fyrir flestar góðar hreyfingar.
Það eru heldur engin tímamörk í
leiknum og spilaranum því gefið
gott svigrúm til að hugsa áætlun
sína til enda í þeirri von að hann
nái sem bestum árangri.
Leikurinn lítur út fyrir að vera frekar auðveldur í byrjun og ekki bjóða
upp á mikla áskorun, en hann breytist þó eftir að tíunda borðinu er náð.
Eftir það er ekki óalgengt að spilarar séu fastir í sama borðinu svo dögum,
og jafnvel vikum, skiptir. Þegar spilari hefur klárað öll sín aukalíf þarf hann
svo að treysta á Facebook-vini sína til að koma sér aftur inn í leikinn með
því að bjóða sér aukalíf. Það má því ætla að Candy Crush hafi styrkt mörg
vináttusamböndin í gegnum tíðina og jafnvel skaðað nokkur.
Vinsælasti leikur heims
CANDY CRUSH SAGA Það er mikið lagt
upp úr útlitinu á Candy Crush og litirnir
til dæmis sterkir og fallegir.
7000
manns sóttu hátíðina í fyrra.
Reiknað er með öðru eins
fj ölmenni í ár.
EGILL TÓMASSON